272. fundur 11. maí 2023 kl. 16:30 - 19:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Hann bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði með afbrigðum á dagskrá fundarins liðurinn Grunnskólalóð - endurbætur 2023 sem yrði liður 12 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Ársreikningur 2022 - síðari umræða

Málsnúmer 2303020Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2022, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2022.

Allir tóku til máls.

Jónasi og Marinó var þakkað fyrir komuna og góða yfirferð.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 samþykktur samhljóða.

Gestir

  • Marinó Mortensen - mæting: 16:30
  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 16:30

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

Bæjarstjóri sagði frá því að borist hefði erindi frá Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarstjórnar að framkvæmdum á lóð heimilisins. Erindið verður tekið fyrir í bæjarráði.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir tímasetningar helstu funda og viðburða á næstunni. Rætt var um fyrirhugaða kynnisferð SSV fyrir sveitarstjórnarfólk til Skotlands í haust. GS sagði frá fundi sem hann sótti um hagnýtingu vindorku.

4.Bæjarráð - 603

Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 603. fundar bæjarráðs.
  • Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar, samstæðu og sjóða fyrir árið 2022.
    Bæjarráð - 603 Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

5.Bæjarráð - 604

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 604. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 604 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 5.2 2302010 Greitt útsvar 2023
    Bæjarráð - 604 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar til mars 2023. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,9% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • 5.3 2304026 Launaáætlun 2023
    Bæjarráð - 604 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar-mars 2023. Farið yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum. Raunlaun eru undir áætlun.
  • 5.4 2209025 Gjaldskrár 2023
    Lögð fram tillaga leikskólastjóra um "kortersgjald" í samræmi við fyrri umræðu í skólanefnd og bæjarstjórn, í því skyni að ná betri yfirsýn yfir þörf fyrir starfsfólk í aukakorter, þ.e. fyrir og eftir reglulegan dvalartíma.

    Bæjarstjórn vísaði umræðu um gjaldskrárbreytingu til bæjarráðs, að undangenginni umræðu sem fram fór í skólanefnd.

    Bæjarráð - 604 Lagðar fram upplýsingar um kortersgjald hjá nokkrum sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram yfirlit um hlutfall kostnaðar foreldra af nettókostnaði við rekstur leikskóla, sem er 9% á móti 91% kostnaði bæjarins.

    Lagt til að tekið verði upp kortersgjald á Leikskólanum Sólvöllum og Leikskóladeildinni Eldhömrum í samræmi við framkvæmd hjá öðrum sveitarféllögum. Gjaldið verði 1.000 kr. á mánuði fyrir korterið, þ.e. fyrir kl. 8:00 að morgni og eftir kl. 16:00. Breyting á gjaldskrá tekur gildi nk. haust, frá og með nýju skólaári.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs um breytingu á gjaldskrá vegna Leikskólans Sólvalla og Leikskóladeildarinnar Eldhamra.
  • Gestir fundarins eru Óli Þór Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu, Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri, báðir gegnum fjarfund, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstndafulltrúi Grundarfjarðarbæjar.

    Skóla- og íþróttamannvirki bæjarins, þar með talin sundlaug og heitir pottar, eru kynt með olíu. Unnið hefur verið að undirbúningi þess að skipta út olíukatli og setja upp varmadælubúnað, fyrir nýjan orkugjafa mannvirkjanna.

    Fyrr á árinu var leitað tilboða í borun á varmadæluholum og var fyrirtækið Borlausnir ehf. með lægsta tilboð. Um miðjan maí nk. er von á fyrirtækinu til að bora holurnar, sem munu liggja sunnan við íþróttahús, á svæðinu neðan (austan) við ærslabelginn. Leitað hefur verið tilboða í varmadælubúnað sem hentar og verður settur upp fyrir mannvirkin. Ætlunin er að framkvæmdir fari fram á þessu ári, að mestu, ef allt gengur eftir með niðurstöður úr borun og fleira.
    Bæjarráð - 604 Sparnaður við framkvæmdina er áætlaður um 20 millj. kr. á ári, skv. fyrirliggjandi forsendum í greinargerð með styrkumsókn sem send var til Orkusjóðs.

