263. fundur 13. september 2022 kl. 16:30 - 19:57 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og bauð Sigurð Gísla Guðjónsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Rætt um fundartíma bæjarstjórnar og bæjarráðs vegna fjárhagsáætlanagerðar.

3.Bæjarráð - 589

Málsnúmer 2206001FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • Bæjarráð - 589 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 3.2 2202005 Greitt útsvar 2022
  Bæjarráð - 589 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-apríl og jan.-maí 2022.
  Samkvæmt yfirlitunum hefur greitt útsvar í janúar til apríl 2022 hækkað um 2,5% og í janúar til maí 2022 hækkað um 5,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • 3.3 2202026 Framkvæmdir 2022
  Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið, Kristín í gegnum fjarfundabúnað.

  Þau fóru yfir helstu framkvæmdir og verkefni sem í gangi eru.
  Bæjarráð - 589 Kristín fór yfir þá skipulagsvinnu, einkum deiliskipulagsvinnu, sem er í gangi. Hún sagði frá því að breyting á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal væri nú í auglýsingaferli með athugasemdafresti til 29. júlí nk. og var opinn kynningarfundur haldinn sl. þriðjudag í Sögumiðstöð. Hún sagði einnig frá breytingu á deiliskipulagi á athafna- og iðnaðarsvæði við Kverná, sem er í undirbúningi. Kynningarfundur og fundur með hagsmunaaðilum var haldinn í gær.

  Þá sagði hún frá breytingu á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar, á hafnarsvæði, og vinnu við gerð nýs deiliskipulags á Framnesi, sem farin er af stað. Þann 7. júní sl. var kynningardagur þar sem fundað var með lóðarhöfum á báðum svæðum. Mæting var góð og margar góðar ábendingar komu fram. Deiliskipulagstillaga fyrir Skerðingsstaði er í vinnslu hjá jarðareigendum og mun að líkindum fara í auglýsingarferli í júlí nk.

  Kristín fór einnig yfir landslagshönnun við Kirkjufellsfoss, sem er að mestu lokið, og til stendur að leita tilboða í einstaka áfanga á næstunni. Verkið er unnið fyrir styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í samvinnu við landeigendur. Hún sagði einnig frá ósk Lionsklúbbs Grundarfjarðar um að fá að planta trjám í Paimpolgarði, og um skoðun á svæðinu og afmörkun gróðurreita þar fyrir Lions.

  Fannar sagði frá stöðu framkvæmda og viðhalds á fasteignum bæjarins.
  Farið var í frumhönnunarvinnu á samvinnurýmum í húsnæði bæjarins að Grundargötu 30 og valdi bæjarstjórn tvo samræmanlega kosti til nánari útfærslu. Kostnaðarmat er í vinnslu og fundað hefur verið með leigjendum bæjarins í húsinu og þeim kynntar hugmyndir um hönnun.
  Framkvæmdir eru í undirbúningi, en ljóst er að þeim þarf að áfangaskipta. Bæjarráð mun fá tillögur til afgreiðslu, þegar sundurliðun kostnaðar og möguleg áfangaskipting er klár.

  Verið er að endurnýja þakklæðningu á efra þaki samkomuhúss, en verkið var boðið út. Endurbætur hafa verið gerðar innanhúss eftir vatnstjón á liðnu ári, m.a. eru komnar nýjar innréttingar í eldhúsi og aðstöðu baka til, nýtt salerni og tæki í eldhús, sem og ræstirými. Verið er að þétta klæðingu á suðurgafli hússins.

  Til stendur að endurnýja klæðningu á austurhlið íþróttahúss og verða útboðsgögn send á næstunni. Þá er nýtt anddyri sundlaugar í hönnunarferli og viðbótarhönnun fyrir vesturhlið er í undirbúningi.

  Fannar sagði frá því að skipt verði um hurðir („hurðafront“) á neðri aðalinngangi grunnskólans á næstu dögum og unnið að endurbótum á anddyrinu. Tilboða var aflað í endurnýjun þaks á tengibyggingu milli skóla og íþróttahúss og fer það verk af stað fljótlega. Einnig stendur til að ljúka utanhússviðgerðum/múrviðgerðum á þeirri hlið sem snýr út í sundlaugargarð og að mála allan þann húshluta í sumar. Beðið er eftir gluggaskiptum í grunnskóla, en verkið hefur tafist hjá seljanda, sem jafnframt mun setja gluggana í.

  Byggingarfulltrúi er með í vinnslu kostnaðarmat þeirra framkvæmda sem eftir eru í Sögumiðstöð þannig að unnt sé að forgangsraða verkþáttum með yfirsýn yfir heildarverkið.

  Byggingarfulltrúi sagði jafnframt frá innanhússviðhaldi og stöðu framkvæmda á lóð leikskólans, en þar stendur m.a. til að girða.

  Spurt var um viðgerðir á túðum á þaki á íbúðum að Hrannarstíg 28-40. Byggingarfulltrúi kannar það mál.

  Kristín sagði frá því að þau hefðu útbúið matsblað fyrir skipulags- og umhverfissvið, ætlað fyrir götur og stíga. Starfsmenn, einkum áhaldahúsa, geta fyllt inn (með spjaldtölvu) óskir/þarfir um viðhald á götum, stígum og gangstéttum og sett inn myndir, á staðnum, með einföldum hætti.

  Rætt var um götumálun sem farið verður í á eigin vegum í ár, en verður ekki unnin með aðkeyptri vélaþjónustu.

