592. fundur 28. september 2022 kl. 13:00 - 14:51 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2022. Skv. yfirlitinu hækkaði greitt útsvar um 10,1% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Rekstraryfirlit 2022

Málsnúmer 2208008Vakta málsnúmer

Lagt fram sex mánaða uppgjör, janúar-júní 2022, niður á helstu tekju- og kostnaðarliði, en sex mánaða uppgjör niður á málaflokka var lagt fram á síðasta bæjarráðsfundi.

4.Tíu ára yfirlit 2012-2021

Málsnúmer 2209019Vakta málsnúmer

Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2012-2021.

5.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 2209026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2022.

6.Álagning útsvars 2023

Málsnúmer 2209023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2023.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

7.Fasteignagjöld 2023

Málsnúmer 2209024Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2023, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

8.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2209025Vakta málsnúmer

Gjaldskrár 2022 liggja fyrir fundinum, en bæjarráð mun í komandi fjárhagsáætlunarvinnu taka ákvörðun um gjaldskrár fyrir næsta ár.
Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2022. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

9.Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2022 vegna fjárhagsáætlunargerðar.

Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 5. október nk.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

10.Framkvæmdir 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa, skv. beiðni bæjarráðs.

Á 591. fundi bæjarráðs þann 25. ágúst sl. var farið í vettvangsferð í grunnskóla og íþróttahús og framkvæmdir skoðaðar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að fresta áætluðum utanhússframkvæmdum (klæðning og fleira) við íþróttahús í ár og lengja framkvæmdatíma útboðs þar að lútandi. Var byggingarfulltrúa í framhaldinu falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við aðrar minni en nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapaðist þar með til að fara í.

Fyrir liggur tillaga frá byggingarfulltrúa um endurbætur innanhúss í anddyri og gangi íþróttahúss, sem og innanhúss á tengigangi milli íþróttahúss og grunnskóla, þ.á m. að fara í gluggaskipti á ganginum. Nýttur verður hluti þeirrar fjárveitingar sem ætlaður var í utanhússklæðningu íþróttahússins.

Tillagan samþykkt samhljóða. Bæjarráð leggur áherslu á að vel sé hugað að efnisvali í anddyri og gangi íþróttahúss, m.a. með tilliti til hljóðvistar og hlýleika.

11.Hrannarstígur 32 - Úthlutun

Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 32 var auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum með hliðsjón af reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara, var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Árdísar Sveinsdóttur. Bæjarráð hafði áður samþykkt úthlutunina gegnum tölvupóst 15. og 16. september sl.

12.Opnunartími sundlaugar

Málsnúmer 2209035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukinn opnunartíma sundlaugar í samræmi við viðveru starfsmanns íþróttahúss. Jafnframt að bætt verði við opnunartíma á sunnudögum. Fyrir fundinum lágu gögn um áætlaðan heildarlaunakostnað við mögulega sunnudagsopnun í október-desember 2022 og fyrir vetrarmánuði 2023 auk rekstraryfirlits íþróttahúss og sundlaugar jan.-ágúst 2022.

Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma sundlaugar þegar starfmaður er til staðar í húsinu, en leggur ekki til sunnudagsopnun að sinni.

Samþykkt samhljóða.

13.Félag atvinnurekenda - Áskorun

Málsnúmer 2209028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningu fasteignagjalda vegna mikillar hækkunar fasteignamats.

14.Þjóðskrá Íslands - Skýrsla fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2202014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands fyrir Grundarfjarðarbæ.
Skv. skýrslunni hefur Grundfirðingum fjölgað um fjóra síðan 1. desember sl.

15.FSN - Skólaakstur haustönn 2021 og vorönn 2022

Málsnúmer 2209005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga varðandi kostnað við skólaakstur á haustönn 2021 og vorönn 2022. Kostnaður Grundafjarðarbæjar vegna skólaaksturs FSN á síðasta skólaári nam 579.796 kr.

16.Slökkvilið Grundarfjarðar - Samningur við Vegagerð

Málsnúmer 2209015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur Vegagerðarinnar við Slökkvilið Grundarfjarðar um hreinsun vettvangs á og við þjóðvegi í sveitarfélaginu í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast hreinsunar.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ráðstefna 7. okt - Samtaka um hringrásarhagkerfi - réttur farvegur til framtíðar

Málsnúmer 2209029Vakta málsnúmer


Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga með dagskrá ráðstefnu um átakið Samtaka í hringrásarhagkerfi, sem haldin verður 7. október nk.

18.Nýsköpunarnet Vesturlands - Fundur þróunarsetra, samvinnurýma, FAB LAB og skóla á Vesturlandi

Málsnúmer 2209031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Nýsköpunarnets Vesturlands (Nývest) um fund þróunarsetra, samvinnurýma, FAB LAB og skóla á Vesturlandi, sem haldinn verður 17. október nk., ásamt kynningu á Nývest.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:51.