    Óli Þór og Sigurbjartur fóru yfir stöðu verkefnisins og þær ákvarðanir sem þarf að taka í tengslum við fyrirkomulag á varmadælum.

    Farið var yfir fyrirhugaða borun á holum og rætt um varmadælubúnað, sem komið er tilboð í. Rætt um leyfismál, sem eru í farvegi. Fram kom hjá bæjarstjóra að sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi fyrir borun á allt að 12 varmadæluholum, í samræmi við verðkönnunargögn og skýringaruppdrætti, sem liggja fyrir fundinum.

    Farið yfir valkosti varðandi staðsetningu og rými fyrir varmadælubúnað í eða við íþróttamannvirki. Rými/húsnæði fyrir varmadælurnar sjálfar þarf að vera 20-30 m2 að stærð. Farið var yfir valkosti og grófar kostnaðarhugmyndir við þá.

    Bæjarráð samþykkir að Sigurbjartur teikni upp þá tillögu sem rædd var á fundinum og geri kostnaðaráætlun fyrir þá útfærslu, til skoðunar hjá bæjarráði/bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    Gestum var þakkað fyrir komuna á fundinn og góðar upplýsingar og umræður.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB, BÁ, ÁE og GS.
  • Bæjarráð - 604 BÁ vék af fundi undir þessum lið.

    Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 38 var auglýst laus til umsóknar í apríl. Þrjár umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum með hliðsjón af reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara, var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Maríu Gunnarsdóttur. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

    BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Bæjarráð - 604 Lögð fram beiðni Félags kraftamanna um styrk vegna gerðar sjónvarpsþáttarins Víkingsins 2023, um keppni sem haldin verður í sumar. Upptökur munu þá fara að hluta til fram í Grundarfirði. Óskað er eftir 250 þús. kr. fjárstyrk, auk gistingar og máltíða.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða umbeðna styrkbeiðni.
  • Bæjarráð - 604 GS vék af fundi undir þessum lið.

    Lögð fram beiðni Golfklúbbsins Vestarr um styrk vegna sjónvarpsþáttagerðar um golf, þar sem upptökur færu fram á Bárarvelli. Óskað er eftir 250 þús. kr. fjárstyrk.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða umbeðna styrkbeiðni að fjárhæð 250 þús. kr.

    GS tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • 5.9 2301007 Framkvæmdir 2023
    Bæjarráð - 604 Farið yfir framkvæmdaverkefni tengd tjaldsvæði, skólalóð, gatnagerð, sem og önnur framkvæmdaverkefni.

    Bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi skoðuðu nýlega salernisgám til kaups fyrir tjaldsvæðið, sbr. framlagðar ljósmyndir. Bæjarráð samþykkir kaup á gámnum skv. fyrirliggjandi tilboði.

    Fyrir fundinum lágu tillögur arkitekts um lóð grunnskóla og íþróttahúss, en vinnan er byggð á framlagi starfshóps, nemenda og starfsfólks.
    Starfshópur um skólalóðina mun fara yfir tillögurnar og ljúka við tillögugerð í næstu viku.

    Rætt um gatnagerð og gerð gangstíga. Kristín fór yfir vinnu sem Landslag, arkitektastofa, hefur unnið varðandi gangstétt/stíg á efri hluta Hrannarstígs í samræmi við aðalskipulag og fyrri tillögur um göngustíga/stéttir. Hún fór yfir þann hluta sem mögulegt væri að framkvæma á þessu ári. Rætt sérstaklega um hönnun fyrir neðri hluta Hrannarstígs, sem er hluti af „miðbæjarsvæði“ þar sem göngusvæði og göturými munu hafa annað útlit og efnisval. Tillögur um það svæði eru væntanlegar í næstu viku og verða til umræðu síðar.
    Farið yfir forgangsröðun í framkvæmdum og sett niður gróft plan, sem bæjarráð mun staðfesta á næsta fundi.

    SGG vék af fundi kl. 9:55. JÓK tók við stjórn fundarins.