  Kristín og Fannar ræddu stöðu á verkefnum tengdum gangstéttum og tilvonandi blágrænum ofanvatnslausnum, annars vegar frágang vegna framkvæmda síðasta sumars við lóðir á Hrannarstíg, og hinsvegar framkvæmdir við fyrirhugaðar blágrænar lausnir í Hrannarstíg og Borgarbraut, sem verður kynnt betur fyrir bæjarráði og íbúum. Einnig sagði Kristín frá því að í LEAF styrkumsókn Umhverfisstofnunar hefðu framkvæmdir við blágrænar í Grundarfirði verið hafðar með í umsókn.

  Fannar fór yfir stöðu framkvæmda í Þríhyrningi, sem gengið hafa hægar en vonir stóðu til. Ormurinn (mön) er í mótun en meira efni vantar í hann. „Haus“ á orminn er sömuleiðis í undirbúningi.

  Helstu fráveitulagnir sveitarfélagins hafa verið myndaðar og komu niðurstöður heilt yfir vel út, að sögn Fannars. Ekki virðist þurfa að fóðra lagnir að svo stöddu. Rætt var um fráveitulausn sem felst í gerð dælubrunna fyrir nýtt húsnæði að Grundargötu 12-14, sem og aðra brunna.

  Rætt var um framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á vegum Mílu, einnig kom fram að sótt hefur verið um uppsetningu á 5G sendi á íþróttahúsi.

  Kristín sagði frá því að fundað verði um framkvæmdir á grunnskólalóð í næstu viku.

  Rætt var um breytingu á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar, m.a. varðandi fasta afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.

  Rætt um námur og efnistöku á vegum bæjarins, en gerð gjaldskrár og umgengnisreglna eru í vinnslu.

  Hér þurfti Kristín að fara af fundi og var henni þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

  Einnig var rætt um skiltastefnu og samræmda hönnun ferðaþjónustuskilta, biðstöðuverkefni á miðbæjarreit, aflagt urðunarsvæði að Hrafnkelsstöðum og starfsleyfi fyrir efnislosunarsvæði að Hrafnkelsstöðum.

  Sagt var frá samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um nemaverkefni, sem verður líklega um miðbæjarreit, um uppmælingu lóða í tengslum við gerð nýrra lóðarleigusamninga og lóðarblaða, sem er í vinnslu, um 75% tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum til loka júní 2023 og auglýsingu sem sýnir lausar lóðir og lóðir sem eru í deiliskipulagsauglýsingu. Sótt hefur verið um tvær íbúðarhúsalóðir nýlega.

  Rætt var um hvort samræma ætti reglur um skipulags- og byggingarmál, s.s. um lóðaúthlutanir, gjaldskrár o.fl. við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi, sem heyra undir sviðið. Tekið var jákvætt í það, enda er komin þörf fyrir endurskoðun og umbætur ýmissa atriða í gjaldskrám og samþykktum.

  Hér vék Fannar af fundi og var honum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.
 • Lagt er til að keypt verði svokölluð "sundlaug" sem er búnaður til slökkvistarfa, einkum þar sem erfitt er að komast í nægt vatn, s.s. í dreifbýli. Kostnaður er áætlaður rétt innan við 500.000 kr. auk VSK.

  Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kaupanna, sem skrifast á búnað slökkviliðs. Skrifstofustjóra verði falið að ganga frá honum.
  Bæjarráð - 589 Samþykkt samhljóða.

 • Lögð fram fundargerð 2. fundar starfshóps um grunnskólalóð, frá 19. maí 2022, til afgreiðslu, ásamt hugmyndum grunnskólabarna úr vinnu með lóðina. Bæjarráð - 589 Starfshópurinn mun halda áfram sinni vinnu með skipulagsfulltrúa með það í huga að forgangsraða verkefnum. Óskað er eftir tillögum fljótlega.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 589 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 19. maí sl.

4.Bæjarráð - 590

Málsnúmer 2207001FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • Bæjarráð - 590 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 2202005 Greitt útsvar 2022
  Bæjarráð - 590 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2022.

  Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,2% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • 4.3 2207015 Launaáætlun 2022
  Bæjarráð - 590 Lagt fram yfirlit yfir stöðu á útgreiddum launum og launaáætlun.

  Bæjarstjóri fór yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum.

  Raunlaun eru undir áætlun.


 • Bæjarráð - 590 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 4.5 2207002F Skólanefnd - 163
  Bæjarráð - 590 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 163. fundar skólanefndar.
 • 4.6 2206003F Hafnarstjórn - 1
  Bæjarráð - 590
 • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

  Bæjarráð - 590 Ólafur fór yfir helstu viðfangsefni á verksviði íþrótta- og tómstundafulltrúa, en stofnað var til þessarar nýju stöðu í ágúst 2021 og tók Ólafur til starfa í nóvember sl. Starfið er enn í mótun og verður það áfram, a.m.k. næsta árið.

  Ólafur sagði að mestur tími hafi farið í að læra á sundlaugina og allt sem henni fylgir, kynnast fólki og mynda tengsl við bæjarbúa, skóla og félagasamtök. Starfsmannamál hafa verið tímafrek eins og víða um landið og hefur mikill tími farið í að leita eftir starfsfólki og manna störf til að geta haldið úti þjónustu. Á næstunni verður ný íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins kölluð saman til fyrsta fundar. Ennfremur verður leitað eftir fulltrúum í ungmenna- og öldungaráð á næstunni.

  Viðhald og framkvæmdir:
  Ólafur sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sundlaug og íþróttahúsi. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar í baðklefum og á aðstöðu þar, á lögnum og í lagnakjallara, afgreiðslan var tekin í gegn að hluta og þarf að ljúka því verki í haust/vetur. Í stúku íþróttahúss voru útveggir málaðir, geymslur endurskipulagðar o.fl. Gengið hefur verið í að laga atriði sem gerðar voru athugasemdir við í úttekt eldvarnaeftirlits.

