Málsnúmer 2208015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarleyfi fyrir 808 m2 geymsluhúsnæði við Ártún 4 (umsókn dags. 29.08.2022). Jafnframt óskar umsækjandi eftir viðbrögðum nefndarinnar varðandi mögulega deiliskipulagsbreytingu sem tekur til færslu á byggingarreit og frávik frá skilmálum um þakhalla og vegghæð.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er lóðin 2932 m2, byggingarreiturinn 880 m2 og nh 0,3. Aðrir skipulagsskilmálar eru: bundin byggingarlína, vegghæð 3,3-4,95 m, gluggar á norðurhlið að lágmarki vera 5% af veggfleti, frjálst þakform með lágmarksþakhalla 15° og n-s mænisstefnu og litaval í samræmi við leiðbeinandi litaval. Jafnframt skal gera grein fyrir bílastæðum á lóð, stæðum fyrir fatlaða og aðgegni að fullnægjandi aðstöðu til sorpgeymslu á lóð.
Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi samræmist ekki skilmálum í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið og því er ekki unnt að samþykkja hana að óbreyttu.

Nefndin tekur hinsvegar fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 1. fundur - 30.01.2023

Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarheimild fyrir 800m2 geymsluhúsnæði við Ártún 4, burðarvirki hússins er stálgrindarhús á steyptum grunni.
Á 239 fundi skipulags- og umhverfisnefndar sótti lóðarhafi um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártún 4 þar sem byggingarleyfisumsókn var ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, nefndin tók jákvætt í umsókn um breytingu á deiliskipulagi, á 240 fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin tillögu að óverulegri breytingu sem fór síðan í grenndarkynningu, engar athugasemdir bárust og var óveruleg breyting á deiliskipulagi auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 29 desember 2022.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og samræmist gildandi deilikipulagi.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.