247. fundur 04. apríl 2023 kl. 16:30 - 20:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Þorkell Máni Þorkelsson (ÞMÞ)
    Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Björg Ágústsdóttir sat fundinn undir þessu máli í gegnum fjarfundarbúnað frá 16:30 - 17:00

1.Framnes - Breyting á aðalskipulagi 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna.

Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á hafnarsvæði (H-1 og H-2), Framnesi (AT-1) og hafsvæði vestan Framness (S-1). Með breytingunni er verið að auka sveigjanleika í landnotkun á Framnesi með því að liðka fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi og heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins. Einnig er stefnt að lengingu Miðgarðs um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju og stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

Skipulagslýsing var auglýst 30.11.2022 með athugasemdafresti til 21.12.2022 og send til umsagnaraðila. Kynningarfundur var 13.12.2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039. Vinnslutillagan hefur verið samþykkt til kynningar í bæjarstjórn (269. fundur 9. febrúar sl.) að uppfylltum skilyrðum og í hafnarstjórn (4. fundur 23. janúar sl.). Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þóra Kjarval, Alta, sat fundinn undir þessum lið og kynnti tillöguna.

2.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum mun Þóra Kjarval hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta kynna tillöguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag og er því fallið frá kynningu á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna.

3.Nesvegur 2 - hafnarskúr - stöðuleyfi fyrir salernishús/gám

Málsnúmer 2303028Vakta málsnúmer

Sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishús til 5 mánaða eða frá 20. apríl til 1. október 2023. Hýsið mun vera staðsett sunnan við hafnarskúr og kemur til með að þjónusta ferðafólk sem kemur með skemmtiferðaskipum sumarið 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til skamms tíma fyrir salernishús á hafnarsvæði frá 1. apríl til 1. október 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

4.Innri Látravík - Stöðuleyfi fyrir gestahús

Málsnúmer 2303029Vakta málsnúmer

Landeigendur að Innri-Látravík (L-223872) sækja um stöðuleyfi fyrir 20 m2 gestahús frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Um er að ræða flutningshús sem ráðgert er að staðsetja til frambúðar í Innri-Látravík. Til bráðabirgða verður húsinu komið fyrir vestan við núverandi íbúðarhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi v/ 20 m2 gestahúss í Innri Látravík til eins árs, þ.e. frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

5.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði)í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) og leggur til við hafnarstjórn og bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan í 1. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 og að ekki þurfi að kynna hana á vinnslustigi, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hopp Snæfellsnes - Umsókn um rekstur á rafskútum

Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer

Á 601. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl. var erindi Hopp á Snæfellsnesi vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en bæjarráð tók vel í erindið.

SnæHopp ehf. sækir um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í umsókn Snæhopps um leyfi til reksturs á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina.

7.Þórdísarstaðir - byggingarleyfi vegna endurbyggingar hesthúss og hlöðu

Málsnúmer 2303027Vakta málsnúmer

Dísarbyggð ehf. sækir um byggingarleyfi vegna breytingar á gamla hesthúsinu og hlöðunni í atvinnuhúsnæði en sem til stendur að breyta byggingunni í tveggja hæða aðstöðuhús tengt ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að steypa nýja botnplötu í húsið og bæta við hæð. Á efri hæð verði fjögur svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi. Á neðri hæð er gertráð fyrir aðstöðu til að geyma búnað tengdan ferðaþjónustu á staðnum.

Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu."

Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði.

Til viðbótar við núverandi íbúðarhús, hesthús og hlöðu, sem nú er sótt um leyfi til að breyta, eru þar fimm stakstæð smáhýsi með tveimur gistirýmum hvert, sem fengið hafa rekstrarleyfi sem gististaðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð breyting á hlöðu og hesthúsi í þjónustubyggingu fyrir ferðafólk samræmist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í aðalskipulagi hvað varðar gistirými í byggingunni og að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á þeim grundvelli hafnar nefndin byggingarleyfisumsókninni.

Samkvæmt skipulagsskilmálum í aðalskipulagi er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Hafi landeigandi hug á því að reisa fleiri smáhýsi á jörðinni leggur nefndin til að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.1.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Við ákvörðun um deiliskipulag ber einnig að líta til byggingarheimilda fyrir landbúnaðarsvæði.

8.Umhverfisrölt 2022-2026

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og aðra starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir.

Lagðar fram myndir frá umhverfisrölti 2022 til skoðunar. Umhverfisröltið er allajafna farið í snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.
Ákveðið að umhverfisrölt verður farið 23. og 25. maí nk.

9.Úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði

Málsnúmer 2205002Vakta málsnúmer

Á 601. fundi sínum vísaði bæjarráð skýrslu um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Mál frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2009012Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir mál sviðsins.
Gengið er frá fundargerð í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 20:45.