Málsnúmer 2303005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 272. fundur - 11.05.2023

Til máls tóku JÓK, BÁ, SG, ÁE og LÁB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 108. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • .1 2305002 Frístundastyrkir
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir ýmis form styrkja til íþróttafélaganna. Góð umræða fór fram um hvort sveitarfélagið ætti að taka upp frístundastyrk eða ekki.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða málið.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Nefndin felur Ólafi, íþrótta- og tómstundafulltrúa, að skipuleggja heimsóknir og fundi með félögunum í sveitarfélaginu.
  • .3 2305010 Vinnuskóli 2023
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir starfsmannamál og skipulag vinnuskólans. Nefndin lagði áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt fræðsluefni í bland við önnur verkefni. Einnig lagði nefndin áherslu á að opna fyrir skráningar í vinnuskólann.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir starfsmannamál og skipulagningu. Góð umræða fór fram um ýmsar útfærslur á sumarnámskeiðum.
  • .5 1808037 Önnur mál
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 RDB ræddi um aðstöðu í Þríhyrningum svo sem rennibraut fyrir yngstu krakkana, rennandi vatn, lýsingu og stöðu framkvæmda á svæðinu.

    Nefndin leggur áherslu á að kynningarmyndbandið um íþróttastarf verð birt fyrir lok mánaðarins. RDB benti einnig á að það mætti planta trjám hjá ærslabelgnum til að veita skjól og til að þurrka upp svæðið.