  • Lögð fram gögn frá vinnufundi bæjarstjórnar um deiliskipulag iðnaðarhverfisins, sem haldinn var þann 25. apríl sl.
    Bæjarráð - 604 Rætt um framgang deiliskipulagsverkefnisins og um lóðafyrirkomulag.

    Vegna fyrirspurna um lóðir á iðnaðarsvæðinu var rætt um mögulegar frekari breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að þær breytingar verði hluti af deiluskipulagsbreytingum í yfirstandandi áfanga.

    Sviðsstjóra falið umboð til að láta gera nauðsynlega útreikninga í tengslum við gatnagerð á svæðinu, sbr. umræður á fundinum og vinnufundi bæjarstjórnar með skipulagsráðgjöfum fyrr í vikunni.

    Samþykkt samhljóða.

    Kristínu var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.


  • Bæjarráð - 604 Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á Grunnskóla Grundarfjarðar, eftir úttekt dags. 28. mars sl.
  • Bæjarráð - 604 Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á Þríhyrningi, eftir úttekt dags. 29. mars sl.
  • Bæjarráð - 604 Lögð fram til kynningar skýrsla Slökkviliðs Grundarfjarðar; niðurstöður úr eldvarnaskoðun á húsnæði grunnskóla, íþróttahúss og kjallara, sem framkvæmd var 21. mars sl.
  • Bæjarráð - 604 Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn verður 2. maí nk.

    Jafnframt lagður fram ársreikningur FSS vegna ársins 2022.
  • Bæjarráð - 604 Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins þar sem kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga er boðið til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 munu sjá um fræðsluna.
  • Bæjarráð - 604 Lagt fram bréf Samtakanna 22, dags. 11. apríl sl., varðandi hinsegin fræðslu í Grunnskóla Grundarfjarðar.
  • Bæjarráð - 604 Lagt fram minnisblað SSV um fræðsluferð til Skotlands fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, en stefnt er að ferðinni í lok sumars.
    Frestur er gefinn til 10. maí (framlengdur frá því sem fram kemur í bréfi) til að skrá í ferðina.

    Samþykkt að kanna áhuga bæjarfulltrúa á þátttöku.
  • Bæjarráð - 604 Lagður fram tölvupóstur forsætisráðuneytis varðandi fundarferð forsætisráðherra til að kynna Grænbók um sjálfbært Ísland, ásamt auglýsingu um tímasetningar og staðsetningu fundanna víða um land.
  • Bæjarráð - 604 Lagður fram tölvupóstur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 21. apríl sl., um fundi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýtingu vindorku, ásamt auglýsingu um tímasetningar og staðsetningar fundanna víða um land.
  • Bæjarráð - 604 Lagður fram tölvupóstur Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 26. apríl sl., um Orkufund 2023 sem haldinn verður í Reykjavík þann 10. maí nk.
  • Bæjarráð - 604 Lögð fram undirrituð samstarfsyfirlýsing Grundarfjarðarbæjar og Snæhopp ehf. um rafhjólaleigu í Grundarfirði, í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar þann 13. apríl sl.

6.Ungmennaráð - 8

Málsnúmer 2305001FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og SGG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 8. fundar ungmennaráðs.
  • 6.1 2305001 17. júní 2023
    Ríkey Konráðsdóttir kom inn á fundinn, en hún hefur umsjón með undirbúningi 17. júní dagskrár í ár.
    Ungmennaráð - 8 Ríkey kynnti drög að dagskrá fyrir 17. júní. Nefndarmönnum leist vel á drögin og komu með hugmynd að unglingaballi til viðbótar við dagskrána til að höfða til ungmenna á Snæfellsnesi.

    Ólafi, íþrótta- og tómstundafulltrúa, falið að kanna hvort samkomuhúsið sé laust og ef svo hvort nærliggjandi sveitarfélög hefðu áhuga á að koma að slíku balli.

