Málsnúmer 2303002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 271. fundur - 13.04.2023

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu, sat fundinn gegnum fjarfundabúnað í tengslum við liði 1 og 5 í fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna.

    Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á hafnarsvæði (H-1 og H-2), Framnesi (AT-1) og hafsvæði vestan Framness (S-1). Með breytingunni er verið að auka sveigjanleika í landnotkun á Framnesi með því að liðka fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi og heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins. Einnig er stefnt að lengingu Miðgarðs um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju og stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

    Skipulagslýsing var auglýst 30.11.2022 með athugasemdafresti til 21.12.2022 og send til umsagnaraðila. Kynningarfundur var 13.12.2022.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039. Vinnslutillagan hefur verið samþykkt til kynningar í bæjarstjórn (269. fundur 9. febrúar sl.) að uppfylltum skilyrðum og í hafnarstjórn (4. fundur 23. janúar sl.). Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Fram er lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna hafnarsvæðis og Framness. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes og norðurhluta hafnarsvæðis.

    Umfjöllun hefur farið fram um málið á nokkrum fundum í skipulags- og umhverfisnefnd, nú síðast 4. apríl sl., og hafnarstjórn, nú síðast 12. apríl sl.

    Tillögur að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis annars vegar og Framness hins vegar eru í vinnslu og eiga eftir að fara í gegnum frekari umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn áður en þær fara í kynningu.

    Allir tóku til máls.

    Rætt um tillöguna.

    Lagt til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til kynningar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingum á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Aðalskipulagstillagan verði jafnframt auglýst með áberandi hætti og kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefnd og öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins, í samræmi við 1. mgr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Að lokinni slíkri kynningu tillögunnar, sem standi í að minnsta kosti 2 vikur, verður aðalskipulagstillagan lögð aftur fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og send til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og síðan auglýst opinberlega í sex vikur, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

    Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá tillögunni til kynningar og meðferðar í samræmi við framangreint.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum mun Þóra Kjarval hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta kynna tillöguna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag og er því fallið frá kynningu á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishús til 5 mánaða eða frá 20. apríl til 1. október 2023. Hýsið mun vera staðsett sunnan við hafnarskúr og kemur til með að þjónusta ferðafólk sem kemur með skemmtiferðaskipum sumarið 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til skamms tíma fyrir salernishús á hafnarsvæði frá 1. apríl til 1. október 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Landeigendur að Innri-Látravík (L-223872) sækja um stöðuleyfi fyrir 20 m2 gestahús frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Um er að ræða flutningshús sem ráðgert er að staðsetja til frambúðar í Innri-Látravík. Til bráðabirgða verður húsinu komið fyrir vestan við núverandi íbúðarhús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi v/ 20 m2 gestahúss í Innri Látravík til eins árs, þ.e. frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði)í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) og leggur til við hafnarstjórn og bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan í 1. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 og að ekki þurfi að kynna hana á vinnslustigi, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, skipulagsráðgjafa hjá Eflu, fyrir greinargóða kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar, þ.e. norðurhluta hafnarsvæðis.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram með skipulagsráðgjöfum í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulagsnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn, og svo til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Stefnt er að því að sú auglýsing verði samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna. Jafnframt er stefnt að því að auglýsa vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes í sömu auglýsingu.

    Bæjarstjórn felur jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um tillögugerðina og þær efnislegu hugmyndir og umræðu sem fram fór á vinnslustigi tillögunnar, einkum um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu, uppá síðari umfjöllun að gera.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 601. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl. var erindi Hopp á Snæfellsnesi vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en bæjarráð tók vel í erindið.

    SnæHopp ehf. sækir um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í umsókn Snæhopps um leyfi til reksturs á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæhopp.
  • Dísarbyggð ehf. sækir um byggingarleyfi vegna breytingar á gamla hesthúsinu og hlöðunni í atvinnuhúsnæði en sem til stendur að breyta byggingunni í tveggja hæða aðstöðuhús tengt ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að steypa nýja botnplötu í húsið og bæta við hæð. Á efri hæð verði fjögur svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi. Á neðri hæð er gertráð fyrir aðstöðu til að geyma búnað tengdan ferðaþjónustu á staðnum.

    Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu."

    Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði.

    Til viðbótar við núverandi íbúðarhús, hesthús og hlöðu, sem nú er sótt um leyfi til að breyta, eru þar fimm stakstæð smáhýsi með tveimur gistirýmum hvert, sem fengið hafa rekstrarleyfi sem gististaðir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð breyting á hlöðu og hesthúsi í þjónustubyggingu fyrir ferðafólk samræmist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í aðalskipulagi hvað varðar gistirými í byggingunni og að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á þeim grundvelli hafnar nefndin byggingarleyfisumsókninni.

    Samkvæmt skipulagsskilmálum í aðalskipulagi er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Hafi landeigandi hug á því að reisa fleiri smáhýsi á jörðinni leggur nefndin til að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.1.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Við ákvörðun um deiliskipulag ber einnig að líta til byggingarheimilda fyrir landbúnaðarsvæði.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og aðra starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir.

    Lagðar fram myndir frá umhverfisrölti 2022 til skoðunar. Umhverfisröltið er allajafna farið í snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Ákveðið að umhverfisrölt verður farið 23. og 25. maí nk.
  • Á 601. fundi sínum vísaði bæjarráð skýrslu um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247
  • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir mál sviðsins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247