Málsnúmer 2303017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 602. fundur - 28.03.2023

Forstöðumaður bókasafns hyggst láta af störfum síðar á árinu. Vinna þarf starfslýsingu og auglýsa starf.
Lagt til að skipaðir verði tveir fulltrúar menningarnefndar og tveir fulltrúar bæjarstjórnar til að yfirfara starfslýsingu og undirbúa auglýsingu starfs. Bæjarstjóra falið að kalla fulltrúana saman.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lögð fram tillaga starfshóps sem falið var það hlutverk að vinna nýja starfslýsingu fyrir starfsmann bókasafns o.fl.Einnig lagðir fram til hliðsjónar, minnispunktar Sunnu Njálsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns bókasafnsins, um starfsemina.MM, sem er formaður menningarnefndar og fulltrúi í starfshópnum, sagði frá starfi hans og efni tillögunnar.

Allir tóku til máls.

Tillaga starfshópsins að stafslýsingu samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vinnuna.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa nýtt starf í samræmi við tillöguna.

Samþykkt samhljóða.