    Ríkey vék af fundi kl. 17:00 og var henni þakkað fyrir góða kynningu og komuna á fundinn.
  • 6.2 2303015 Ungmennakvöld
    Ungmennaráð - 8 Nefndin ræddi skipulagningu á ungmennakvöldi sem nefndin stefnir á að halda í lok maímánaðar í Sögumiðstöðinni. Ákveðið var að halda Ungmennakvöld miðvikudaginn 24. maí . Góðar umræður fóru fram um undirbúning og skipulag.
  • Tilnefning fulltrúa nefndarinnar í Ungmennaráð Vesturlands. Ungmennaráð - 8 Nefndin tilnefndi Telmu Fanney Svavarsdóttur.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 108

Málsnúmer 2303005FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, BÁ, SG, ÁE og LÁB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 108. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • 7.1 2305002 Frístundastyrkir
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir ýmis form styrkja til íþróttafélaganna. Góð umræða fór fram um hvort sveitarfélagið ætti að taka upp frístundastyrk eða ekki.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða málið.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Nefndin felur Ólafi, íþrótta- og tómstundafulltrúa, að skipuleggja heimsóknir og fundi með félögunum í sveitarfélaginu.
  • 7.3 2305010 Vinnuskóli 2023
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir starfsmannamál og skipulag vinnuskólans. Nefndin lagði áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt fræðsluefni í bland við önnur verkefni. Einnig lagði nefndin áherslu á að opna fyrir skráningar í vinnuskólann.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir starfsmannamál og skipulagningu. Góð umræða fór fram um ýmsar útfærslur á sumarnámskeiðum.
  • 7.5 1808037 Önnur mál
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 RDB ræddi um aðstöðu í Þríhyrningum svo sem rennibraut fyrir yngstu krakkana, rennandi vatn, lýsingu og stöðu framkvæmda á svæðinu.

    Nefndin leggur áherslu á að kynningarmyndbandið um íþróttastarf verð birt fyrir lok mánaðarins. RDB benti einnig á að það mætti planta trjám hjá ærslabelgnum til að veita skjól og til að þurrka upp svæðið.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 248

Málsnúmer 2304001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um að endurnýja ytri klæðningar og útlit á bílskúr til samræmis við einbýlishús á lóðinni við Hlíðarveg 5. Einnig er sótt um að reisa skyggni á vesturhlið bílskúrs með því að framlengja þak út á stálburðarvirki. Skyggnið er u.þ.b. 12 m2, sem er um 25% stækkun á þaki miða við núverandi bílskúrsþak og fellur þ.a.l. ekki undir lið e. í gr. 2.3.6 um lítilsháttar breytingar á burðarvirki sem nemur minna en 5% af hjúpfleti, þó aldrei meira en 5m2. Er það mat byggingafulltrúa að umrædd framkvæmd falli í umfangsflokk 1, í gr.1.3.2. í byggingareglugerð: "Minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð."

    Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingafulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 248 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða breytingu á klæðningu þar sem klæðning á bílskúr er í samræmi við klæðningu á húsi sem var grenndarkynnt 21. október 2020. Nefndin telur að fyrirhugað skyggni komi ekki til með að hafa nein grenndaráhrif.
    Nefndin felur byggingafulltrúa að veita byggingarheimild fyrir skyggni að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um að byggja við húsið á Sæbóli 44. Upphaflegar teikningar af húsinu, frá 1983, gerðu ráð fyrir bílskúr á norðurgafli. Sótt er um að fá að lengja / breikka núverandi hús um 5,4 m, sama fjarlægð og var teiknuð upp 1983. Einnig er sótt um að hækka þakið á bílskúrnum til samræmis við húsið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 248 Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkomin gögn ófullnægjandi þar með talið uppáskrifað samþykki annarra eiganda hússins, þar sem um parhús er að ræða. Jafnframt telur nefndin teikningar ófullnægjandi og að þær verði að taka til beggja hluta hússins. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um hvers konar viðbyggingu er að ræða þ.e.a.s. byggingu bílskúrs eða stækkunar á íbúð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) ásamt minnisblaði samgöngusérfræðinga ráðgjafarstofunnar Eflu, dags. 04.05.2023, sem unnið var að beiðni bæjarstjórnar (271. fundur 13. apríl sl.). Í minnisblaðinu er lagt mat á umferðarflæði og umferðaröryggi vinnslutillögunnar.

