Málsnúmer 2209024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 592. fundur - 28.09.2022

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2023, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 595. fundur - 18.10.2022

Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2023, samanburði við önnur sveitarfélög, þróun fasteignamats frá árinu 2007 og yfirlit frá Jöfnunarsjóði ef breytingar yrðu gerðar á álagningu fasteignaskatts.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingu fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum fyrir árin 2015 og 2017-2022. Sjá fylgiskjal.

Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um lækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 2% í 1,5% og lækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,2% í 0,19%.

Tillaga að lækkun er gerð í ljósi aðstæðna nú þar sem fasteignamat mun hækka um 21,3% að meðaltali á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 264. fundur - 20.10.2022

Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2023, samanburður við önnur sveitarfélög, þróun fasteignamats frá árinu 2007 og yfirlit frá Jöfnunarsjóði ef breytingar yrðu gerðar á álagningu fasteignaskatts. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingu fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum fyrir árin 2015 og 2017-2022.

Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um lækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 2% í 1,5% og lækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,2% í 0,19%.

Bæjarráð gerir tillögu að lækkun í ljósi aðstæðna nú þar sem fasteignamat mun hækka um 21,3% að meðaltali á árinu 2023.

Allir tóku til máls.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.