587. fundur 26. apríl 2022 kl. 16:30 - 20:24 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.

1.Framkvæmdir 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið voru Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi, sem var í fjarfundi, og Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi, sem sat fundinn.

Farið var yfir stöðu verklegra framkvæmda Grundarfjarðarbæjar.


A. Gatnafrágangur, fráveitufrágangur

Skipulagsfulltrúi fór yfir hönnunardrög fyrir Hrannarstíg og Borgarbraut, ofan Grundargötu, þar sem gert er ráð fyrir blágrænum regnvatnsbeðum. Samráð verður haft við íbúa á svæðinu um útfærslur á hraðaminnkandi aðgerðum.

Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið á þessum grunni og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá verkteikningum í samræmi við umræður fundarins og eftir samtal við íbúa.

Samþykkt samhljóða.

B. Verklegar framkvæmdir og fasteignir bæjarins

Á síðasta ári lét bæjarstjórn vinna úttekt á ytra ástandi íþróttahúss. Bæjarstjórn ákvað að láta klæða útveggi hússins með álklæðningu og samhliða á að endurnýja alla glugga og hurðir, gera við þakkant, endurnýja skemmt þakjárn og mála þak. Auk þess á að gera við hluta veggja.
Í skýrslu Eflu er að finna viðhaldsáætlun sem unnið verður eftir, en verkinu verður áfangaskipt. Í ár verða boðnar út endurbætur á gluggum og klæðningu á austurhlið hússins (sem snýr út að íþróttavelli) og á efri hluta byggingarinnar sem snýr til vesturs. Útboðsgögn eru væntanleg frá Eflu á næstu dögum.
Byggingarfulltrúi mun auk þess láta fara fram viðgerðir á múrverki útveggja sem snúa út í sundlaugargarðinn.

Að auki ákvað bæjarstjórn að hefja hönnun á nýju anddyri (móttökurými) íþróttahússins. Núverandi rými er afar þröngt, bæði fyrir gesti hússins og aðstöðu fyrir vaktfólk þarf að bæta. Byggingarfulltrúi vann þarfagreiningu í samráði við helstu notendur hússins og arkitekt er nú að grófhanna hugmynd um rýmið og nýtt anddyri. Í bókun bæjarstjórnar 10. mars sl. var gengið út frá því að haft verði samráð við fleiri hagsmunaaðila, um þarfagreiningu fyrir anddyri íþróttahúss eftir því sem vinnunni vindur fram.

Í grunnskóla verða gerðar endurbætur á neðra anddyri, settar sjálfvirkar rennihurðir, rýmið og lýsing betrumbætt, og settir upp nýir snagar og bekkir.

Með verðkönnun var leitað tilboða í að skipta um þak á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla. Eitt tilboð barst, frá Þ.B. Borg ehf. í Stykkishólmi og hefur því verið tekið.
Áframhald verður á utanhússviðgerðum á múrverki grunnskólahúsnæðis og von er á málara til að mála hluta hússins.

Í leikskólanum er ætlunin að endurnýja girðingu kringum suðausturhluta garðsins, sem eldri börnin nota. Engin tilboð bárust í verðkönnun í febrúar sl. og hefur byggingarfulltrúi verkið á sinni könnu til úrlausnar. Frekari endurbætur verða einnig gerðar á leiktækjum í sumar, m.a. sett upp ný jafnvægisslá, en jafnt og þétt hefur verið unnið að endurbótum leiktækja og garðsins sjálfs síðustu sumur.

Í sumar verður skipt um þakklæðningu á eldri hluta samkomuhúss, en skipt var um þak á neðri (nýrri) hluta hússins fyrir 2 árum. Í útboði verksins bárust þrjú tilboð í lok febrúar sl. og var lægsta tilboði tekið, frá Trésmiðjunni Gráborg ehf.

Í samkomuhúsinu hafa einnig staðið yfir framkvæmdir við breytingu og endurbætur á eldhúsi og rýminu baksviðs. Eftir vatnstjón í húsinu í júlí 2021 sá tryggingarfélagið VÍS um að skipta um gólfefni í neðri og efri sal, eldhúsi og baksviðs. Bærinn nýtti í leiðinni tækifærið og innréttaði uppá nýtt rýmið baksviðs og endurnýjaði alfarið innréttingar og tæki í eldhúsi.

Að Grundargötu 30 er rekið samvinnurými, þar sem hægt er að leigja skrifstofu eða opið rými. Í vikunni liggja fyrir teikningar arkitekts að nýtingu rýmisins, sem ætlunin er að byggja upp. Starfshópur um verkefnið fundar á föstudaginn kemur.

