Málsnúmer 2305023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 272. fundur - 11.05.2023

Bæjarstjórn vísar í stefnu aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar um atvinnurekstur í íbúðahverfum, sbr. t.d. kafla 6.3.

Bæjarstjórn samþykkir að láta vinna verklagsreglur sem gildi þegar veittar eru umsagnir um rekstrarleyfi, um umsóknir til sýslumanns, einkum í íbúðahverfum. Skoðað verði m.a. hvort gera eigi grenndarkynningu að skilyrði við veitingu umsagna. Einnig verði skoðað hvenær og með hvaða hætti samþykki meðeigenda í fjöleignarhúsum þurfi að koma til.

Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að hafa forgöngu um gerð tillögu, sem bæjarráð taki til umræðu, eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lögð fram gögn, sbr. umræðu í bæjarstjórn 11. maí sl.

Umræður um málið.

Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

Samþykkt samhljóða.