Málsnúmer 2211005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 597. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 10,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • .3 2209025 Gjaldskrár 2023
    Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu bæjarins og foreldra.

    Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit.

    Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  • Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2023 og samantekið yfirlit þeirra ásamt greinargerðum.
    Bæjarráð - 597 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs.

    Samþykkt samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  • Framlög samþykkt af fulltrúaráði Svæðisgarðsins 8. nóv. 2022.
    Verður fært inní fjárhagsáætlunardrögin.
    Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir áætluð framlög sveitarfélaga til Svæðisgarðsins árið 2023, en áætlunin var samþykkt af fulltrúaráði Svæðisgarðsins þann 8. nóvember sl.

    Einnig lögð fram fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 17. október sl.
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi, var gestur fundarins. Einnig Kristín Þorleifsdóttir sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi í fjarfundi.
    Bæjarráð - 597 Farið yfir fjárfestingatillögur með Fannari og Kristínu og þær kostnaðaráætlanir sem fyrir liggja um fasteignir og verklegar framkvæmdir.

    Eftir að þau yfirgáfu fundinn var farið yfir drög að launaáætlun 2023 og kynntar helstu niðurstöður í fjárhagsáætlun 2023, til frekari úrvinnslu fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk.
  • Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 1. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
    Bæjarráð - 597 Um er að ræða einn sameiginlegan fulltrúa Vesturlands alls og leggur bæjarráð til að erindinu verði vísað til SSV.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 597 Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins dags. 7. nóvember sl., þar sem vakin er athygli á áformum um lagabreytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda, sjá slóð:
    https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3324

    Hægt er að senda umsögn um þær til 23. nóvember nk.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að rýna tillögurnar og leggja drög að umsögn, ef þurfa þykir.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur skrifstofu nefndasviðs Alþingis, dags. 8. nóvember sl., þar sem gefinn er kostur á umsögnum um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál. Frestur til umsagnar er 22. nóvember nk.
    Bæjarráð - 597
  • Lögð fram til kynningar gögn vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Klakks um leyfi bæjarins sem lóðareiganda til sölu á flugeldum í húsnæði sveitarinnar að Sólvöllum 17a. Byggingarfulltrúi, f.h. lóðareiganda, samþykkti að veita Björgunarsveitinni leyfi til sölu flugelda, í samræmi við 31. gr. reglugerðar um skotelda nr. 414/2017.
    Bæjarráð - 597
  • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 597 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2021.