  Frumhönnun anddyris íþróttahúss:
  Snemma í vor fór fram vinna með arkitekt að því að frumhanna nýtt anddyri við íþróttahúsið. Byggingarfulltrúi heldur utan um þá vinnu f.h. bæjarins, en íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur að því verkefni. Fram fór gróf þarfagreining og hafa hugmyndir verið í mótun. Þörf er á að auka rými fyrir gesti hússins, bæta starfsmanna- og vaktaðstöðu, salernismál o.fl. Tengja þarf vinnuna við ýmsa aðra þætti, s.s. fyrirhuguð orkuskipti fyrir íþróttahús/sundlaug/grunnskóla, hugmyndir um endurgerð gufubaðsaðstöðu, þarfir tjaldsvæðis o.fl.

  Tómstundastarf:
  Undir íþrótta- og tómstundafulltrúa heyra tómstundir barna og ungmenna, og eldri íbúa að hluta, og sagði Ólafur frá því helsta.

  Hann sagði frá starfi í félagsmiðstöð unglinga sl. vetur, frá starfsmannamálum, ferðalögum og fræðslu. Félagsmiðstöðin hefur haft aðstöðu í miðrými grunnskólans og til boða hefur verið að nýta annað húsnæði eftir þörfum og óskum, s.s. íþróttahús, rými í tónlistarskóla, heimilisfræðistofu, Sögumiðstöð, samkomuhús o.fl.

  Ólafur og Björg sögðu frá því að Grundarfjarðarbær hafi á dögunum fengið 2 milljónir króna í styrk frá Barnamenningarsjóði til listastarfs með börnum í sumar og haust.

  Sumarnámskeið barna stóðu í þrjár vikur í júní og síðari hlutinn verður í ágúst, í eina og hálfa viku. Þau eru fyrir börn fædd 2010-2016. Eglé Sipaviciute er umsjónarmaður námskeiðsins og þemað í ár er listsköpun og leikir. Yfir 20 börn tóku þátt í júníhutanum. Í ágúst eiga Eldhamra-börnin kost á að taka þátt í námskeiðinu og þá munum við þurfa fleiri aðstoðarmenn.

  Kofasmiðja, smíðanámskeið fyrir börn, var haldið í tvær vikur í júní, undir stjórn Togga, Thors Kolbeinssonar. Um 13 krakkar úr 4.-6. bekk sóttu námskeiðið, sem haldið var á svæðinu innan girðingar gömlu spennistöðvarinnar efst við Borgarbraut.

  Í ágústmánuði verður „vegglistanámskeið“, þar sem Dagný Rut Kjartansdóttir mun leiða börn og ungmenni í myndlistartengdri dagskrá. Dagný er nýútskrifuð sem myndlistarkennari og tekur til starfa í grunnskólanum í ágúst nk. Ætlunin er að fara í skapandi vinnu við að gera vegglistaverk víða í bænum og verður þetta kynnt á allra næstu dögum.

  Valdís Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnuskóla bæjarins og lýkur vinnunni á morgun, eftir fimm vikna törn. Alls hafa um 14 krakkar úr 7. til 10. bekk verið í vinnuskólanum og hefur gengið mjög vel. Krakkarnir hafa unnið vel í að þrífa og gróðurhreinsa opin svæði í bænum ásamt því að fá ýmsa fræðslu. Þau hafa sótt námskeið í vinnuvernd en forvarnafulltrúi VÍS kom með góðan fræðslufund fyrir þau og sláttugengið, eldri unglingana í sumarstörfum hjá bænum. Krakkarnir fengu fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliðsstjóra, um umhverfismál í víðu samhengi frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, þau fóru í vinnuheimsókn á golfvöllinn og „vinnustaðaheimsókn“ á höfnina og fylgdust þar með löndun úr Hring SH og hafnarstjóri sagði frá ferli fisksins úr hafi og á markaði.

  Ólafur kemur ennfremur að tómstundastarfi eldri borgara, en mikill og vaxandi kraftur er í starfinu. Bærinn hefur aðkomu að heilsueflingu 60 ára og eldri og hefur Ólafur verið í samskiptum við Ágústu og Rut þjálfara, sem og fulltrúa Félags eldri borgara vegna starfsins. Félagsstarf með eldri íbúum, Rauða kross deildinni og fleirum hefur tengingu við bæinn. Olga Aðalsteins hefur haldið utan um starf í Sögumiðstöðinni og undirbúið „miðvikudags-hittinga“ í Sögumiðstöðinni og verið tengiliður við félögin um starfið.

  Félög og samtök:
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur einnig átt fund með flestum íþróttafélögum í bænum. Hann telur mikilvægt að fara í vinnu við að gera samning við helstu félögin í bænum og að beiðni bæjarstjórnar sl. vetur vann hann að undirbúningi samnings við UMFG með formanni/stjórn félagsins. Bæjarráð ræddi um að gott væri að ljúka þeirri samningsgerð samhliða fjárhagsáætlunarvinnu í haust og aðra samninga í framhaldi af því.

  Barnvænt sveitarfélag
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi er umsjónaraðili og tengiliður vegna fyrirhugaðrar vinnu bæjarins við að gerast barnvænt sveitarfélag, en skrifað var undir samning um það í mars sl. Ólafur hefur sótt fræðslu og undirbúningsfundi. Ljúka þarf sem fyrst við að skipa ungmennaráð bæjarins, en úr því koma fulltrúar barna og ungmenna inn í stýrihóp verkefnis um barnvænt sveitarfélag. Fara þarf á fullt í verkefninu í haust og verður fyrsta viðfangsefnið fræðsla um réttindi barna sem allir starfsmenn sveitarfélagsins þurfa að fá.

  Ólafi var að lokum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar, og vék hann hér af fundi.
 • Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) dags. 22. júní 2022 vegna ársreiknings 2021. Bréfið er staðlað bréf sem sent var til 43 sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða.