    Á fundinn kemur Silja Traustadóttir skipulagsráðgjafi.

    Forsaga (stytt og umorðað af skipulagsfulltrúa):
    Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingar á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði) var auglýst 30. nóvember 2022.

    Á 245. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar sl. var lögð fram til kynningar vinnslutillaga með tveimur mismunandi valkostum er varða umferðarflæði og umferðaröryggi vegfarenda á skipulagssvæðinu (valkostur 1B og 1B-bráðabirgðalausn dags. 02.01.2023).

    Á 3. fundi hafnarstjórnar 9. jan sl. var ofangreind vinnslutillaga með tveimur valkostum lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn tók jákvætt í helstu atriði en taldi að enn ætti eftir að skerpa á mikilvægum atriðum. Hafnarstjórn taldi nauðsynlegt að taka tillögu að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi hafnarsvæðis til frekari umræðu áður en hún verði lögð fyrir bæjarstjórn. Umfjöllun/afgreiðslu var því frestað.

    Á 4. fundi hafnarstjórnar 23. jan sl. var vinnslutillagan (dags. 02.01.2023) lögð fram að nýju. Hafnarstjórn lagði til eftirfarandi meginbreytingar:
    -Stækkun landfyllingar í krika Norðurgarðs og lína dregin í stefnu við núverandi brún grjótgarðs við flotbryggju.
    -Lenging Miðgarðs um allt að 50 m.
    -Færsla deiliskipulagsmarka þannig að þau taki ekki til landfyllingar sunnan Miðgarðs (farið verði í vinnu við deiliskipulag suðurhuta hafnarsvæðisins beint í kjölfar vinnu við þessa deiliskipulagsbreytingu).
    -Óbreytt landnotkun á hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir taki mið af starfsemi hafnarinnar og hafnsækinni starfsemi.
    -Óbreytt umferðarflæði og rútustæði áfram á hafnarbakka og hugað verði frekar að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.
    Hafnarstjórn fól jafnframt formanni/bæjarstjóra að taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa, sbr. minnisblað bæjarstjóra til skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar sl., sent 8. febrúar sl.

    Á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 4. apríl sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti í grundvallaratriðum að auglýsa breytta deiliskipulagstillöguna, sem uppfærð hafði verið m.t.t. ábendinga hafnarstjórnar (dags.07.02.2023 í samræmi við valkost 1B - bráðabirgðalausn). Skipulagsnefnd óskaði eftir því að lóð umhverfis hjall við Nesveg 14 yrði stækkuð í samræmi við legu fyrirhugaðs útivistastígs og að kvöð um að hjallurinn sé víkjandi á skipulagi verði aflétt.

    Á 5. fundi hafnarstjórnar 12. apríl sl. samþykkti stjórnin fyrir sitt leyti tillöguna, sem hafði verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum og ábendingum formanns hafnarstjórnar (dags. 07.02.2023) í samræmi við 1B-bráðabirðalausn þ.m.t. færslu á mörkum skipulagssvæðis og með tillögu/ósk um bráðbirgðanýtingu norðanvert á lóð nr. 4 við Nesveg fyrir biðstæði fyrir rútur (með mögulegu samkomulagi við lóðarhafa) og staðsetningu rútustæða sunnan hafnarvogar.

    Á 271. fundi sínum þann 13. apríl sl. fól bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn. Bæjarstjórn fól jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu.

    Tillagan ásamt minnisblaði er nú lögð aftur fyrir skipulags- og umhverfisnefnd í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 248 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur fyrir greinargóða yfirferð. Nefndin samþykkir framlagða tillögu en leggur jafnframt ríka áherslu á að farið verði í áframhaldandi deiliskipulagsvinnu fyrir "Miðsvæði Hafnar -Reitur 3" sunnan við miðgarð þar sem unnið verður frekar að lausnum hvað varðar umferðaröryggi á hafnarsvæði, þ.m.t. rútustæði til framtíðar.

