601. fundur 02. mars 2023 kl. 08:30 - 09:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2023

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2023

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2023.
Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 38,2% hærra í janúar 2023 en í janúar 2022. Ekki er marktækt að horfa eingöngu til janúar mánaðar, þar sem greiðslur vegna fyrra árs berast oft í janúar og þær geta verið mismunandi milli ára.

3.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftarbeiðnir

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur vegna álagðra opinberra gjalda, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta.
Bæjarráð samþykkir beiðni Sýslumannsins og Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta.

Samþykkt samhljóða.

4.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Óli Þór Jónsson, hjá Eflu og Sigurbjartur Loftsson, hjá W7 slf., sátu fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla Eflu með verðkönnunargögnum vegna gerðar borhola fyrir varmadælur við Sundlaug Grundarfjarðar.
Óli Þór og Sigurbjartur kynntu verðkönnunargögnin.

Óla Þór og Sigurbjarti var þakkað fyrir kynninguna. Unnið verður áfram að framvindu málsins.

Gestir

  • Óli Þór Jónsson - mæting: 08:30
  • Sigurbjartur Loftsson - mæting: 08:30

5.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt Eflu á hljóðvist í íþróttahúsi.
Farið yfir úttekt Eflu.

Til áframhaldandi vinnslu.

6.Sundlaug - Opnunartími og þjónusta

Málsnúmer 2301016Vakta málsnúmer

Lagður fram verðsamanburður á gjaldi árskorta í sundlaugar, ásamt tölvupósti frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Lagt til að árskort í Sundlaug Grundarfjarðar verði valkostur sem bætist við gjaldskrá ársins 2023. Gjald fyrir árskort yrði 35.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

7.Hopp Snæfellsnes - Umsókn um rekstur á rafskútum

Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi SnæHopp ehf. um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
Bæjarráð tekur vel í erindið.

Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að taka fyrir erindið og leggja mat á það.

Samþykkt samhljóða.

8.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lagðir fram fundapunktar starfshóps um framkvæmdir að Grundargötu 30.
Bæjarráð samþykkir ákvarðanir starfshópsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði

Málsnúmer 2205002Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt Óskar Sigurðardóttur um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði.
Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, lét umhverfis- og skipulagssvið gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði. Í skýrslunni koma fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki, t.d. Römpum upp Ísland.

Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari skoðunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og felur umhverfis- og skipulagssviði frekari framgang málsins.

Samþykkt samhljóða.

10.Félag eldri borgara, samtal um ýmis mál jan. 2023 - minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2302018Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra frá fundi hennar með formanni Félags eldri borgara í Grundarfirði.

11.Lionsklúbbur Grundarfjarðar - Þakkarbréf bæjarstjóra v. 2022

Málsnúmer 2302017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þakkarbréf bæjarstjóra vegna 2022 til Lionsklúbbs Grundarfjarðar.

12.Kvenfélagið Gleym-mér-ei - Þakkarbréf bæjarstjóra vegna 2022

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þakkarbréf bæjarstjóra vegna 2022 til Kvenfélagsins Gleym-mér-ei.

13.Kvenfélagið Gleym-mér-ei - Bréf bæjarstjóra um búnað í samkomuhúsi 15.02.2023

Málsnúmer 2302019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Kvenfélagsins Gleym-mér-ei um búnað í samkomuhúsi.

14.Grunda.pol - Happy New Year and news from Grunda.pol

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áramótakveðja frá Grundapol í Paimpol, Frakklandi, ásamt fréttum.
Bæjarráð þakkar Grundpol fyrir góða kveðju og sendir bestu kveðjur til baka.

15.Háskólinn á Hólum - Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 2301028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Háskólans á Hólum um stöðu málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar.

16.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Þátttaka í þjóðfundi heima í héraði um framtíð skólaþjónustu

Málsnúmer 2302022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð Mennta- og barnamálaráðuneytisins til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu, sem haldinn verðu 6. mars nk.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2302025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga varðandi arð af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu.

18.Lánasjóður sveitarfélaga - Bréf til allra sveitarstjórna vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins.

19.Hafnasamband Íslands - Ársreikningur 2022

Málsnúmer 2302029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Hafnarsambands Íslands vegna ársins 2022.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:50.