  Jafnframt lögð fram samantekt frá Deloitte, endurskoðendum bæjarins, sem sýnir stöðu fjárhagslegra viðmiða bæjarins.

  Bæjarráð - 590 Samkvæmt samantektinni uppfyllir Grundarfjarðarbær öll viðmið fyrir samstæðu A- og B-hluta og flest viðmið vegna A-hluta.

  Frávik vegna A-hlutans eru þrjú:
  - A-hlutinn er undir viðmiðum hvað varðar framlegð sem hlutfall af tekjum, sem var 9,61% árið 2021 en ætti ekki að vera undir 10%.
  - Samanlögð rekstrarniðurstaða A-hluta á síðustu þremur árum ætti að vera yfir núllinu, en er neikvæð um rúmar 5,6 millj. kr.
  - Veltufé frá rekstri sem hlutfall á móti afborgunum lána og skuldbindinga A-hluta ætti að vera 1, en er 0,6.

  Ofangreint verður haft til hliðsjónar í vinnu við fjárhagsáætlun á komandi hausti.

 • Bæjarráð - 590 Ákvörðun um að taka lán í samræmi við fjárhagsáætlun ársins hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið verði tryggt með veði í tekjum sveitarfélagsins:

  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi, í umboði bæjarstjórnar, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 160.000.000,- til allt að 13 ára.
  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur bæjarins og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
  Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru upphaflega vegna framkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
  Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram tillaga um starfsreglur um sérkennslu og stuðning, til afgreiðslu bæjarráðs, ásamt minnispunktum um vinnu sem farið hefur fram hjá skólastjórnendum með Ásgarði, skólaráðgjöf, síðustu mánuði.

  Tillagan var tekin til afgreiðslu á 163. fundi skólanefndar þann 4. júlí sl. og voru reglurnar samþykktar af skólanefnd.
  Bæjarráð - 590 Starfsreglur um stuðning og sérkennslu samþykktar samhljóða.

 • 4.11 2207023 Skólastefna
  Gerð er tillaga um að hefja vinnu við endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar, en núverandi skólastefna er frá árinu 2014.
  Sett verði ný menntastefna sem taki til allra skólastiga sem rekstur og starfsemi bæjarins nær til. Byggt verði m.a. á þeirri vinnu sem fram hefur farið með leikskólanum undanfarna mánuði.

  Bæjarráð - 590 Bæjarstjóra verði falið að undirbúa þessa vinnu og leita eftir verðtilboðum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram beiðni frá Hörpu Dögg Bergmann Heiðarsdóttur um styrk vegna ferðar með landsliðshóp til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í hestaíþróttum. Mótið verður haldið á Álandseyjum 9.-14. ágúst nk.
  Bæjarráð - 590 Bæjarráð veitir Hörpu Dögg styrk sem nemur flugfargjaldi vegna tveggja utanlandsferða í tengslum við landsliðsverkefni í hestaíþróttum, samtals að fjárhæð 90.000 kr.

  Bæjarráð óskar Hörpu Dögg góðs gengis.

  Samþykkt samhljóða.

 • Lagður fram tölvupóstur sviðsstjóra Áfangastaða- & markaðssviðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 30. júní sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu áfangastaðafulltrúa hvers sveitarfélags á Vesturlandi.

  Bæjarstjóri hefur verið áfangastaðafulltrúi síðustu fjögur ár.

  Bæjarráð - 590 Lagt til að bæjarstjóri verði áfram áfangastaðafulltrúi fyrir hönd bæjarins.

  Samþykkt samhljóða.

 • Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 23. júní sl. um kynningu á drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um væntanlega áætlun.

  Umsagnarfrestur er til 1. september nk.

  Bréfið hefur einnig verið lagt fram til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Bæjarráð - 590 Bæjarráð stefnir að því að afgreiða umsögn um drögin, að lokinni umfjöllun um áætlunina í skipulags- og umhverfisnefnd.

 • Lögð fram beiðni Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um staðsetningu ökutækjaleigu, sbr. tölvupóst dags. 6. júlí 2022.

  Fyrir liggur álit skipulagsfulltrúa frá í gær. Þar kemur fram að umhverfis- og skipulagssvið geri ekki athugasemd við að starfsleyfi verði veitt fyrir rekstri ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki á lóð nr. 3 við Ártún enda sé starfsemin í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.
  Bæjarráð - 590 Bæjarráð tekur undir álit skipulagsfulltrúa og gerir ekki athugasemd við staðsetningu fastrar starfsstöðvar ökutækjaleigu á umræddri lóð. Næg bílastæði og góð aðkoma er við Ártún 3, en þar er rekin vélsmiðja og bílaverkstæði. Rekstur ökutækjaleigu með einn bíl hefur ekki áhrif á aðliggjandi starfsemi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram til kynningar mánaðarleg skýrsla Þjóðskrár Íslands um Grundarfjarðarbæ, fyrir júlí 2022.

  Bæjarráð - 590
 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar samningur vegna styrks úr Mannauðssjóði Samflots bæjarstarfsmanna. Styrkurinn er veittur til gerðar fræðsluáætlunar fyrir bæinn. Símenntun Vesturlands aðstoðar Grundarfjarðarbæ við gerð áætlunarinnar.

 • Lagt fram til kynningar minnisblað Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um almenningssamgöngur á Snæfellsnesi ásamt vinnugögnum og tillögu frá VSÓ ráðgjöf, sem unnið hefur verið með.

  Bæjarráð - 590 Á vegum SSV fór fram skoðun á möguleikum þess að sameina akstur almenningssamgangna, skólaaksturs Fjölbrautaskóla Snæfellinga og tómstundaaksturs á svæðinu. VSÓ vann þá skoðun fyrir SSV í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi og FSN.

