262. fundur 09. júní 2022 kl. 16:30 - 20:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Garðar Svansson, aldursforseti af þeim sem lengsta bæjarstjórnarsetu hafa, kvaddi saman fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar og stýrði honum í upphafi. Hann bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega þau Ágústu, Loft og Davíð, sem sátu bæjarstjórnarfund í fyrsta sinn.

Í upphafi fundar minntust fundarmenn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar á árunum 2006-2010. Guðmundur Ingi lést þann 4. júní sl. og færir bæjarstjórn fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

1.Kjörstjórn, skýrsla maí 2022

Málsnúmer 2205022Vakta málsnúmer

Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar Grundarfjarðarbæjar um sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Á kjörskrá voru samtals 618 og af þeim greiddu atkvæði 468 eða 75,7%.

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 234 atkvæði sem er 52% og fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.

L-listi Samstöðu, bæjarmálafélags hlaut 216 atkvæði sem er 48% og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn.

Auðir seðlar voru 16 og ógildir 2, samtals 3,8% af greiddum atkvæðum.

Eftirtalin voru kjörin í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar kjörtímabilið 2022-2026:

Aðalmenn:

Af D-lista:
Jósef Ó. Kjartansson
Ágústa Einarsdóttir
Bjarni Sigurbjörnsson
Sigurður Gísli Guðjónsson

Af L-lista:
Garðar Svansson
Signý Gunnarsdóttir
Loftur Árni Björgvinsson

Varamenn:

Af D-lista:
Davíð Magnússon
Marta Magnúsdóttir
Patrycja Aleksandra Gawor
Unnur Þóra Sigurðardóttir

Af L-lista:
Pálmi Jóhannsson
Heiðdís Björk Jónsdóttir
Rakel Birgisdóttir

2.Kosning forseta og varaforseta til eins árs

Málsnúmer 2205023Vakta málsnúmer

Áður en gengið var til kosningar forseta lagði GS til að framboðin skiptu á milli sín embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Gengið var til kosningar forseta. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Jósef Ó. Kjartansson með sjö samhljóða atkvæðum.

Jósef Ó. Kjartansson, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, tók við fundarstjórn.

JÓK sagðist hefði viljað fá tillögu um skiptingu embætta fram fyrr og á þeim forsendum væri henni hafnað. Varaforseti var kosin Ágústa Einarsdóttir með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer

Kosnir voru í bæjarráð samhljóða til eins árs:

Aðalmenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson
D - Sigurður Gísli Guðjónsson

Varamenn:
D - Bjarni Sigurbjörnsson
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Ágústa Einarsdóttir

4.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 2205025Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum, Sigurður Gísli Guðjónsson.

Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Jósef Ó. Kjartansson.

5.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir til fjögurra ára:

1. Kjörstjórn
Aðalmenn:
Mjöll Guðjónsdóttir
Salbjörg Nóadóttir
Þórunn Kristinsdóttir

Varamenn verða kjörnir síðar.


2. Skipulags- og umhverfisnefnd
Aðalmenn:
D - Bjarni Sigurbjörnsson
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Davíð Magnússon
L - Heiðrún Hallgrímsdóttir
D - Eymar Eyjólfsson

Varamenn:
D - Lísa Ásgeirsdóttir
L - Pálmi Jóhannsson
D - Þorkell Máni Þorkelsson
L - Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
D - Arnar Kristjánsson

3. Skólanefnd
Aðalmenn:
D - Hólmfríður Hildimundardóttir
L - Anna Rafnsdóttir
D - Davíð Magnússon
L - Loftur Árni Björgvinsson
D - Guðbrandur Gunnar Garðarsson

Varamenn:
D - Unnur Þóra Sigurðardóttir
L - Pálmi Jóhannsson
D - Thor Kolbeinsson
L - Gunnar Jökull Karlsson
D - Ágústa Einarsdóttir

Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd:
Vegna málefna leikskólans: Leikskólastjóri, fulltrúi starfsfólks og fulltrúi foreldra.
Vegna málefna grunnskólans: Skólastjóri, fulltrúi kennara og fulltrúi foreldra.
Vegna málefna tónlistarskólans: Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eftir atvikum.