    Jafnframt leggur nefndin til að unnin verði nú þegar aðgerðaáætlun sem taki mið af núverandi ástandi þar sem gert verði ráð fyrir biðstæðum fyrir rútur á landfyllingu sunnan við Borgarbraut 1 og bráðabirgðastæðum sunnan við vigtarskúr þannig að rútur snúi að gamla kaupfélagshúsinu. Nefndin leggur áherslu á samráð við lóðarhafa við gerð þessarar aðgerðaráætlunar.


    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna vinnslutillöguna í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi sem bæjarstjórn hefur áður afgreitt, sbr. 2. mgr. 30. gr.

    Bæjarstjórn áréttar þann skilning að með deiliskipulagsbreytingu (vinnslutillögu) þessari, sem nú er samþykkt til kynningar, er ekki sett fram fullunnin lausn á umferðarstýringu á hafnarsvæði, heldur er þar um að ræða vinnu sem halda þarf áfram, við skipulagninu suðursvæðis hafnarinnar.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu hafnarstjórnar sem áður er fram komin og tillögu skipulags- og umhverfisnefndar nú, um að í beinu framhaldi af yfirstandandi deiliskipulagsvinnu við norðurhluta hafnarsvæðis verði farið í deiliskipulagsvinnu fyrir suðurhluta þess. Í þeirri vinnu skapast betri forsendur til að horfa á svæðið og gera áætlun um umferðarstýringu á heildstæðari hátt, til framtíðar.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun/tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að unnin verði aðgerðaráætlun fyrir yfirstandandi ár, um umferð og rútustæði á hafnarsvæðinu, og beinir því til hafnarstjórnar og hafnarstjóra, sbr. einnig skilaboð í framlögðu minnisblaði Eflu dags. 04.05.2023.

    Í fundargerð hafnarstjórnar frá 8. maí sl., undir næsta dagskrárlið, er jafnframt að finna samþykkt hafnarstjórnar um að fela hafnarstjóra að láta teikna upp umferðarskipulag/aðgerðaráætlun fyrir komandi sumar, sem lýsir því hvernig umferðarflæði og aðstöðu vegna móttöku skemmtiferðaskipa verður háttað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 248

9.Hafnarstjórn - 6

Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer

  • 9.1 2301007 Framkvæmdir 2023
    Hafnarstjórn - 6 Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir ársins og þær sem í gangi eru núna.

    - Viðgerð á elsta hluta stálþils á Norðurgarði er um það bil hálfnuð. Köfunarþjónustan var lægstbjóðandi í verðkönnun sem Vegagerðin sá um fyrir Grundarfjarðarhöfn.

    - Búið er að steypa 380 m2 vegna viðgerðar á þekju Norðurgarðs. Eftir er að steypa um 320 m2, frammi við ísverksmiðjuna, og verður það unnið samhliða lagnavinnu á því svæði.

    - Farið var í endurnýjun á kanttré á nýju lengingunni á Norðurgarði, en galli var í timbrinu og var því þess vegna skipt út og brúnir rúnnaðar af.

    - Búið er að koma upp þjónustuhúsi með salernum, sunnan við vigtarhús, sem ætluð eru fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Um er að ræða 20 feta gámaeiningu sem leigð er yfir sumarið.

    - Ný hafnarvog kemur í vikunni en fest voru kaup á henni á síðasta ári. Mun þjónustuaðili hafnarinnar skipta þeirri gömlu út fyrir nýja.

    - Höfnin hefur jafnframt fest kaup á stórum fríholtabelgjum (big fenders) sem ætlaðir eru fyrir skemmtiferðaskip og eru þeir komnir.

    - Verið er að mála og sinna ýmsum öðrum viðhaldsverkefnum.
  • Fundarmenn gengu nú til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd, sem fundar samhliða, og var þessi dagskrárliður ræddur sameiginlega á þeim fundi.

    Kynning frá Silju Traustadóttur skipulagsráðgjafa hjá Eflu á vinnslutillögu dags. 4. maí 2023 um deiliskipulag hafnarsvæðis og minnisblað 4. maí 2023 um umferðarmál í tengslum við tillöguna.

