105. fundur 14. september 2022 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG)
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi setti fund.

Hann bauð nefndarmenn velkomna á fyrsta fund nýrrar íþrótta- og æskulýðsnefndar og bauð nýja fulltrúa sérstaklega velkomna á sinn fyrsta fund, þær Ólöfu og Patrycju.


Gengið var til dagskrár.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns og varaformanns íþrótta- og tómstundarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar lagt fram.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir og að varaformaður nefndarinnar verði Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.

Nýr formaður tók við stjórn fundarins.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2207002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs; Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ.
Íþrótta-og tómstundafulltrúi fór yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa. Hann sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk og verður hann haldinn fljótlega.

3.Fundartími nefnda

Málsnúmer 2205031Vakta málsnúmer

Ákvörðun um reglulegan fundartíma eða heppilega fundardaga nefndarinnar.
Nefndin mun að jafnaði funda á 6-8 vikna fresti. Nefndin telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.

Nefndin ákvað að næsti fundur yrði 12. október kl. 16:30.

Fundir verða að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar kl. 16:30.

4.Verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar

Málsnúmer 2209003Vakta málsnúmer

Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar
Hlutverk íþrótta- tómstundarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var um að nefndarmenn séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu íþrótta- og tómstundamála í bænum.

Rætt var um verkefni nefndarinnar á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir, hönnun og framkæmdir á þríhyrningi, kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar og frisbígolfvöllurinn.

5.Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands. Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2022

Málsnúmer 2209004Vakta málsnúmer

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. - 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. ÍSÍ kallar eftir verkefnum hjá sambandsaðilum víða um land.
Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnt dagskrá síðasta árs.

6.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðs

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

RDB fór yfir hugmyndina og stöðuna á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að kanna hvort Tómas Freyr sem er að vinna myndbandið gæti komið inn á næsta fund til að fara yfir stöðuna á verkefninu.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:15.