Málsnúmer 2205028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir, stjórnir og ráð:

1. Almannavarnanefnd

Samkvæmt samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna á Vesturlandi og lögreglustjórans á Vesturlandi er bæjarstjóri aðalmaður í nefndinni.

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson.

2. Stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá og með næsta aukafundi i byggðasamlaginu.

Aðalmaður: Bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

3. Félagsmálanefnd Snæfellinga

Nefndin heldur umboði sínu til áramóta, þegar ný skipan barnaverndarmála tekur gildi, sbr. dagskrárlið 30 hér á fundinum.

Aðalmaður: Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir.

Varamaður: Kjöri frestað.


4. Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Skipuð sameiginlega af sveitarfélögum á Vesturlandi.

5. Breiðafjarðarnefnd

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði. Skipað var í nefndina árið 2021 til fjögurra ára.

6. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem aðild eiga að skólanum.
Tekið fyrir undir lið nr. 12 á fundinum.

7. Stjórn Jeratúns ehf.

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn Jeratúns ehf. frá og með næsta hluthafafundi félagsins.

Aðalmaður: Bæjarstjóri, Björg Ágústsdóttir

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

8. Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður: Jósef Ó. Kjartansson

Varamaður: Ágústa Einarsdóttir

9. Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga

Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga kjörtímabilið 2022-2026 eru allir aðalmenn í bæjarstjórn.

10. Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)

Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert. Í ár, á kosningaári, er þó haldinn aukaaðalfundur þann 22. júní nk.

Fyrir komandi kjörtímabil, frá og með deginum í dag og til 30. júní 2026, voru kosin:

Aðalmenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson
D - Ágústa Einarsdóttir

Varamenn:
D - Bjarni Sigurbjörnsson
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Sigurður Gísli Guðjónsson

11. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Aðalmaður: Bæjarstjóri

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson


Að auki var kjörin starfsnefnd um lóð grunnskólans, í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar. Samþykkt að fulltrúar verði þeir sömu og voru, þ.e. Unnur Þóra Sigurðardóttir og Garðar Svansson, ásamt skólastjóra grunnskólans, Sigurði Gísla Guðjónssyni.

Kjöri fulltrúa í stýrihóp um barnvænt sveitarfélag er frestað til næsta fundar.

Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi um skipan svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna, sbr. starfsreglur nr. 221/2014, í ljósi sameiningar sveitarfélaganna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og mögulegra breytinga sem leiða af sameiningunni.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 263. fundur - 13.09.2022

Kosning tveggja fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Lagt til að Davíð Magnússon og Signý Gunnarsdóttir verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í nefndinni. Þau eru jafnframt fulltrúar í skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.