Málsnúmer 2301016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Lagt fram til kynningar yfirlit íþrótta- og tómstundafulltrúa yfir aðsóknartölur í Sundlaug Grundarfjarðar árið 2022.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða möguleikann á því að taka upp árskort í sundlauginni.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 601. fundur - 02.03.2023

Lagður fram verðsamanburður á gjaldi árskorta í sundlaugar, ásamt tölvupósti frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Lagt til að árskort í Sundlaug Grundarfjarðar verði valkostur sem bætist við gjaldskrá ársins 2023. Gjald fyrir árskort yrði 35.000 kr.

Samþykkt samhljóða.