Málsnúmer 2304017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 604. fundur - 28.04.2023

Lögð fram beiðni Félags kraftamanna um styrk vegna gerðar sjónvarpsþáttarins Víkingsins 2023, um keppni sem haldin verður í sumar. Upptökur munu þá fara að hluta til fram í Grundarfirði. Óskað er eftir 250 þús. kr. fjárstyrk, auk gistingar og máltíða.

Bæjarráð samþykkir samhljóða umbeðna styrkbeiðni.

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Lagður fram tölvupóstur þar sem Víkingurinn 2023 tilkynnir að upptökur á Vestfjarðavíkingnum fari ekki fram á Snæfellsnesi í ár, en jafnramt er óskað eftir að samþykktur styrkur færist til næsta árs 2024.

Bæjarráð samþykkir færslu á áður samþykktum styrk til þáttagerðar sem fram fari í Grundarfirði 2024.