Málsnúmer 2204019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 587. fundur - 26.04.2022

Fyrir liggur yfirlit um laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ, auk sambærilegra upplýsinga frá nokkrum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ verði óbreytt, að því undanskildu að endurskoðaðar verði greiðslur fyrir starf í verkefnabundnum nefndum skv. D-lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar (vinnuhópar, starfsnefndir). Formaður slíkra hópa fái greiðslu 5% viðmiðunarfjárhæðar (nema viðkomandi sé starfsmaður bæjarins) og almennir nefndarmenn fái 3%.
Breytingin taki gildi 1. júní 2022.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Lögð fram tillaga bæjarráðs um laun bæjarfulltrúa og nefnda á vegum bæjarins.

Lagt er til að þau verði óbreytt, að undanskilinni þeirri breytingu að laun verkefnabundinna nefnda og starfshópa sem bæjarstjórn skipar eru lækkuð og verða því ekki lengur þau sömu og fastanefnda bæjarins.

Allir tóku til máls.

Tillaga um laun samþykkt samhljóða.