4. Menningarnefnd
Aðalmenn:
D - Marta Magnúsdóttir
L - Rakel Birgisdóttir
D - Guðmundur Pálsson

Varamenn:
D - Olga Sædís Einarsdóttir
L - Sigurborg Knarran Ólafsdóttir
D - Tryggvi Hafsteinsson


5. Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmenn:
D - Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir
L - Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir
D - Patrycja Aleksandra Gawor

Varamenn:
D - Tryggvi Hafsteinsson
L - Heiðdís Björk Jónsdóttir
D - Heimir Þór Ásgeirsson

6. Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar
Aðalmenn:
D - Bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir
L - Garðar Svansson
D - Arnar Kristjánsson

Varamenn:
D - Davíð Magnússon
L - Hinrik Konráðsson
D - Ágústa Einarsdóttir

7. Öldungaráð

Þrír fulltrúar eru kosnir af sveitarstjórn og þrír varamenn. Kjöri þeirra er frestað.

Þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara og þrír til vara. Bæjarstjóra falið að óska eftir tilnefningum þessara fulltrúa frá Félagi eldri borgara í Grundarfirði.

Einn fulltrúi frá heilsugæslunni. Bæjarstjóra falið að óska eftir tilnefningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.


8. Ungmennaráð

Forseti lagði til að auglýst yrði eftir áhugasömum fulltrúum og að íþrótta- og tómstundafulltrúa og bæjarstjóra verði falið að tilnefna fulltrúa til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar

Málsnúmer 2205027Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn.

Formaður hafnarstjórnar var kosinn bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir.

Varaformaður var kosinn Arnar Kristjánsson.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Kosning í nefndir og stjórnir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205028Vakta málsnúmer

Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir, stjórnir og ráð:

1. Almannavarnanefnd

Samkvæmt samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna á Vesturlandi og lögreglustjórans á Vesturlandi er bæjarstjóri aðalmaður í nefndinni.

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson.

2. Stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá og með næsta aukafundi i byggðasamlaginu.

Aðalmaður: Bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

3. Félagsmálanefnd Snæfellinga

Nefndin heldur umboði sínu til áramóta, þegar ný skipan barnaverndarmála tekur gildi, sbr. dagskrárlið 30 hér á fundinum.

Aðalmaður: Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir.

Varamaður: Kjöri frestað.


4. Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Skipuð sameiginlega af sveitarfélögum á Vesturlandi.

5. Breiðafjarðarnefnd

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði. Skipað var í nefndina árið 2021 til fjögurra ára.

6. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem aðild eiga að skólanum.
Tekið fyrir undir lið nr. 12 á fundinum.

7. Stjórn Jeratúns ehf.

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn Jeratúns ehf. frá og með næsta hluthafafundi félagsins.

Aðalmaður: Bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

8. Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður: Jósef Ó. Kjartansson

Varamaður: Ágústa Einarsdóttir

9. Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga

Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga kjörtímabilið 2022-2026 eru allir aðalmenn í bæjarstjórn.

10. Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)

Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert. Í ár, á kosningaári, er þó haldinn aukaaðalfundur þann 22. júní nk.

Fyrir komandi kjörtímabil, frá og með deginum í dag og til 30. júní 2026, voru kosin:

Aðalmenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson
D - Ágústa Einarsdóttir

Varamenn:
D - Bjarni Sigurbjörnsson
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Sigurður Gísli Guðjónsson

11. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Aðalmaður: Bæjarstjóri

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson


Að auki var kjörin starfsnefnd um lóð grunnskólans, í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar. Samþykkt að fulltrúar verði þeir sömu og voru, þ.e. Unnur Þóra Sigurðardóttir og Garðar Svansson, ásamt skólastjóra grunnskólans, Sigurði Gísla Guðjónssyni.

Kjöri fulltrúa í stýrihóp um barnvænt sveitarfélag er frestað til næsta fundar.

Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi um skipan svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna, sbr. starfsreglur nr. 221/2014, í ljósi sameiningar sveitarfélaganna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og mögulegra breytinga sem leiða af sameiningunni.

Samþykkt samhljóða.

8.Kosning í eigendaráð Svæðisgarðsins Snæfellsness

Málsnúmer 2205029Vakta málsnúmer

Kosning í eigendaráð Svæðisgarðsins Snæfellsness

Kosin voru samhljóða:

Aðalmenn:
D - Ágústa Einarsdóttir
L - Signý Gunnarsdóttir

Varamenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson

9.Fundartími bæjarstjórnar

Málsnúmer 2205030Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram tillögu um fundartíma bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Fundir verði að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar annan fimmtudag í mánuði, kl. 16:30.

Samþykkt samhljóða.

