Málsnúmer 2204022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Lagður fram tölvupóstur dags. 14. apríl 2022 með beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp varðandi forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.

Lagt er til að ný bæjarstjórn tilnefni í hópinn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur skipað stýrihóp um verndun Breiðafjarðar, sem falið er að stýra vinnu þar sem greind verða verndargildi svæðisins og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf. Greining stýrihópsins leiði til tillögu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.

Ráðuneytið hefur gengið frá verksamningi við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um forsendurgreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.
Í verkefnalýsingu er gert ráð fyrir að stofnaður verði samráðshópur skipaður fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð, sem verður stýrihópnum til ráðgjafar og samráðs í vinnu að verkefninu. Óskað var eftir tilnefningu sveitarfélagsins í þennan samráðshóp.

Tilnefningu var frestað á fundi bæjarstjórnar í maí.

Forseti lagði til að Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar, verði tilnefndur sem fulltrúi bæjarins.

Samþykkt samhljóða.