Ákvörðun um þema fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023.Menningarnefnd - 36Menningarnefnd fór yfir þemu undanfarinna ára og leggur til að þema keppninnar í ár verði "viðburðir og mannlíf"
Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru, í fyrsta sæti Stefan Wrabetz, með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti var Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.
Úrslitin voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins, þann 27. nóvember 2022. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin. Í dómnefnd voru Marta Magnúsdóttir og Rakel Birgisdóttir úr menningarnefnd, auk Olgu Sædísar Aðalsteinsdóttur gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.
Lagðir fram til kynningar minnispunktar Sunnu Njálsdóttur til umræðu um málefni Bókasafns Grundarfjarðarbæjar og verkefni sem tengjast starfseminni.Menningarnefnd - 36Farið var yfir punkta um bókasafnið og starfsemi í Sögumiðstöðinni.
Menningarnefnd mun bjóða Sunnu Njálsdóttur á næsta fund nefndarinnar þar sem farið verður yfir undirbúning og skipulagningu á viðburðum fyrir 100 ára afmæli bókasafnsins.
Grundarfjarðarbær sótti um og fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2019 vegna útiljósmyndasýninga í Grundarfirði. Hugmyndafræðin á bak við umsóknina var að útbúa færanleg skilti fyrir flökkuljósmyndasýningar og upplýsingar til íbúa og gesta. Grundarfjarðarbær hefur fengið til liðs við sig úkraínsku listamennina Helen og Mykola sem hafa nú hannað skilti sem er færanlegt, fellur að landslagi í mótun og litum ásamt því að koma með skemmtilega nýjung inn.Menningarnefnd - 36
Þann 24. mars nk. verður ljósmyndasafn Bærings opnað í Sarpi, menningarsögusafni á vefnum www.sarpur.is í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Bærings Cecilssonar.Menningarnefnd - 36
Farið yfir helstu verkefni menningarnefndar á tímabilinu. Hugmyndir lagðar fram um viðburði og sýningar, sem og hvatningu til list- og menningarmála.Menningarnefnd - 36Farið var yfir ýmsar hugmyndir er snúa að viðburðum og samvinnu með listamönnum í bænum. Menningarnefnd mun bjóða til hugmyndafundar á næstkomandi mánuðum og fara yfir hugmyndir af verkefnum og möguleika til að efla menningu og listir í bænum.