106. fundur 21. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) aðalmaður
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð nefndarfólk og gesti velkomna á fundinn. Gengið var til dagskrár.

1.Tilnefningar til Íþróttamanns ársins 2022

Málsnúmer 2211018Vakta málsnúmer

Fram voru lagðar þrjár tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2022 frá íþróttafélögum.
Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

Gestir

  • Garðar Svansson f.h. Golfklúbbsins Vestarrs - mæting: 16:30
  • Guðni Leifur Friðriksson f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar - mæting: 16:30
  • Sigríður G. Arnardóttir f.h. UMFG
  • Jón Pétur Pétursson f.h. Skotgrundar, Skotfélags Snæfellsness - mæting: 16:30
Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

2.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðs

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

Á 104. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var Tómasi falið að setja saman hugmynd að útfærslu á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð, þar sem íþróttum og tómstundum væru gerð skil.
Tómas kynnti fyrstu drög og fóru fram góðar umræður um drögin. Nefndin bað Tómas um að vinna áfram í myndbandinu og koma með lokaútfærslu í lok janúar.


Tómasi var þakkað fyrir hans innlegg og komuna á fundinn.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 17:30

3.Verkefni íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 2209003Vakta málsnúmer

Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti verkefnalista íþróttafulltrúa og verkefni íþrótta- og tómstundanefndar. Góðar umræður fóru fram um verkefni nefndarinnar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.