-
Skólanefnd - 169
Gunnþór sagði frá vinnu við mótun menntastefnu, einkum frá opnum íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku, 24. maí sl., skv. auglýsingu.
Í framhaldinu hefur verið gerð frétt á vef bæjarins og þar er auglýst að enn sé hægt að koma að hugmyndum og skilaboðum inní vinnuna, gegnum skjal með spurningum íbúafundarins og má rita beint inní skjalið á vefnum. Spurningarnar eru á 3 tungumálum.
Í haust verður gerð spurningakönnun meðal íbúa um skólamál og Gunnþór mun heimsækja skólana og ræða við starfsfólk, foreldra og fleiri.
Stefnt er að því að vinnu við nýja menntastefnu ljúki í haust.
Eftir almennar umræður var Gunnþóri þakkað fyrir góðar upplýsingar og vék hann af fundinum.
Bókun fundar
Til máls tóku ÁE og LÁB.
-
Skólanefnd - 169
Tillaga skólastjóra um skóladagatal skólaárið 2023-2024 lögð fram til afgreiðslu. Skólaráð hefur farið yfir tillöguna á fundi sínum.
Tillaga að skóladagatali lögð fram með þeim breytingum að nemendastýrð viðtöl, sem áttu að fara fram 25. janúar 2024, verði hefðbundinn skóladagur. Ennfremur að Öskudagur verði hefðbundinn skóladagur.
Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að skóladagatali með framangreindri breytingu.
---
Skólastjóri fór yfir helstu atriði úr skólastarfinu:
Skólaslit verða á morgun, 1. júní. Athöfn verður fyrir 1.-7. bekk í íþróttahúsinu, en fyrir unglingastig, 8.-10. bekk, verður útskriftarathöfn í Grundarfjarðarkirkju. Sjö nemendur útskrifast úr 10. bekk.
Skólastjóri sagði frá breytingum í starfsmannahópnum. Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir og Elísabet Kristín Atladóttir færa sig úr leikskóladeildinni Eldhömrum, yfir í kennslu í grunnskólanum. Sigrún Hilmarsdóttir lætur af störfum sem kennari og Marta Magnúsdóttir verður ekki við kennslu á komandi vetri.
Skólinn sótti um og fékk styrk í samvinnu við Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir verkefninu "Orð af orði", sem fer að stað á komandi skólaári. Þar verður unnið með orðaforða hjá nemendum.
Í vetur var unnið eftir stefnu um heilsueflandi grunnskóla og auk þess stefnu Grænfánaverkefnisins, umsjónarkennarar á miðstigi sáu um innleiðinguna.
Ætlunin er að stíga fleiri skref í átt að aukinni sjálfbærni skólans og er draumurinn að skólinn geti í framtíðinni eignast sitt eigið gróðurhús og jafnvel verið með hænur.
Um 120 trjáplöntur fara á skólalóðina og í skóginn, eða ein planta fyrir hvern nemanda í grunnskólanum og á Eldhömrum.
Undir áætlun ERASMUS KA2, fékkst styrkur sem nýttur verður til fjárfestingar í búnaði fyrir skapandi kennslu.
-
Skólanefnd - 169
Tillaga um skóladagatal Tónlistarskólans skólaárið 2023-2024 lögð fram til afgreiðslu og fór Linda María yfir hana.
Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að skóladagatali.
---
Linda María gerði grein fyrir helstu atriðum úr starfi tónlistarskólans, sem hún hafði tekið saman eins og hér segir:
Í vetur var tekið inn nýtt rafrænt skólakerfi, Viska, og hefur það gengið vel.
Skólaárið hófst á starfsdögum og einn þeirra var sameiginlegur með tónlistarskólanum í Stykkishólmi og í Ólafsvík. Var farið til Reykjavíkur og Tónstofa Valgerðar var heimsótt, með fræðslu um kennslu nemenda með ýmsar fatlanir. Einnig var Össur skólastjóri í skólahljómsveit Kópavogs heimsóttur, nýtt og glæsilegt húsnæði þeirra skoðað.
Í september var stór tónlistarskólaráðstefna í Hörpu, sem var mjög fróðleg og mörg áhugaverð erindi.
Aðstoðarskólastjóri sótti góða haustráðstefnu STS á Höfn og var gott að hitta aðra stjórnendur í tónlistarskólum.
Nemendur komu fram á aðventudegi Kvenfélagsins í samkomuhúsinu í byrjun desember sl.
Jólatónleikarnir voru 7. desember í kirkjunni, mjög hátíðlegir og flottir.
