274. fundur 14. september 2023 kl. 16:30 - 19:22 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Marta Magnúsdóttir (MM)
  Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði með afbrigðum á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Leikskólinn Sólvellir - Bréf til bæjarstjórnar", sem yrði liður 26 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra - frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta sína, sbr. hjálagt skjal.

Lagt til að bæjarstjórn og hafnarstjórn haldi sameiginlegan fund til að ræða það stóra verkefni sem er móttaka skemmtiferðaskipa til bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt lagt til að bæjarstjórn bjóði ungmennaráði á bæjarstjórnarfund í vetur.

Samþykkt samhljóða.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Rætt um fundi og ráðstefnur framundan. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 21.-22. september nk., fundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður 20. september, fundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður 22. september og haustfundur SSV verður haldinn 4. október nk.

Bæjarstjóri sagði frá afmælisfögnuði sem haldinn verður 28. september nk. í tilefni 100 ára afmælis bókasafnsins.

3.Bæjarráð - 606

Málsnúmer 2306004FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • 3.1 2302010 Greitt útsvar 2023
  Bæjarráð - 606 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2023. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,7% miðað við sama tímabil í fyrra.
  Á landsvísu hefur útsvar hækkað um 14,9% á umræddu tímabili.

  Íbúafjöldi í Grundarfirði er 879 íbúar í júní 2023, var 861 í janúar sl. og 849 í júní 2022.

 • Bæjarráð - 606 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 3.3 2301007 Framkvæmdir 2023
  Sif Hjaltdal Pálsdóttir, ráðgjafi frá Landslagi, er gestur undir þessum lið í tengslum við hönnun gangstígs á neðanverðum Hrannarstíg og undirbúning verkframkvæmda.
  Bæjarráð - 606 Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram vinnutillaga Sifjar/Landslags að útfærslu gangstétta á neðanverðum Hrannarstíg, þ.e. frá Grundargötu niður að Nesvegi. Samþykkt var að setja í forgang endurbætur á gangstétt meðfram bílaþvottaplani og leikskólalóð, og síðan niður að Nesvegi.

  Lögð eru fram viðbótarvinnugögn frá Sif og kostnaðarútreikningar með samanburði á valkostum varðandi steypu/hellulögn og samanburð kostnaðar m.v. áfangaskiptingu verks. Rætt um tengsl blágræns svæðis og niðurfalla á framkvæmdasvæðinu.

  Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir steyptri, bogadreginni gangstétt og aðliggjandi gróðursvæði í samræmi við hönnun Landslags. Ennfremur, að framkvæmd kaflans meðfram bílaþvottaplani og að horni leikskóla við Sólvelli verði unnin sem heild.
  Samhliða verði undirbúin endurnýjun götulýsingar og þá skoðað með staðsetningu staura.

  Bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falinn áframhaldandi undirbúningur.

  --

  Malbikun Akureyrar verður með malbikunarframkvæmdir/stöð á Snæfellsnesi frá 23. júlí og fram að verslunarmannahelgi. Fyrirhugaðar framkvæmdir hafa þegar verið ræddar í bæjarráði.

 • Þessi dagskrárliður er tekinn til afgreiðslu í upphafi bæjarráðsfundar.

  Sigurbjartur (Baddi) Loftsson, verkefnisstjóri orkuskiptaverkefnisins, situr fundinn í fjarfundi.

  Öðrum bæjarfulltrúum en þeim sem sitja í bæjarráði var einnig boðið að sitja fundinn undir þessum lið og taka þátt í samtalinu við Badda.


  Lögð eru fram eftirfarandi gögn:
  - Minnispunktar bæjarstjóra af vikulegum verkfundum í maí og júní.
  - Minnisblað Eflu, Óli Þór Jónsson og Ævar Jónsson (tölvupóstur 22.06.2023) um mat á þörf fyrir fjölda borhola.
  - Samantekt Badda, yfirlitsmynd af holum, dagbók (14.06.2023) o.fl.
  - Hönnunarteikningar, drög unnin af Badda, að rýminu undir íþróttahúsi.

  Bæjarráð - 606 Farið var yfir stöðuna í framkvæmdum vegna orkuskipta:

  Baddi útskýrði staðsetningu á borholum og fór yfir niðurstöðutölur fyrir þær holur sem þegar hafa verið boraðar, alls sex holur. Í dag stendur yfir borun á holu nr. 7.

  Í samræmi við ráðgjöf, sbr. minnisblað Eflu um borun á fjölda hola, samþykkir bæjarráð borun á þeim fjölda hola sem verksamningur við Borlausnir ehf. kveður á um, þ.e. 9-10 holur.

  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að breytingum á rými í kjallara íþróttahúss, sem fram eru lögð. Einnig er til afgreiðslu á þessum fundi, undir lið 2.2., beiðni um undanþágu frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar sunnan við íþróttahús á rými fyrir litla spennistöð, með fyrirvara um samninga við RARIK.