10.Fundartími nefnda

Málsnúmer 2205031Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn felur fastanefndum sveitarfélagsins að setja sér starfsáætlun og markmið.
Jafnframt eru nefndirnar hvattar til þess að halda fundi reglulega á fyrirfram ákveðnum tímum, yfir vetrartímann.
Skipulags- og umhverfisnefnd og skólanefnd fundi einu sinni í mánuði að jafnaði. Íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd haldi fundi á 6-8 vikna fresti að jafnaði.

Samþykkt samhljóða.

11.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar

Málsnúmer 2204022Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur skipað stýrihóp um verndun Breiðafjarðar, sem falið er að stýra vinnu þar sem greind verða verndargildi svæðisins og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf. Greining stýrihópsins leiði til tillögu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.

Ráðuneytið hefur gengið frá verksamningi við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um forsendurgreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.
Í verkefnalýsingu er gert ráð fyrir að stofnaður verði samráðshópur skipaður fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð, sem verður stýrihópnum til ráðgjafar og samráðs í vinnu að verkefninu. Óskað var eftir tilnefningu sveitarfélagsins í þennan samráðshóp.

Tilnefningu var frestað á fundi bæjarstjórnar í maí.

Forseti lagði til að Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar, verði tilnefndur sem fulltrúi bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

12.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Óskað tilnefninga í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Málsnúmer 2206004Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneytið óskar eftir sameiginlegri tilnefningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi á tveimur fulltrúum af fimm í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarstjóra falið umboð f.h. Grundarfjarðarbæjar til að tilnefna tvo fulltrúa og tvo fulltrúa til vara í samráði við hin sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

13.Starf bæjarstjóra

Málsnúmer 2205032Vakta málsnúmer

Forseti lagði til að framlengd verði ráðning Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra og að forseta verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við hana.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GS situr hjá.

14.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti lagði til að liðurinn "Störf bæjarstjórnar" verði fastur liður framarlega á dagskrá hvers bæjarstjórnarfundar, eins og gert var á síðasta kjörtímabili.

Samþykkt samhljóða.

Forseti lagði til að haldinn yrði sérstakur fræðslu- og kynningardagur, mjög fljótlega, fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum, þar sem farið verði yfir helstu þætti í stjórnsýslu og starfsemi bæjarins og nefnda hans. Æskilegt væri að fá kynningu á helstu verkefnum sem nefndir síðasta kjörtímabils höfðu til meðferðar.
Með þessu verði reynt að tryggja sem skilvirkasta yfirfærslu á þekkingu og verkefnum, milli eldri og nýrra nefnda, að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að leggja upp drög að dagskrá og fyrirkomulagi og senda bæjarfulltrúum.

15.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2206005Vakta málsnúmer

Allir tóku til máls.

Forseti lagði til að framlengdur verði gildistími skilmála sem verið hafa í gildi um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum. Lagt er til að 50% afsláttarkjör gildi áfram til 30. júní 2023, í samræmi við skilmála sem síðast voru samþykktir af bæjarstjórn og gilda áttu til 30. júní 2022.

GS tók til máls. Hann taldi að gefa ætti hærri afslátt af gatnagerðargjöldum, þar sem áhugi á lóðum væri ekki nægur.

JÓK minnti á að gefinn hefði verið 100% afsláttur gatnagerðargjalda fyrir nokkrum árum og það hefði ekki breytt mjög miklu, en tók vel í að skoða aukinn afslátt til reynslu.

Hann lagði til að veittur yrði 75% afsláttur tímabundið til loka þessa árs, til reynslu, af þeim lóðum sem afsláttur hefur gilt um.

Tillagan samþykkt samhljóða.

16.Umhverfisrölt 2022-2026

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Forseti vísaði í umhverfisverkefni og áherslur síðasta kjörtímabils á umhverfismál og snyrtilegt sveitarfélag. Hann lagði til að áfram yrði unnið eftir þessum áherslum á vettvangi bæjarstjórnar, nefnda og af starfsfólki bæjarins.

Jafnframt lagði hann til að umhverfisrölt verði áfram fastur liður, eins og sl. fjögur ár, og að fulltrúar í nýrri skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst tíma fyrir umhverfisrölt með bæjarbúum, í júní/júlí, sem verði auglýst með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

17.Grundarfjarðarbær - Um þjónustu HVE í Grundarfirði

Málsnúmer 2203025Vakta málsnúmer

Allir tóku til máls.

