Málsnúmer 2205002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 236. fundur - 02.05.2022

Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, mun umhverfis- og skipulagssvið láta gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði, Stykkishólmi, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi í lok maí eða byrjun júní 2022. Í skýrslunni verða settar fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki t.d. Römpum upp Ísland.

Bæjarráð - 601. fundur - 02.03.2023

Lögð fram úttekt Óskar Sigurðardóttur um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði.
Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, lét umhverfis- og skipulagssvið gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði. Í skýrslunni koma fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki, t.d. Römpum upp Ísland.

Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari skoðunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og felur umhverfis- og skipulagssviði frekari framgang málsins.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Á 601. fundi sínum vísaði bæjarráð skýrslu um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.