Málsnúmer 2208015Vakta málsnúmer
Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarheimild fyrir 800m2 geymsluhúsnæði við Ártún 4, burðarvirki hússins er stálgrindarhús á steyptum grunni.
Á 239 fundi skipulags- og umhverfisnefndar sótti lóðarhafi um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártún 4 þar sem byggingarleyfisumsókn var ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, nefndin tók jákvætt í umsókn um breytingu á deiliskipulagi, á 240 fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin tillögu að óverulegri breytingu sem fór síðan í grenndarkynningu, engar athugasemdir bárust og var óveruleg breyting á deiliskipulagi auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 29 desember 2022.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.