Málsnúmer 2209003

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 105. fundur - 14.09.2022

Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar
Hlutverk íþrótta- tómstundarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var um að nefndarmenn séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu íþrótta- og tómstundamála í bænum.

Rætt var um verkefni nefndarinnar á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir, hönnun og framkæmdir á þríhyrningi, kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar og frisbígolfvöllurinn.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 106. fundur - 21.11.2022

Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti verkefnalista íþróttafulltrúa og verkefni íþrótta- og tómstundanefndar. Góðar umræður fóru fram um verkefni nefndarinnar.