Forseti kynnti svarbréf HVE við bókunum og erindi bæjarstjórnar til HVE þar sem gerðar eru athugasemdir og fyrirspurn um fyrirkomulag læknisþjónustu í Grundarfirði.

Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við HVE. Fulltrúar allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi áttu á síðasta kjörtímabili fundi með stjórnendum HVE. Einnig sagði bæjarstjóri frá fundi fulltrúa bæjarins með heilbrigðisráðherra þann 20. apríl sl. um læknisþjónustu í Grundarfirði.

Forseti lagði til að bæjarstjóra yrði falið að vinna áfram í samskiptum við HVE á þeim grunni sem bæjarstjórn hefði ályktað.

Samþykkt samhljóða.

18.Skipulagsmál - Tilboð í hluta lóðar Fellaskjóls

Málsnúmer 2206006Vakta málsnúmer

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti framlagt tilboð til stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls, sbr. áður veitt umboð til tilboðsgerðar um land úr eignarlandi Fellaskjóls. Fram kom að stjórn Fellaskjóls hefur samþykkt tilboðið.

Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi um land á þessum grunni.

19.Jafnlaunastefna Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2012009Vakta málsnúmer

Skrifstofustjóri og launafulltrúi hafa f.h. bæjarins unnið að jafnlaunavottun Grundarfjarðarbæjar, en ásamt Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ var samið við Attentus um ráðgjöf við þá vinnu.

Skrifstofustjóri leggur til breytingar á gildandi jafnlaunastefnu, í samræmi við það sem fram hefur komið í vinnu að jafnlaunavottun.

Forseti lagði til að tillaga um breytingar á jafnlaunastefnu yrði samþykkt.

Samþykkt samhljóða, en skrifstofustjóra falið að leiðrétta dagsetningar í framlögðu skjali.

20.Bæjarráð - 588

Málsnúmer 2205002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 588. fundar bæjarráðs.
  • 20.1 2202026 Framkvæmdir 2022
    Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
    Bæjarráð - 588 Byggingarfulltrúi kynnti gerð útboðsgagna, þar á meðal kostnaðaráætlun fyrir klæðningu íþróttahúss.

    Kostnaðaráætlun verksins er yfir því sem áætlað var í verkið við gerð fjárhagsáætlunar og á þá eftir að taka tillit til undirbúningsvinnu og verkeftirlits, sem Efla sér um.

    Farið yfir kostnað og umfang verks, tegund klæðningar, tengsl við orkuskipti hússins og grófhönnun á anddyri, sem hefur verið í gangi.

    Lagt til að farið verði í framkvæmdir við klæðningu og gluggaskipti á austurhlið íþróttahúss, en vesturhlið látin bíða.

    Byggingarfulltrúa falið að leita eftir tillögum að efnisvali og útliti vegna klæðningar á íþróttahúsi í samræmi við umræður á fundinum.

    Jafnframt lagt til að fengið verði tilboð í hönnun á neðri hluta vesturhliðar íþróttahúss m.t.t. aðgengis og sundlaugargarðs m.t.t. lagna vegna orkuskiptalausna, annarra lagna og hugmynda um rennibraut.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Forseti sagði frá umræðum undir þessum lið bæjarráðsfundarins, um framkvæmdir við að klæða íþróttahús og ákvörðun bæjarráðs um að fá frekari hönnun á vesturhlið íþróttahússins, til undirbúnings fjárhagsáætlunargerðar í haust og ýmissa frekari ákvarðana.

    GS ræddi hugmyndir um hönnun anddyris við íþróttahús. Hann taldi að gera þyrfti ráð fyrir aðstöðu fyrir fleiri íþróttafélög í viðbyggingunni, einkum skrifstofuaðstöðu, og að hönnunin þyrfti að m.v. einfalt hús/byggingarlag.

    SG spurði hvort gerð hefði verið þarfagreining um nýtingu vegna hönnunar anddyris. Hún taldi að gera ætti ráð fyrir innrauðum klefa og sauna og að byggingin mætti vera veglegri en frumdrög gera ráð fyrir.

    ÁE ræddi um byggingarlag/útfærslu byggingar og tók undir að gera ætti ráð fyrir saunaklefa.

    JÓK sagði að unnin hafi verið þarfagreining og að gera mætti skrifstofuaðstöðu víðar en í þessu rými. Hann sagði einnig að framlögð gögn væru ekki lokahugmyndir, heldur tillaga á vinnslustigi.

