Málsnúmer 2306004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Bæjarráð - 606 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2023. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,7% miðað við sama tímabil í fyrra.
    Á landsvísu hefur útsvar hækkað um 14,9% á umræddu tímabili.

    Íbúafjöldi í Grundarfirði er 879 íbúar í júní 2023, var 861 í janúar sl. og 849 í júní 2022.

  • Bæjarráð - 606 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .3 2301007 Framkvæmdir 2023
    Sif Hjaltdal Pálsdóttir, ráðgjafi frá Landslagi, er gestur undir þessum lið í tengslum við hönnun gangstígs á neðanverðum Hrannarstíg og undirbúning verkframkvæmda.
    Bæjarráð - 606 Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram vinnutillaga Sifjar/Landslags að útfærslu gangstétta á neðanverðum Hrannarstíg, þ.e. frá Grundargötu niður að Nesvegi. Samþykkt var að setja í forgang endurbætur á gangstétt meðfram bílaþvottaplani og leikskólalóð, og síðan niður að Nesvegi.

    Lögð eru fram viðbótarvinnugögn frá Sif og kostnaðarútreikningar með samanburði á valkostum varðandi steypu/hellulögn og samanburð kostnaðar m.v. áfangaskiptingu verks. Rætt um tengsl blágræns svæðis og niðurfalla á framkvæmdasvæðinu.

    Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir steyptri, bogadreginni gangstétt og aðliggjandi gróðursvæði í samræmi við hönnun Landslags. Ennfremur, að framkvæmd kaflans meðfram bílaþvottaplani og að horni leikskóla við Sólvelli verði unnin sem heild.
    Samhliða verði undirbúin endurnýjun götulýsingar og þá skoðað með staðsetningu staura.

    Bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falinn áframhaldandi undirbúningur.

    --

    Malbikun Akureyrar verður með malbikunarframkvæmdir/stöð á Snæfellsnesi frá 23. júlí og fram að verslunarmannahelgi. Fyrirhugaðar framkvæmdir hafa þegar verið ræddar í bæjarráði.

  • Þessi dagskrárliður er tekinn til afgreiðslu í upphafi bæjarráðsfundar.

    Sigurbjartur (Baddi) Loftsson, verkefnisstjóri orkuskiptaverkefnisins, situr fundinn í fjarfundi.

    Öðrum bæjarfulltrúum en þeim sem sitja í bæjarráði var einnig boðið að sitja fundinn undir þessum lið og taka þátt í samtalinu við Badda.


    Lögð eru fram eftirfarandi gögn:
    - Minnispunktar bæjarstjóra af vikulegum verkfundum í maí og júní.
    - Minnisblað Eflu, Óli Þór Jónsson og Ævar Jónsson (tölvupóstur 22.06.2023) um mat á þörf fyrir fjölda borhola.
    - Samantekt Badda, yfirlitsmynd af holum, dagbók (14.06.2023) o.fl.
    - Hönnunarteikningar, drög unnin af Badda, að rýminu undir íþróttahúsi.

    Bæjarráð - 606 Farið var yfir stöðuna í framkvæmdum vegna orkuskipta:

    Baddi útskýrði staðsetningu á borholum og fór yfir niðurstöðutölur fyrir þær holur sem þegar hafa verið boraðar, alls sex holur. Í dag stendur yfir borun á holu nr. 7.

    Í samræmi við ráðgjöf, sbr. minnisblað Eflu um borun á fjölda hola, samþykkir bæjarráð borun á þeim fjölda hola sem verksamningur við Borlausnir ehf. kveður á um, þ.e. 9-10 holur.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að breytingum á rými í kjallara íþróttahúss, sem fram eru lögð. Einnig er til afgreiðslu á þessum fundi, undir lið 2.2., beiðni um undanþágu frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar sunnan við íþróttahús á rými fyrir litla spennistöð, með fyrirvara um samninga við RARIK.

    Samþykkt samhljóða.
  • Í febrúar 2021 samþykkti bæjarráð/bæjarstjórn samningsþátttöku í stofnun sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa (umhverfis- og skipulagssvið) fyrir fjögur (nú þrjú) sveitarfélög á Snæfellsnesi, með Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, nú Sveitarfélagið Stykkishólmur, og Eyja- og Miklaholtshreppi.

    Fyrir liggur nú úttekt HLH Ráðgjafar, maí 2023; greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs og tillögur um starfsemi og stjórnun sviðsins, samræmingu milli sveitarfélaga og fleira.

    Ennfremur liggur fyrir bréf sviðsstjóra (12. júní 2023) með tillögum um fyrirkomulag á sviðinu og stöðugildi, yfirlit yfir verkefni sviðsins (maí 2023) og áður fram komið bréf/yfirlit sviðsstjóra um stöðugildi, með samanburði við annað sveitarfélag (nóvember 2022).
    Bæjarráð - 606 Bæjarráð telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi hins nýja sviðs, í samræmi við þau áform um uppbyggingu sem staðfest voru með samstarfssamningi sveitarfélaganna 2021.

    Nýta þurfi til frekari umbóta þá reynslu sem komin er á starfsemi sviðsins og á samstarf sveitarfélaganna, í anda þeirra tillagna sem fyrir liggja.

