Málsnúmer 2211040

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Um áramótin rennur út 75% afsláttur af gatnagerðargjöldum, sem bæjarstjórn samþykkti á 262. fundi sínum þann 9. júní sl. að gilda myndi af tilteknum lóðum út árið, til reynslu.
Til máls tóku JÓK, DM, GS og BS.

Forseti lagði til að framlengdur verði gildistími skilmála sem verið hafa í gildi um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum, fyrir utan lóðirnar Fellasneið 5 og 7 sem verið er að deiliskipuleggja. Lagt til að 50% afsláttarkjör gildi af umræddum lóðum til og með 30. júní 2023, í samræmi við uppfærða skilmála sem hér eru lagðir fram.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lagt fram fylgiskjal með tillögu um að 50% tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjaldi gildi út árið 2023 á tilteknum eldri íbúðarlóðum.



Afsláttur skv. síðustu samþykkt bæjarstjórnar var 50% út júní 2023.



Tillaga um áframhaldandi tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum rædd.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum verði veittur út árið 2023 af tilteknum eldri íbúðarlóðum, sbr. framlagða tillögu.