Málsnúmer 2211041

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Lagt fram bréf Samstöðu bæjarmálafélags með ósk um að markaðs- og atvinnufulltrúi verði ráðinn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

Til máls tóku JÓK, GS, SG, BS, DM, LÁB og BÁ.

Forseti þakkar fyrir tillöguna og leggur til að hún verði kostnaðarmetin og tekin fyrir í bæjarráði fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 598. fundur - 07.12.2022

Á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember sl. var lögð fram tillaga Samstöðu bæjarmálafélags um að markaðs- og atvinnufulltrúi verði ráðinn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2023.
Bæjarstjórn samþykkti að tillagan yrði kostnaðarmetin og tekin fyrir í bæjarráði fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
Lögð fram kostnaðargreining á starfi markaðs- og atvinnufulltrúa. Einnig lagt fram yfirlit yfir styrki sem fengist hafa síðustu ár og upplýsingar frá SSV um þjónustu atvinnuráðgjafa SSV og nýtingu þjónustunnar.

GS reifaði tillöguna og sagðist telja fulla þörf fyrir ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa þar sem það er uppsveifla í sveitarfélaginu. Nýr starfsmaður myndi vinna að atvinnusköpun og markaðssetningu sveitarfélagsins fyrir fyrirtæki og innlenda sem erlenda ferðamenn. Ýmis tækifæri eru á að afla styrkja, innlendis sem erlendis.

SGG sagði að á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi héldu sveitarfélögin úti störfum í atvinnuráðgjöf og starfi menningarfulltrúa, sem m.a. er ætlað að þjónusta fólk sem vill leita eftir stuðningi við stofnun og rekstur fyrirtækja.
Atvinnuráðgjafar á vegum SSV komi reglulega og séu með opna viðtalstíma, auk þess að taka á móti símtölum og bóka fundi ef eftir því er leitað. Nauðsynlegt sé að horfa í það hvernig megi nýta sem allra best þessi störf og þjónustu sem Grundarfjarðarbær kostar, ásamt með öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi til hagsbóta fyrir einstaklinga, frumkvöðla og atvinnulíf á svæðinu.

BÁ sagði að á vegum Svæðisgarðsins Snæfellsness væri einnig unnið að markaðssetningu og svæðismörkun, miklir fjármunir hefðu fengist sem styrkur í "branding" vinnu (mörkun svæðis) og verkefnið yrði kynnt í upphafi komandi árs.

BÁ sagði að breytingar myndu væntanlega verða á næsta ári á starfi í upplýsingamiðstöð o.fl. og að hugsa yrði það í samhengi við markaðsmál.

Rætt um hlutverk menningarnefndar sem hefur skv. erindisbréfi einnig hlutverk sem ráðgefandi nefnd við bæjarstjórn, um markaðsmál.

JÓK velti því upp hvort mæta mætti þörf fyrir vinnu að markaðsmálum með öðrum hætti og hvernig nýta mætti sameiginlega krafta og frumkvæði fólksins í atvinnulífi bæjarins, fulltrúa í nefndum og fleiri, og mögulega kaupa aðstoð að, teljist þörf fyrir það. Hann lagði til að gert yrði ráð fyrir fjármunum til markaðsmála í fjárhagsáætlun 2023 til að sinna ákveðnum verkefnum sem bæjarráð o.fl. myndu skilgreina.

Lagt til að bæjarráð og menningarnefnd vinni að því að skilgreina óskir um markaðsefni og markaðsmál í upphafi komandi árs.

Einnig lagt til að gert verði átak í að vekja athygli fólks á þjónustu atvinnuráðgjafa SSV.

Lagt til að gert verði ráð fyrir fjármagni til markaðsmála/markaðsátaks 2023, í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram tillaga Samstöðu bæjarmálafélags um ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa Grundarfjarðarbæjar.

SG fór yfir tillögu Samstöðu um ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa, sem myndi leiða til að gerð verði heildarmarkaðssetning fyrir Grundarfjörð.

Allir tóku til máls.

Forseti þakkar fyrir tillöguna. Hann benti á að á fundi bæjarráðs í desember 2022 hafi verið lögð fram kostnaðargreining á starfi markaðs- og atvinnufulltrúa ásamt yfirliti yfir styrki sem fengist hafa síðustu ár. Þá voru jafnframt lagðar fram upplýsingar frá SSV um þjónustu atvinnuráðgjafa SSV og nýtingu þjónustunnar. Á vegum SSV og Svæðisgarðsins Snæfellsness er m.a. unnið að markaðssetningu en Grundarfjarðarbær er aðili að því samstarfi. Menningarnefnd kemur jafnframt að markaðsmálum bæjarins og hefur tekið þátt í gerð markaðsefnis ásamt íþrótta- og tómstundanefnd á yfirstandandi ári.

Fjárhagsáætlun næsta árs hefur þegar verið samþykkt. Forseti leggur til að haldið verið áfram með þá vinnu sem þegar er í gangi og leggur því ekki til, að svo stöddu, að ráðinn verði markaðs- og atvinnufulltrúi, en að bæjarráð taki tillögu Samstöðu til frekari vinnslu, þar sem leitað verði leiða til nýsköpunar og heildarmarkaðssetningar, t.d. með ráðningu verktaka til skamms tíma til verkefnisins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), þrír voru á móti (GS, SG, LÁB).