Málsnúmer 2211008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 266. fundur - 15.12.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 167. fundar skólanefndar.
 • Gestir fundarins voru boðnir velkomnir.
  Skólanefnd - 167 Ingibjörg leikskólastjóri sagði frá því hvað væri brýnast í leikskólastarfinu núna. Ingibjörg, Gunnþór og Erla sögðu ennfremur frá vinnu við markvissa uppbyggingu á innra starfi í leikskólanum, en sl. vor byrjaði skólinn að innleiða gæðaviðmið um leikskólastarf. Gæðaviðmið eru eins konar uppskrift að góðu leikskólastarfi sem hver skóli gerir að sínum. Gæðaráð hefur verið skipað, en í því sitja m.a. fulltrúar foreldra og starfsfólks. Gæðaráð kemur m.a. að innra mati á leikskólastarfi.

  Rætt var sérstaklega um inntöku nýrra barna á fyrri hluta næsta árs. Ingibjörg leikskólastjóri sagði frá því að sótt hefur verið um leikskóladvöl fyrir um 10-12 börn sem verða eins árs, á vorönn 2023. Þar er um að ræða umtalsverða fjölgun barna á þessum aldri.
  Rætt var um aðstöðu, mönnun og fyrirkomulag til að mæta þessum umsóknum og fóru Ingibjörg og Gunnþór yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað undanfarið milli skólastjórnenda um leiðir í þessum efnum. Bæjarstjóri sagði frá skoðun á aðstöðumálum og kostnaði.

  Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi vinnu sem miðar að því að geta tekið sem flest eins árs börn inn, í samræmi við óskir foreldra.

  Bæjarstjóri sagði frá því að unnið er að breytingum í eldhúsmálum/mötuneyti leikskólans.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, DM, LÁB og ÁE.
 • Lagt fram erindi foreldraráðs Leikskólans Sólvalla í bréfi dags. 16. nóvember sl. varðandi starfsemi og aðstæður leikskólans.
  Skólanefnd - 167 Rætt um hlutverk foreldraráða, en þau skulu starfa við alla leik-, grunn- og framhaldsskóla. Foreldraráð leikskóla starfar skv. 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.

  Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

  Framlagt bréf nýs foreldraráðs var yfirfarið og efni þess rætt.

  Skólanefnd þakkar foreldraráði fyrir erindið og fyrir áhuga ráðsins á því að "starfa á faglegum nótum með það að markmiði að styðja vel við bakið á leikskólanum", eins og fram kemur í erindinu.

  Bæjarstjóra var falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB og BÁ.
 • Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárfestingaáætlun 2023 fyrir þær stofnanir sem undir skólanefnd heyra, þ.e. húsnæði og lóðir leikskóla og grunnskóla, auk íþróttahúss. Hún kynnti einnig að fjármunir væru áætlaðir í vinnu við endurskoðun skólastefnu/setningu nýrrar menntastefnu, en vinna við hana hefst á nýju ári.

  Fjárhagsáætlun verður afgreidd við 2. umræðu í bæjarstjórn á morgun, 15. desember.

  Skólanefnd - 167
 • Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. október 2022 um úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir skólaárið 2022-2023.

  Námsgagnasjóður hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa´og miðast greiðsla fyrir hvern grunnskóla við fjölda skráðra nemenda. Verja skal úthlutuðum fjármunum til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun og skulu námsgögnin samrýmast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla.

  Árið 2022 hefur Námsgagnasjóður 72,5 millj. kr. til ráðstöfunar og Grundarfjarðarbær fær 156.000 kr. fyrir yfirstandandi skólaár.
  Skólanefnd - 167