    Garðar Svansson var gestur í fjarfundi undir hluta af kynningu Silju, en bæjarfulltrúum hafði verið boðið að tengjast fundinum vegna kynningarinnar.

    Hafnarstjórn - 6 Eftir umræður sem voru sameiginlegar með skipulags- og umhverfisnefnd véku nefndarmenn af fundi skipulags- og umhverfisnefndar og luku umræðu um dagskrárliðinn á fundi hafnarstjórnar.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi vinnslutillögu með þeirri breytingu á uppdrætti, að aðalrútustæði sunnan við vigtarhús breytist til samræmis það fyrirkomulag sem rætt var á sameiginlegum fundi og samþykkt var að stefna að fyrir komandi sumar. Þessi útfærsla er til frekari úrvinnslu hafnar með lóðarhöfum við Borgarbraut 1.

    Hafnarstjórn áréttar að með deiliskipulagsbreytingunni, sem nú er samþykkt, er ekki sett fram fullunnin lausn á umferðarstýringu á hafnarsvæði og að vinna þarf nánari útfærslu við deiliskipulagsgerð á suðursvæði hafnarinnar.

    Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að fela hafnarstjóra að láta teikna upp umferðarskipulag/aðgerðaráætlun fyrir komandi sumar, sem lýsir því hvernig umferðarflæði og aðstöðu vegna móttöku skemmtiferðaskipa verður háttað.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir samþykkt hafnarstjórnar um umferðarskipulag/aðgerðaráætlun fyrir yfirstandandi ár, þar sem umferðarflæði og aðstöðu vegna móttöku skemmtiferðaskipa er lýst og það verði kynnt hagsmunaaðilum.
  • 9.3 2303020 Ársreikningur 2022
    Hafnarstjórn - 6 Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2022 lagður fram.

    Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur hafnarsjóðs tæpar 203,5 millj. kr. árið 2022, en voru um 141 millj. kr. árið 2021. Það er tekjuaukning um 44% milli áranna 2021 og 2022.

    Árið 2022 var landað 27.112 tonnum í 1.074 löndunum í Grundarfjarðarhöfn, en 23.677 tonnum í 1.032 löndunum árið 2021.

    Rekstrargjöld, þar með talin laun, voru 97,6 millj. kr., en voru tæpar 63 millj. kr. árið 2021. Þar af var viðhald fasteigna rúmar 4,7 millj. kr., þegar búið var að greiða vátryggingarfé vegna skemmda á fasteign. Sami liður var 3,9 millj. kr. árið 2021.

    Afskriftir fastafjármuna voru 12,8 millj. kr., samanborið við rúmar 12 millj. kr. árið 2021. Að teknu tilliti til afskriftanna og til fjármagnsgjalda, sem voru einungis 15 þús. kr., er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um tæpar 93 millj. kr. árið 2022, en var jákvæð um 65,9 millj. kr. árið 2021.

    Fjárfest var fyrir 40,6 millj. kr. árið 2022. Fjárfestingar síðustu ára voru tæpar 42 millj. kr. árið 2021, 133,5 millj. kr. árið 2020 og 121,3 millj. kr. árið 2019, eða samtals rúmar 337 millj. kr. síðustu fjögur árin.

    Þrátt fyrir þessar miklu fjárfestingar varð höfnin skuldlaus í mars 2022.

    Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2022 samþykktur samhljóða af hafnarstjórn.

    Hafnarstjórn lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársins 2022.

    Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra trausta og góða stjórnun og starfsfólki hafnarinnar sömuleiðis fyrir vel unnin störf.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SG og BÁ.
  • Hafnarstjórn - 6 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, af fundum nr. 449, 450, 451 og 452, sem haldnir voru, 20. janúar, 17. febrúar, 24. mars og 19. apríl 2023.
  • Hafnarstjórn - 6 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.

10.Leikskólinn Sólvellir - Leikskólalóð, starfshópur 1. fundur

Málsnúmer 2305014Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshóps um leikskólalóð, sem haldinn var 3. maí sl.

11.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð húsfundar sem haldinn var að Grundargötu 30 þann 14. apríl sl. og fundargerð verkfundar um húsnæðið sem haldinn var þann 27. apríl sl.