Í fráveitumálum er á dagskrá að láta mynda og fóðra lagnir í og kringum Sæból austanvert. Það er tiltölulega hagkvæm lausn og fyrirbyggjandi, að fóðra eldri lagnir að innan og koma þannig í veg fyrir að þær stíflist og rífa þurfi upp yfirborð jarðvegs (götu, gangstétta, lóða) til viðgerða. Í vinnslu er einnig fráveitulausn fyrir nýjar íbúðir við Grundargötu 12-14.

Geymslusvæði í iðnaðarhverfi. Þar á að leggja á rafmagn á svæðið, þannig að hægt verði að bjóða rafmagnstengingar fyrir þá sem geyma t.d. báta á svæðinu. Bærinn hefur keypt lítinn skúr af höfninni, sem nýttur verður til að hýsa rafmagnstöflu og eftirlitsmyndavélar verða settar á svæðið. Byggingarfulltrúi er með málið í vinnslu.

Umræða varð um ofangreindar framkvæmdir og fleiri.

C. Rými fyrir rafhleðslustöðvar á lóðum við fasteignir bæjarins

Bæjarráð ræddi hugmyndir um að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við tilteknar stofnanir bæjarins.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði að fara yfir lóðir við stofnanir bæjarins, einkum við sundlaug og samkomuhús, og gera tillögu til bæjarráðs um hvort og hvar á lóðum myndi henta að koma fyrir rafhleðslustöð, sem þjónustuaðili yrði fenginn til að reka.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vekja athygli fyrirtækja á nýlegri auglýsingu Orkusjóðs um styrki sem hægt er að sækja um til uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla, en umsóknarfrestur er til 7. maí nk.
Hér má finna auglýsinguna: https://orkustofnun.is/orkustofnun/rad-og-nefndir/orkusjodur/


Kristínu og Fannari var þakkað fyrir þátttöku á fundinum og fyrir upplýsingarnar. Viku þau hér af fundi.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 16:30
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi - mæting: 16:30

2.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

3.Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2204002Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Leikskólinn Sólvellir - Skipulag skólastarfs 2022

Málsnúmer 2203043Vakta málsnúmer

Þann 6. apríl sl. áttu bæjarfulltrúar fund í samkomuhúsinu með starfsfólki leikskólans. Fundurinn var liður í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun og uppbyggingu innra starfs í leikskólanum. Samtalið var mjög gagnlegt og snerist um (1) hvernig mætti styrkja leikskólastigið, (2) hvernig megi auka skilning (allra) á tilgangi leikskólastarfs, skv. lögum og aðalnámskrá, og (3) hvernig megi styrkja starfsumhverfið og samvinnu. Umræður fóru fram í fjórum hópum og í lokin deildu hóparnir niðurstöðum úr umræðum sínum.

Bæjarráð fór yfir niðurstöður fundarins og lýstu fundarmenn ánægju sinni með afar gagnlegt og uppbyggilegt samtal sem þar fór fram.

Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu við leikskólastjóra um helstu ráðstafanir í kjölfar fundarins.

Bæjarstjóra og leikskólastjóra falið að stilla upp helstu skilaboðum úr umræðum fundarins, þannig að hægt sé að taka áfram í innra starfi leikskólans þau verkefni sem heyra undir starfsmannahópinn og að til bæjarráðs/bæjarstjórnar komi þau atriði sem þar þarf að bregðast við.

Samþykkt samhljóða.

5.Laun bæjarfulltrúa og nefnda Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2204019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlit um laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ, auk sambærilegra upplýsinga frá nokkrum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ verði óbreytt, að því undanskildu að endurskoðaðar verði greiðslur fyrir starf í verkefnabundnum nefndum skv. D-lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar (vinnuhópar, starfsnefndir). Formaður slíkra hópa fái greiðslu 5% viðmiðunarfjárhæðar (nema viðkomandi sé starfsmaður bæjarins) og almennir nefndarmenn fái 3%.
Breytingin taki gildi 1. júní 2022.

Samþykkt samhljóða.

6.Íslandsdeild Transparency International - Styrkumsókn

Málsnúmer 2203056Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um fjárstyrk til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Samþykkt samhljóða.

7.Fráveitumál - Umsókn um styrk 2022 - Blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 2201031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk vegna fráveituframkvæmda sem tengjast blágrænum lausnum, einkum vegna framkvæmda í götum, þ.e. í Hrannarstíg ofan Grundargötu og Borgarbraut ofan Grundargötu.

8.Fráveitumál - Umsókn um styrk 2022 - Grundargata 12-14

Málsnúmer 2201032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk til fráveitulausnar vegna nýbyggingar að Grundargötu 12-14.

9.Landsnet - Vorfundur 28. apríl 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð vorfundar Landsnets sem haldinn er 28. apríl 2022.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:24.