  Bæjarráð telur að hér sé um að ræða mjög jákvætt verkefni og felur bæjarstjóra að vinna áfram að því í samvinnu við nágrannasveitarfélögin og aðra samstarfsaðila.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.
 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar fundargerð 126. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) sem haldinn var 15. júní sl.

  Bæjarstjóri sagði frá umræðum í stjórn FSS um húsnæðismál Smiðjunnar í Ólafsvík.
 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 20. júní sl.
 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson um ljósmyndun 2022.
 • Sambærilegur samningur hefur verið gerður við sama aðila síðustu árin.
  Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar samningur við Bongó vegna afnota af Sögumiðstöð sumarið 2022.
 • Bæjarráð - 590 Lagt fram til kynningar bréf Logos um uppsögn Ríkiseigna á afnotum af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri m.v. núverandi afmörkun jarðarinnar, eins og það er orðað í bréfi Ríkiseigna dags. 3. nóv. 2021.

  Framkvæmdasýslan Ríkiseignir er viðtakandi bréfsins frá Logos og afrit er sent bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar til kynningar.

 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2021.
 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar starfsskýrsla UMFG fyrir tímabilið maí 2021 - maí 2022.
 • Bæjarráð - 590 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV; 166. fundar sem haldinn var 26. janúar sl., 167. fundar sem haldinn var 2. mars sl. og 168. fundar sem haldinn var 1. júní sl.
 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs fyrir árin 2020-2021.

 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) fyrir árið 2021.
 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 16. mars sl.
 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar tölvupóstur 5. júlí 2022 frá Ferðamálastofu, þar sem kynntur er lengri umsóknarfrestur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

  Ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.
  Einnig á að lengja þann frest sem umsækjendur hafa til að sækja um.
  Markmiðið með breytingunni er að auka svigrúm þeirra sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og auðvelda þeim að undirbúa framkvæmdir í tíma.

  Fram kemur að stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í sjóðinn í lok ágúst nk. og að frestur verði sex vikur í stað fjögurra áður, þ.e. umsóknarferlið nái fram í byrjun október.

 • Til kynningar Bæjarráð - 590 Lagt fram til kynningar bréf Hafnasambands Íslands dags 23. júní 2022 um boðun á hafnasambandsþing 2022. Þingið verður haldið 27. og 28. október nk. í Ólafsvík.
 • Bæjarráð - 590 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þ.e. 910. fundar sem haldinn var 20. maí sl. og 911. fundar sem haldinn var 23. júní sl.
 • Bæjarráð - 590 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí sl. þar sem tilkynntur er framboðsfrestur til formanns sambandsins.

  Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins og verður formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.
  Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins.

  Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og hefst kosningin 15. ágúst og stendur í tvær vikur. Úrslit skulu kynnt þegar þau liggja fyrir.
 • Bæjarráð - 590 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2021.
 • Bæjarráð - 590 Lagður fram til kynningar ársreikningur Landskerfa bókasafna vegna ársins 2021, ásamt gildandi samþykktum og fundarboði um aðalfund, en hann var haldinn 29. júní sl.

5.Bæjarráð - 591

Málsnúmer 2207004FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • 5.1 2202026 Framkvæmdir 2022
  Bæjarráð - 591 Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

  Fundurinn hófst með því að skoðaðar voru framkvæmdir sem farið hafa fram við húsnæði grunnskóla og íþróttahúss.

  Búið er að breyta neðra anddyri grunnskóla, gera það bjartara og rúmbetra, og setja sjálfvirka rennihurð í stað tveggja þungra, eldri hurða. Verið er að gera við þak á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, en eitt tilboð barst í það verk. Skoðað var ástand á útveggjum íþróttahúss, hliðinni sem snýr út í sundlaugargarð.

  Fundarfólk fór síðan aftur yfir í Ráðhús Grundarfjarðar. Eftirfarandi var rætt:

  Ekkert tilboð barst í opnu útboði á utanhússviðgerð á íþróttahúsi. Fyrirséð er því að ekki verður farið í þá framkvæmd á árinu. Lagt til að verkið verði boðið út að nýju síðar í haust eða vetur, verktími verður þá á næsta ári og að verklok verði 31. ágúst 2023.

  Umræður um aðrar viðgerðir. Í samræmi við umræður á fundinum er byggingarfulltrúa falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapast til að fara í.

  Samþykkt samhljóða.

  Jafnframt rætt um orkuskipti vegna sundlaugar og húsnæðis grunnskóla og íþróttahúss, sem eru í undirbúningi en bærinn hefur fengið styrki úr Orkusjóði til verksins. Hönnunarvinna er í gangi vegna nýs anddyris við íþróttahúsið, en hún mun einnig taka mið af því að orkuskipti eru framundan.

  Aðrar framkvæmdir í gangi eru þakskipti á eldri hluta Samkomuhúss, búið er að mynda fráveitulagnir í stórum hluta bæjarins og unnið er að frágangi brunna/fráveitu við nýbyggingu á Grundargötu 12-14. Endurnýjaður var hluti girðingar við leikskóla, nýr háfur settur upp í eldhús leikskólans og ýmsar endurbætur gerðar á húsnæði skólans.

  Að Grundargötu 30 er viðgerð lokið á skrifstofu og unnin voru frumdrög að skrifstofurými/samvinnurými sem bæjarstjórn tók afstöðu til sl. vor. Einnig voru keypt skrifborð og skilrúm til að geta boðið uppá betri aðstöðu í rýminu.

  Í Sögumiðstöð vinnur byggingarfulltrúi að grófri kostnaðaráætlun fyrir þau verkefni sem eftir eru.

  Í ár er skipt um led-perur í hluta af ljósastaurum í þéttbýli.
 • Bæjarráð - 591 Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Lögð fram til kynningar drög byggingarfulltrúa að gjaldskrá vegna efnistöku úr námum Grundarfjarðarbæjar.