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar gerði í fjárhagsáætlun ársins 2023 ráð fyrir auknum framlögum til uppbyggingar og þróunar sviðsins, samanber ósk sviðsstjóra sem þá lá fyrir.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að því með fulltrúum samstarfssveitarfélaganna og sviðsstjóra að byggja upp starfsemi sviðsins og þá mikilvægu málaflokka og verkefni sem undir það heyra.

    Samþykkt samhljóða.

  • Lagt fram minnisblað Stefáns Gíslasonar hjá Umís, úr umræðum og undirbúningi Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, vegna útboðs sorpmála.

    Bæjarráð - 606 Rætt um hluta þeirra atriða sem fram koma í greinargóðri samantekt í minnisblaði Stefáns, einkum:

    - Fjöldi tunna heima við hús.
    Valkostir eru fjórar tunnur (plast, pappi, lífrænt, almennt) eða þrjár tunnur þannig að lífrænt fari ofaní almennu tunnuna ("tunna í tunnu"). Bæjarstjóra falið að kanna tiltekin atriði, í samræmi við umræður fundarins.
    - Gerð sorpskýla fyrir grenndargáma, er í vinnslu.
    - Staðsetning grenndarstöðva, þar sem tekið yrði á móti - að lágmarki - málmi, gleri og textíl, en móttaka á öðrum flokkum gæti einnig verið æskileg, sbr. minnisblaðið.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi útboðsins.

  • Bæjarráð - 606 Lögð fram fyrirspurn Vélsmiðju Grundarfjarðar dags. 12. júní 2023 um byggingarlóðir fyrir iðnaðarhúsnæði, en Vélsmiðjan hefur áhuga á að byggja á tveimur nýjum lóðum. Spurst er fyrir um lóðirnar Hjallatún 1 og 3.

    Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og vísar í afgreiðslu sína undir lið 2.6. hér að framan, um deiliskipulag iðnaðarsvæðisins við Kverná og auglýsingu á lausum lóðum.

  • Lagt fram til kynningar gjafabréf Lionsklúbbs Grundarfjarðar til kaupa og uppsetningar á sauna, að fjárhæð 1200.000 kr. en gjafabréfið var afhent bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa 22. júní sl.

    Bæjarráð - 606 Bæjarráð færir Lionsklúbbi Grundarfjarðar innilegar þakkir fyrir þessa dýrmætu gjöf og þann góða hug sem að baki býr.

  • Bæjarráð - 606 Lagt fram uppgjör skólaaksturs á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en taprekstur á haustönn 2022 nam kr. 1.920.679,-
    Hlutur Grundarfjarðarbæjar og greiðsla vegna þess er 537.790 kr.

    Í erindinu fer skólameistari FSN fram á að sveitarfélögin þrjú á norðanverðu Snæfellsnesi beiti sér í sameiningu fyrir breytingu á strætóakstri þannig að nemendur geti nýtt sér ferðir Strætó frá og með janúar 2024.
    Bæjarráð tekur jákvætt í það og tekur undir með skólameistara um nauðsyn þess að samnýta/samhæfa skólaakstur FSN og ferðir Strætó á Snæfellsnesi, í samræmi við þá vinnu sem fram hefur farið undanfarin misseri við að undirbúa þetta, með aðkomu SSV.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessu á framfæri á viðeigandi stöðum.

  • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar dags. 14. júní 2023 við Skátafélagið Örninn um fánaumsýslu (flöggun) á árinu 2023, en sambærilegir samningar hafa verið gerðir undanfarin ár.

  • Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.
    Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur við Mæstró ehf. vegna afnota af Sögumiðstöð sumarið 2023.
  • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur við Þórunni Kristinsdóttur, landeiganda að Hálsi, um afnot af landi undir hundagerði sem standi hundaleyfishöfum í Grundarfirði til boða. Samningurinn er gerður til 6 mánaða, þ.e. út árið 2023, og verður þá metið hver sé reynslan og hvert framhaldið eigi að vera.

  • Bæjarráð - 606 Lagt fram bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 19. júní 2023, þar sem kynnt er að kjarasamningur Sambandsins og Kjalar, sem undirritaður var 10. júní sl., hafi verið samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu dagana 15. júní til 19. júní 2023, með 91,7 % greiddra atkvæða.
  • Bæjarráð - 606 Lagður fram tölvupóstur þar sem Víkingurinn 2023 tilkynnir að upptökur á Vestfjarðavíkingnum fari ekki fram á Snæfellsnesi í ár, en jafnramt er óskað eftir að samþykktur styrkur færist til næsta árs 2024.

    Bæjarráð samþykkir færslu á áður samþykktum styrk til þáttagerðar sem fram fari í Grundarfirði 2024.

  • Bæjarráð - 606 Lagðar fram til kynningar fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands af fundum nr. 180 frá 15. mars sl, nr. 182 frá 12. júní sl. og 183 frá 14. júní sl.
  • Bæjarráð - 606 Lögð fram til kynningar skýrsla avinnumálanefndar Dalabyggðar um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð vorið 2023. Skýrslan var staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 15. júní 2023 og send öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi til kynningar.
  • Bæjarráð - 606 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 925-930.
  • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 13.04.2023, þar sem kynnt er breyting á boðun reglubundins eftirlits og ný gjaldskrá Umhverfisstofnunar, en nýtt fyrirkomulag hefur nú þegar tekið gildi. Einnig fylgdi kynning á nýjum gagnagrunni stofnunarinnar um mengaðan jarðveg og verður skjalið kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.