Farið var á Fellaskjól í desember með tónlistarflutning og á Þorláksmessu sungu nemendur við Græna kompaníið.
Í janúar voru foreldraviðtöl.
Fimm ára nemendur leikskóladeildarinnar Eldhamra sóttu tónlistartíma hjá Alexöndru í vetur.
Sú nýjung var tekin upp að bjóða raftónlist í vali á unglingastigi í grunnskólanum, í umsjón Valbjörns. Gekk áfanginn vel og áhuginn var mikill. Síðustu vikur nýttu strákarnir sér frímínútur, hádegishlé og verkefnatíma til að vinna að sínu eigin lagi.
Í febrúar sáu nemendur tónlistarskólans um tónlist í æskulýðsmessu sem tekin var upp fyrir RÚV og henni útvarpað sunnudaginn 5. mars sl. Fengu nemendur og allir sem tóku þátt í þessari messu mikið lof fyrir.
Nemendur komu fram á 1. maí skemmtun í samkomuhúsinu.
Nemendatónleikar voru á vegum hvers kennara í maí. Tókust þeir allir mjög vel og voru vel sóttir. Skólaslit og vortónleikar voru svo 17.maí í kirkjunni.
Landsmót skólalúðrasveita sem átti að vera í Vestamannaeyjum í maí var frestað og verður skoðað með að halda mótið snemma í haust. Í staðinn var sameiginlegur æfingadagur í Stykkishólmi og fóru fimm nemendur frá Grundarfirði. Þar var mjög gaman og mikill lærdómur fyrir alla nemendur.
Einn nemandi spilaði í fermingarmessunni sinni á Hvítasunnudag.
Innritun fyrir næsta skólaár hófst þriðjud 23. maí og stendur til 1. júní. Nú er sótt um í gegnum skólakerfið Visku.
Undirbúningur fyrir næsta skólaár gengur vel, umsóknir eru að koma inn.
Í ágúst liggur fyrir hvernig árið verður, m.t.t. vals í grunnskólanum þar sem verið er að bjóða upp á raftónlistarbraut. En undirbúningur fyrir raftónlistarbraut er vel á veg kominn.
Að loknum umræðum var Lindu Maríu þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.
-
Skólanefnd - 169
Tillaga skólastjóra um skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra lögð fram til afgreiðslu.
Dagatalið er samþykkt af skólanefnd með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars. Tillagan gerir ráð fyrir að lokað verði á Eldhömrum þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks Eldhamra.
Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.
--
Skólastjóri sagði frá starfsemi Eldhamra, en á þessu ári bættust við, fyrr en venjulega og í áföngum, nemendur sem verða fimm ára á árinu. Aðlögun þeirra gekk vel. Skoða verður þarfir þeirra m.t.t. aðstöðu á skólalóð, en þann 11. febrúar sl. fauk geymsluskúr leikfanga þeirra í ofsaroki og á eftir að leysa þau mál fyrir komandi vetur.
-
Skólanefnd - 169
Tillaga leikskólastjóra um skóladagatal 2023-2024 lögð fram til afgreiðslu.
Foreldraráð hefur jafnframt fengið tillöguna til yfirferðar.
Dagatalið er samþykkt af skólanefnd en þó með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars. Tillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði lokaður þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks, á sama hátt og lagt er til vegna Eldhamra.
Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.
Umræða varð um hugmyndafræði styttingar ("Betri vinnutími") og útfærslu hennar, eins og hún birtist í skólastarfi, ekki síst í leikskóla, þar sem stytting í skólastarfinu er veruleg áskorun.
-
Skólanefnd - 169
Áhersla starfshópsins er ekki síst á að endurnýjaðar verði mottur undir leiktækjum á skólalóð.
-
Skólanefnd - 169
Skólastjóri sagði frá vinnu við rýni skólalóðar. Hópurinn lagði til að í sumar yrði gerður boltavöllur á skólalóð, með sérstöku yfirborðsefni/málningu.
-
Skólanefnd - 169
-
Skólanefnd - 169
Í erindinu fara samtökin fram á það, á grundvelli upplýsingalaga, að fá að sjá samstarfssamning sveitarfélaga við Samtökin 78, sem og kennsluefni og fyrirlestra þeirra.
Bæjarstjóri mun senda Samtökunum upplýsingar um samstarfssamning þann sem gerður var við Samtökin 78.
-
Skólanefnd - 169
-
Skólanefnd - 169
-
Skólanefnd - 169