  Farið yfir fyrri bókanir og stefnumörkun bæjarstjórnar um efnistöku í námum bæjarins og drögin.

  Til frekari afgreiðslu síðar.
  Bókun fundar Tók máls tóku JÓK, LÁB og SGG.
 • 5.3 2207034 Snjómokstur
  Bæjarráð - 591 Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss (gegnum síma), sátu fundinn undir þessum lið.

  Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur síðustu ár, auk kostnaðar við snjómokstur á fyrri hluta árs 2022.

  Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðasta vetrar, en bæjarstjórn ákvað í september 2021 að fela bæjarstjóra og verkstjóra áhaldahúss að kanna með að semja beint við verktaka og að þeir ynnu saman að mokstri. Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um.

  Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðasta vetrar. Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 591 Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar í janúar 2022, er hér formlega bókuð afgreiðsla:

  Lagt til að sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 verði samþykkt af hálfu Grundarfjarðarbæjar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 591 Lögð fram tillaga Hafsteins Garðarssonar um kolefnisjöfnun Grundarfjarðar með gróðursetningu trjáa ofan byggðar.

  Bæjarráð þakkar Hafsteini fyrir gott erindi.

  Í aðalskipulagi 2019-2039 er gert ráð fyrir útivistarkraga ofan þéttbýlis. Þar segir m.a. eftirfarandi í skilmálum fyrir reitinn:

  "Unnið verði heildarskipulag fyrir útivistarkragann sem miðar að því að skapa skjól með trjárækt og öðrum gróðri og bæta útivistaraðstöðu með stígum, bekkjum og annarri aðstöðu sem hæfa þykir.
  Haldið verði áfram með frekari skógrækt ofan byggðarinnar suður og austur af núverandi skógræktarsvæði, þ.e. Hjaltalínsholti, Hellnafellum og Ölkeldudal."

  Þar segir einnig:
  "Markmiðið ræktunar er að auka skjól fyrir byggðina og gera aðlaðandi útivistarsvæði sem verði opið fyrir íbúa og gesti. Ræktun skal haga þannig að svæðið nýtist almenningi til útivistar. Plöntuval taki mið af náttúru svæðisins og ræktun falli vel að landslagi og umhverfi. Svæðið sé í góðu samhengi við núverandi skógræktarsvæði og við skíðasvæði, bæði núverandi og fyrirhugað svæði ofar í hlíðunum. Á Grafarlandi verði áfram hefðbundin landbúnaðarnot eins og verið hafa af hálfu eigenda/ábúenda Grafarbæja, en við mótun heildarskipulags fyrir útivistarkragann verði kannað verði hvort og
  hvernig megi opna svæðið að hluta fyrir almenna útivist."

  Sjá nánar skilmála fyrir OP-5, bls. 67 í greinargerð:
  https://www.grundarfjordur.is/static/files/Byggingarfulltrui/Ask_2019_2039/ask-grundarfj-greinargerd-vefutg.pdf

  Lagt til að tillögu verði vísað til umræðu/umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Skoðað verði með áfangaskiptingu, sem geri kleift að hefjast handa sem fyrst.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 591 Lagður fram tölvupóstur frá Halli Pálssyni að Naustum með beiðni um yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna óskar hans um að kaupa land jarðarinnar Naustar, 351 Grundarfirði.

  Í bæjarráði og bæjarstjórn árið 2015 var tekið fyrir sambærilegt erindi og send umsögn.

  Eftirfarandi umsögn bæjarráðs er í samræmi við fyrri afgreiðslu:

  Hallur Pálsson hefur fasta búsetu og lögheimili að Naustum og hefur haft í allmörg ár. Þar hefur hann verið með búskap. Búskapurinn hefur verið hefur athugasemdalaus, svo vitað sé.

  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að Hallur Pálsson kaupi jörðina og húsakost með.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 591 Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Lagt fram yfirlit yfir olíukostnað sundlaugar og íþróttahúss 2016-2021. Rætt um stöðu íþróttamannvirkja og rýnt í tölur sem sýna aukinn kostnað vegna hækkana á olíuverði að undanförnu.
 • Bæjarráð - 591 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 5.9 2202005 Greitt útsvar 2022
  Bæjarráð - 591 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 10,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • 5.10 2208008 Rekstraryfirlit 2022
  Bæjarráð - 591 Lagt fram og farið yfir sex mánaða rekstraryfirlit janúar-júní 2022.
 • 5.11 2207003F Menningarnefnd - 34
  Bæjarráð - 591 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 34. fundar menningarnefndar.
 • Bæjarráð - 591 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Bæjarráð - 591 Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands með lykiltölum fyrir Grundarfjarðarbæ.
 • Bæjarráð - 591 Lagt fram til kynningar ráðningarbréf við Deloitte vegna persónuverndarfulltrúa 2022.
 • Bæjarráð - 591 Lögð fram til kynningar skýrsla Motus um innheimtuárangur.
 • Bæjarráð - 591 Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 1. júlí sl.
 • Bæjarráð - 591 Lögð fram til kynningar eyðublöð og leiðbeiningar Barna- og fjölskyldustofu um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
 • Bæjarráð - 591 Lagður fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
 • Bæjarráð - 591 Lögð fram til kynningar frá SSV bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um heilsugæslu.

  Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 591 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
 • Bæjarráð - 591 Lagður fram til kynningar leigusamningur við Gallerí Grúsk um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2022.
 • Bæjarráð - 591 Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins um viðauka reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna breytingar á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 239

Málsnúmer 2208001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarleyfi fyrir 808 m2 geymsluhúsnæði við Ártún 4 (umsókn dags. 29.08.2022). Jafnframt óskar umsækjandi eftir viðbrögðum nefndarinnar varðandi mögulega deiliskipulagsbreytingu sem tekur til færslu á byggingarreit og frávik frá skilmálum um þakhalla og vegghæð.

  Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er lóðin 2932 m2, byggingarreiturinn 880 m2 og nh 0,3. Aðrir skipulagsskilmálar eru: bundin byggingarlína, vegghæð 3,3-4,95 m, gluggar á norðurhlið að lágmarki vera 5% af veggfleti, frjálst þakform með lágmarksþakhalla 15° og n-s mænisstefnu og litaval í samræmi við leiðbeinandi litaval. Jafnframt skal gera grein fyrir bílastæðum á lóð, stæðum fyrir fatlaða og aðgegni að fullnægjandi aðstöðu til sorpgeymslu á lóð.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi samræmist ekki skilmálum í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið og því er ekki unnt að samþykkja hana að óbreyttu.

  Nefndin tekur hinsvegar fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn Múr og steypu slf. dags. 16. ágúst 2022, um parhúsalóð við Fellabrekku 11-13. Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Múr og steypu slf. um parhúsalóð við Fellabrekku 11-13. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn frá Tómasi Ellert Tómassyni dags. 24. ágúst 2022, um lóðir við Fellabrekku 7-9 og 11-13. Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Tómasar Ellerts Tómassonar um lóð nr. 7-9 við Fellabrekku. Lóð nr. 11-13 er nú þegar í úthlutunarferli hjá öðrum lóðarumsækjanda. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn Múr og steypu slf., dags. 16. ágúst 2022, um 15 bil á metralóð við Hjallatún 6b á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár ásamt fyrirspurn um möguleika á að breyta deiliskipulagi lóðanna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Múr og steypu slf. um 15 bil á lóð nr. 6b við Hjallatún.

  Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting teljist veruleg sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa tillögu að slíkri breytingu.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lagt fram til kynningar minnisblað frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta frá 22. ágúst 2022 um endurskoðun á deiliskipulagi hluta iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

  Framlagt minnisblað var unnið að beiðni umhverfis- og skipulagsviðs í framhaldi af umræðu í nefndinni 12. apríl s.l. og samþykkt bæjarstjórnar þann 3. maí s.l. þar sem samþykkt var að fela nefndinni og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið. Bæjarstjórn óskaði eftir tillögu um umfang, tímaramma og kostnað.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í tillögu að verk- og kostnaðaráætlun hvað varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að endurskoðun deiliskipulagsins á þessum grunni og miðað við að verklok verði eigi síðar en vorið 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að unnið verði að endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á þeim grunni sem fram kemur í framlagðri tillögu að verk- og kostnaðaráætlun.


 • Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa á auglýsingartíma breytingartillögunnar.

  Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60 ára og eldri vestan við Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7.

  Breytingartillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2022 og var haldið opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

  Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar, Setbergssóknar, Skógræktarfélags Grundarfjarðarbæjar og Veitna.

  Á auglýsingartímanum bárust tvær umsagnir (Veitum og Sóknarnefnd Setbergssóknar) og fjórar athugasemdir frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum (íbúum við Fagurhól 3 og 5, Hellnafelli 8, Fellasneið 14 og Fellasneið 22). Að auki er reiknað með að viðbótarathugasemdir berist frá einum framangreindra aðila, á grunni viðbótargagna sem óskað var eftir og voru send út í dag 30. ágúst.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd mun á næsta fundi sínum fara yfir og afgreiða svör við framkomnum athugasemdum og umsögnum, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Fyrirspurn barst um hvort stofna mætti lóð á svæði neðst í botnlanga við Grundargötu, n.t.t. neðan við Grundargötu 58, með byggingu lítils íbúðarhúss í huga. Fráveitulögn liggur í gegnum þennan reit.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Farið var yfir gildandi Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og umrætt svæði skoðað.
  Í aðalskipulagsvinnunni sem lauk með tillögu 2019, kom umrætt svæði til skoðunar og umræðu. Þá var tekin sú afstaða að skipuleggja ekki lóð þar. Í ljósi erindisins/fyrirspurnarinnar ræddi nefndin um að eftirspurn gæti verið eftir nýjum lóðum við sjávarsíðuna. Lóðirnar Grundargata 82 og 90 eru í slíkum botnlöngum, en auk þess er í aðalskipulagi gert ráð fyrir að íbúðarbyggð geti teygt sig enn lengra til vesturs, út fyrir ysta botnalanga Grundargötu.

  Tillaga um að stofna lóð á umræddu svæði var borin upp á fundinum og var ekki samþykkt með þremur atkvæðum (BS, DM, og SG) á móti einu (EE). Einn fundarmanna sat hjá (HH).

  Meirihluti nefndarmanna leggur áherslu á að staðið sé við ákvarðanir sem teknar voru í Aðalskipulagi.

  Bókun:
  EE er þeirrar skoðunar að þarna gæti orðið góð byggingarlóð.
  Bókun fundar Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðir vestast í reitnum ÍB-4, þ.e. vestan við húsin á Grundargötu.

  Til máls tóku JÓK, GS, BS, BÁ, LÁB, ÁE og SG.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja skoðun á því að bæta við lóðum vestast á Grundargötu, eins og fram kemur í framlögðu minnisblaði skipulagsfulltrúa/sviðsstjóra.

  Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna að forathugun um málið og leggja fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og síðar bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð óskaði eftir umsögn/umræðu nefndarinnar um drög að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun Snæfellsjökulsþjóðgarðs, sem nú er opin til umsagnar.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
 • Erindi sent frá bæjarráði, með ósk um umræðu og umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

  Í bókun bæjarráðs, sem er meðfylgjandi, var vísað í markmið og skilmála Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, um svæðið OP-5, sem er útivistarkragi ofan byggðar.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hafsteini fyrir erindið.