    Bæjarstjóri sagði að byggingarfulltrúi hefði unnið þarfagreiningu og leitað til allra sem nota húsið. Íþróttafulltrúa hefði verið falið að ræða við fulltrúa annarra íþróttafélaga. Tillagan sem lögð hefði verið fyrir á fundi bæjarráðs væri ekki í fullu samræmi við framlagðar óskir bæjarins og endurbættar tillögur yrðu væntanlega teknar til umræðu í bæjarráði fljótlega.

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Ragnar Smári Guðmundsson, varaformaður skólanefndar, sátu fundinn undir þessum lið.
    Bæjarráð - 588 Lögð fram samantekt frá fundi bæjarfulltrúa með starfsfólki leikskólans þann 6. apríl sl.

    Farið yfir málefni leikskólans og þá sérstaklega rekstur eldhúss fyrir leik- og grunnskóla og fyrirkomulag þess.

    Bæjarráð, vill í samræmi við fyrri umræður, leita lausna á fyrirkomulagi á rekstri eldhúss leikskólans, þar sem eldað er nú fyrir bæði leik- og grunnskóla. Er það gert til að létta tímabundið á rekstri eldhúss leikskólans.

    Lagt til að leitað verði eftir tilboðum fyrirtækja í bænum til að sjá um skólamat fyrir grunnskólann næsta skólaár.

    Samþykkt samhljóða.

21.Minnispunktar bæjarstjóra - Frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði frá starfsmannamálum, en mikill tími hefur farið í að manna sumarstörf og afleysingar, enda greini fréttir frá skorti á starfsfólki í störf vítt og breitt um landið.

Hún sagði frá því að vinna væri hafin við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis austan Nesvegar og við nýtt deiliskipulag á Framnesi, skv. ákvörðun bæjarstjórnar og hafnarstjórnar. Samráðsfundur var haldinn með lóðarhöfum sl. þriðjudag. Í næstu viku verður samráðsfundur með lóðarhöfum í iðnaðarhverfi (Ártún, Hjallatún) en verið er að undirbúa endurskoðun deiliskipulags iðnaðarhverfis, sbr. tillögu skipulagsnefndar í vor.

Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum og verkum sem í gangi eru og fyrirhugaðar á næstunni.

Hún sagði frá breytingum á sorpmálum um nk. áramót og þurfi að undirbúa vel. Einnig frá fundi sem haldinn var 16. maí með Íslenska gámafélaginu um flokkun í Grundarfirði.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Sveitarfélagaskólinn, tilkynning til sveitarfélaga

Málsnúmer 2205010Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á Sveitarfélagaskólanum, rafrænu námsefni fyrir sveitarstjórnarfólk, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið. Allir aðalmenn og fyrstu tveir varamenn hafa fengið aðgang að efninu.

23.Bjarg íbúðafélag - Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

Málsnúmer 2201038Vakta málsnúmer

Viljayfirlýsing við Bjarg lögð fram til kynningar - undirrituð skv. ákvörðun bæjarstjórnar á fundi í maí sl.

24.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 200. fundar

Málsnúmer 2205017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 200. fundargerð félagsmálanefndar FSS.

25.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 202. fundargerð Breiðafjarðarnefndar.
Fylgiskjöl:

26.Sorpurðun Vesturlands hf. - Fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar

27.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Ný skýrsla um Svæðisgarðinn

Málsnúmer 2205014Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vann og kynnti fyrir innviðaráðherra í byrjun apríl sl., í framhaldi af lokum verkefnis þar sem Svæðisgarðurinn fékk 15 millj. kr. framlag á fjárlögum 2021.

Allir tóku til máls.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga - Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 2205011Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningargögn um landsþing Sambandsins sem haldið verður í september nk.

29.Félag atvinnurekenda - Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 2206001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Félags atvinnurekenda um ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.


Til máls tóku JÓK og GS.

30.Barna- og fjölskyldustofa - Leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar

Málsnúmer 2206002Vakta málsnúmer

Lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022.

31.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Barnamenningarverkefni

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Barnamenningarsjóð um 2ja millj. kr. styrk til sumarnámskeiða fyrir börn, þar sem list og menning er þemað.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingunni.

32.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Bréf til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

Málsnúmer 2205008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

33.Alþingi - Til umsagnar 563. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 2205016Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar 563. þingmál frá nefndasviði Alþingis.

34.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 2205034Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og fram í miðjan september nk. skv. heimild í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar. Næsti fundur bæjarstjórnar verður 8. september 2022. Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 48. gr. samþykktanna.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:44.