12.Grunnskólalóð - endurbætur 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð starfshóps um skólalóð frá 10. maí sl.

Til máls tóku JÓK og SGG.

Tillögur starfshópsins um að undirbúa kaup á yfirborðsefni á körfuboltavöll skólalóðar og kaup á plöntum samþykkt samhljóða.

13.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í öldungaráð.
Samkvæmt 7. lið B-liðar 47. gr. samþykkta um stjórn bæjarins segir:
"Þrír aðalmenn kosnir af bæjarstjórn og þrír tilnefndir af Félagi eldri borgara í Grundarfirði og jafnmargir til vara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni (HVE), skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991."

Öldungaráð fjallar um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála og getur komið ábendingum til bæjarstjórnar um allt það sem betur kann að fara er varðar málefni aldraðra í bæjarfélaginu.

Tilnefnd eru, af FEBG, sem aðalmenn þau: Ragnheiður Sigurðardóttir, Runólfur Guðmundsson og Olga S. Aðalsteinsdóttir.
Tillaga um fulltrúa frá bæjarstjórn, aðalmenn: Þórunn Kristinsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Sunneva Gissurardóttir.

Varamenn eru jafnmargir og verða skipaðir síðar.

Samþykkt samhljóða.

14.Skipulagsfulltrúi - um verklag við umsagnir um rekstrarleyfi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísar í stefnu aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar um atvinnurekstur í íbúðahverfum, sbr. t.d. kafla 6.3.

Bæjarstjórn samþykkir að láta vinna verklagsreglur sem gildi þegar veittar eru umsagnir um rekstrarleyfi, um umsóknir til sýslumanns, einkum í íbúðahverfum. Skoðað verði m.a. hvort gera eigi grenndarkynningu að skilyrði við veitingu umsagna. Einnig verði skoðað hvenær og með hvaða hætti samþykki meðeigenda í fjöleignarhúsum þurfi að koma til.

Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að hafa forgöngu um gerð tillögu, sem bæjarráð taki til umræðu, eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

15.Gjaldskrá - Námur Grundarfjarðarbæjar, efnistaka

Málsnúmer 2208004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum og gjaldskrá fyrir efnistöku í námum Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum og gjaldskrá fyrir efnistöku úr námum.

Samþykkt samhljóða.

16.Bókasafn Grundarfjarðar - Ársskýrsla 2022

Málsnúmer 2305013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar árssýrsla Bókasafns Grundarfjarðar vegna ársins 2022.

17.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundur um fráveitumál með sveitarfélögum

Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá fræðslufundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands um fráveitumál með sveitarfélögum sem haldinn verður 25. maí nk.

18.Samstarfsnefnd SSV - Skoðun á auknu samstarfi um slökkvilið og eldvarnir á Vesturlandi

Málsnúmer 2305007Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar spurningar og svör slökkviliðsstjóra til Samstarfsnefndar SSV vegna skoðunar á auknu samstarfi um slökkvilið og eldvarnir á Vesturlandi.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Farsæld á fyrsta ári

Málsnúmer 2305005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og barnamálaráðuneytisins með samantekt innleiðingar farsældarlaganna á sl. ári.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 2304019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars sl., um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga - Könnun um heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu sveitarfélaga

Málsnúmer 2305006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um svör við könnun sveitarfélaga um heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu sveitarfélaga.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 922. fundar sem haldinn var 31. mars sl., fundargerð 923. fundar sem haldinn var 5. apríl sl. og fundargerð 924. fundar sem haldinn var 17. apríl sl.

23.Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 72

Málsnúmer 2305015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn var 19. apríl sl.

24.Náttúruhamfaratrygging Íslands - Boð á ársfund 25.5.2023

Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) um boð á ársfund NTÍ sem haldinn verður 25. maí nk.

25.Alþingi - Til umsagnar 915. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 2304018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur, frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dags. 31. mars sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögnum við tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.

26.Alþingi - Til umsagnar 922. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 2305004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dags. 25. apríl sl., þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögnum við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu), 922. mál.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:31.