Málsnúmer 2206006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti framlagt tilboð til stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls, sbr. áður veitt umboð til tilboðsgerðar um land úr eignarlandi Fellaskjóls. Fram kom að stjórn Fellaskjóls hefur samþykkt tilboðið.

Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi um land á þessum grunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Þann 17. maí 2022 lagði Grundarfjarðarbær fram kauptilboð í hluta lóðar Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna fyrirhugaðra lóða fyrir sjö raðhús fyrir 60 ára og eldri, á norðvestur hluta lóðarinnar, samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, sem nú er í auglýsingarferli. Stjórn Fellaskjóls hefur samþykkt tilboð bæjarins. Tilboðið er gert með fyrirvara um að þessi deiliskipulagsbreyting (lóðirnar nýju) verði samþykkt.