  Á fundinum var farið yfir umfjöllun í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um svæðið OP-5, sem er "útivistarkragi ofan byggðar", og ÍÞ-3, sem er skíðasvæði undir Eldhömrum.

  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og SGG.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Örstutt skýrslugjöf um fyrri hluta umhverfisrölts og rætt um síðari hlutann. Skipulags- og umhverfisnefnd - 239 Nefndin þakkar umhverfis- og skipulagssviði og bæjarstjóra fyrir að boða til umhverfisrölts með íbúum Grundarfjarðar og þakkar íbúum fyrir góða mætingu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 239

7.Kosning í nefndir og stjórnir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205028Vakta málsnúmer

Kosning tveggja fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Lagt til að Davíð Magnússon og Signý Gunnarsdóttir verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í nefndinni. Þau eru jafnframt fulltrúar í skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.

8.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn, ásamt viðaukum um afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.

Jafnframt lögð fram erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar með breytingum.

Viðaukar við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktir samhljóða.

Erindisbréf samþykkt samhljóða.

9.Ráðningarsamningur bæjarstjóra

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lagður fram og kynntur ráðningarsamningur við bæjarstjóra, sbr. afgreiðslu síðasta bæjarstjórnarfundar.

BÁ vék af fundi undir þessum lið.

Ráðningarsamningur samþykktur með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, SGG). Tveir sátu hjá (GS, LÁB).

BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.

10.Grundarfjarðarbær - Um þjónustu HVE í Grundarfirði

Málsnúmer 2203025Vakta málsnúmer

Í framhaldi af fyrri bókunum bæjarstjórnar um þjónustu HVE í Grundarfirði og fundum fulltrúa bæjarins með stjórnendum HVE og heilbrigðisráðherra sl. vor um læknisþjónustu í Grundarfirði.
Til máls tóku JÓK, SG, ÁE, LÁB og BÁ.

SG, ÁE og BÁ sögðu frá fundi sem þær áttu í gær, hér í ráðhúsinu, með Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni kjördæmisins um stöðuna í læknisþjónustu í Grundarfirði.

JÓK sagði frá fundi fulltrúa bæjarins með heilbrigðisráðherra í apríl sl., en bæjarstjórn hafði óskað eftir samtali við ráðherra um stöðuna.

Bæjarstjórn lýsir enn yfir áhyggjum sínum af stöðu læknisþjónustu í Grundarfirði, þ.e. að ekki hefur tekist að manna stöðu læknis með fullnægjandi hætti í bænum. Bæjarstjórn óskar eftir samvinnu við heilbrigðisráðherra í því skyni að leita nýrra leiða við mönnun læknisþjónustu í bænum og óskar eftir aðkomu þingmanna að málinu. Bæjarstjórn hvetur jafnframt HVE til að sinna viðeigandi upplýsingagjöf á vef sínum þegar um læknaskort er að ræða.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og eiga samskipti við ráðherra og þingmenn um viðeigandi lausnir.

Samþykkt samhljóða.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi um stofnun sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, þess efnis að sveitarfélög sameinist um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt lögð fram drög að samningi, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar auk fylgigagna. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð barnaverndar fyrir 1. október nk.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir þátttöku sína í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu eins og lagt er til í erindinu.

Bæjarstjóra er veitt umboð til að vinna að framgangi málsins sem og við undirbúning og gerð samnings sem enn er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

12.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb.rekstrarl.G.II-The Writer´s Nest, Hrannarstíg 5 og 5b, Grundarf.

Málsnúmer 2205003Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Græna kompanísins ehf., The Writer´s Nest, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, að Hrannarstíg 5 og 5B.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.
SG vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

SG tók aftur sæti sitt á fundinum.

13.Umhverfisstofnun - kynning á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Eldri áætlun tók gildi árið 2010.

Ný áætlun á að gilda til ársins 2031 og er henni skipt í fjóra kafla. Í fyrstu tveimur köflunum eru bakgrunnsupplýsingar um þjóðgarðinn, í þriðja kafla er sett fram stefna og markmið fyrir svæðið og í fjórða kafla eru tilgreindar þær sérreglur um umferð og dvöl sem gilda um hið friðlýsta svæði samkvæmt áætluninni.

Aðgerðaáætlun fyrir þjóðgarðinn gildir til þriggja ára og er uppfærð árlega í samræmi við þriggja ára verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða. Í aðgerðaáætlun eru tilgreindar þær aðgerðir sem farið verður í árlega og aðgerðir sem eru fyrirhugaðar á næstu þremur árum.

Svæði jarðarinnar Hríshóls, 25 ha svæði í landi Gufuskála, bættist við land þjóðgarðsins árið 2021 þegar þjóðgarðurinn var stækkaður.

Grundarfjarðarbæ voru send framlögð drög að stjórnunar- og verndaráætlun til umsagnar.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Samþykkt samhljóða.

14.SSV - Haustþing 2022

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 26. ágúst sl. um haustþing SSV 2022 sem haldið verður 21. og 22. september nk. í Stykkishólmi.
Fylgiskjöl:

15.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 203. fundar sem haldinn var 17. maí sl. og fundargerð 204. fundar sem haldinn var 30. maí sl.

16.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 177. fundar

Málsnúmer 2209008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 177. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem haldinn var 7. september sl., ásamt fylgigögnum.

17.Nýsköpunarnet Vesturlands - Til stofnfjáreigenda Nýsköpunarnets Vesturlands

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Nýsköpunarnets Vesturlands, NýVest, sent 23. ágúst sl., ásamt kynningu á NýVest.

18.Jafnréttisstofa - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 2209012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jafnréttisstofu varðandi landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 15. september nk.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2209010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. ágúst sl. um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:57.