  Samþykkt samhljóða.
 • Í febrúar 2021 samþykkti bæjarráð/bæjarstjórn samningsþátttöku í stofnun sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa (umhverfis- og skipulagssvið) fyrir fjögur (nú þrjú) sveitarfélög á Snæfellsnesi, með Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, nú Sveitarfélagið Stykkishólmur, og Eyja- og Miklaholtshreppi.

  Fyrir liggur nú úttekt HLH Ráðgjafar, maí 2023; greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs og tillögur um starfsemi og stjórnun sviðsins, samræmingu milli sveitarfélaga og fleira.

  Ennfremur liggur fyrir bréf sviðsstjóra (12. júní 2023) með tillögum um fyrirkomulag á sviðinu og stöðugildi, yfirlit yfir verkefni sviðsins (maí 2023) og áður fram komið bréf/yfirlit sviðsstjóra um stöðugildi, með samanburði við annað sveitarfélag (nóvember 2022).
  Bæjarráð - 606 Bæjarráð telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi hins nýja sviðs, í samræmi við þau áform um uppbyggingu sem staðfest voru með samstarfssamningi sveitarfélaganna 2021.

  Nýta þurfi til frekari umbóta þá reynslu sem komin er á starfsemi sviðsins og á samstarf sveitarfélaganna, í anda þeirra tillagna sem fyrir liggja.

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar gerði í fjárhagsáætlun ársins 2023 ráð fyrir auknum framlögum til uppbyggingar og þróunar sviðsins, samanber ósk sviðsstjóra sem þá lá fyrir.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að því með fulltrúum samstarfssveitarfélaganna og sviðsstjóra að byggja upp starfsemi sviðsins og þá mikilvægu málaflokka og verkefni sem undir það heyra.

  Samþykkt samhljóða.

 • Lagt fram minnisblað Stefáns Gíslasonar hjá Umís, úr umræðum og undirbúningi Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, vegna útboðs sorpmála.

  Bæjarráð - 606 Rætt um hluta þeirra atriða sem fram koma í greinargóðri samantekt í minnisblaði Stefáns, einkum:

  - Fjöldi tunna heima við hús.
  Valkostir eru fjórar tunnur (plast, pappi, lífrænt, almennt) eða þrjár tunnur þannig að lífrænt fari ofaní almennu tunnuna ("tunna í tunnu"). Bæjarstjóra falið að kanna tiltekin atriði, í samræmi við umræður fundarins.
  - Gerð sorpskýla fyrir grenndargáma, er í vinnslu.
  - Staðsetning grenndarstöðva, þar sem tekið yrði á móti - að lágmarki - málmi, gleri og textíl, en móttaka á öðrum flokkum gæti einnig verið æskileg, sbr. minnisblaðið.

  Bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi útboðsins.

 • Bæjarráð - 606 Lögð fram fyrirspurn Vélsmiðju Grundarfjarðar dags. 12. júní 2023 um byggingarlóðir fyrir iðnaðarhúsnæði, en Vélsmiðjan hefur áhuga á að byggja á tveimur nýjum lóðum. Spurst er fyrir um lóðirnar Hjallatún 1 og 3.

  Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og vísar í afgreiðslu sína undir lið 2.6. hér að framan, um deiliskipulag iðnaðarsvæðisins við Kverná og auglýsingu á lausum lóðum.

 • Lagt fram til kynningar gjafabréf Lionsklúbbs Grundarfjarðar til kaupa og uppsetningar á sauna, að fjárhæð 1200.000 kr. en gjafabréfið var afhent bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa 22. júní sl.

  Bæjarráð - 606 Bæjarráð færir Lionsklúbbi Grundarfjarðar innilegar þakkir fyrir þessa dýrmætu gjöf og þann góða hug sem að baki býr.

 • Bæjarráð - 606 Lagt fram uppgjör skólaaksturs á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en taprekstur á haustönn 2022 nam kr. 1.920.679,-
  Hlutur Grundarfjarðarbæjar og greiðsla vegna þess er 537.790 kr.

  Í erindinu fer skólameistari FSN fram á að sveitarfélögin þrjú á norðanverðu Snæfellsnesi beiti sér í sameiningu fyrir breytingu á strætóakstri þannig að nemendur geti nýtt sér ferðir Strætó frá og með janúar 2024.
  Bæjarráð tekur jákvætt í það og tekur undir með skólameistara um nauðsyn þess að samnýta/samhæfa skólaakstur FSN og ferðir Strætó á Snæfellsnesi, í samræmi við þá vinnu sem fram hefur farið undanfarin misseri við að undirbúa þetta, með aðkomu SSV.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessu á framfæri á viðeigandi stöðum.

 • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar dags. 14. júní 2023 við Skátafélagið Örninn um fánaumsýslu (flöggun) á árinu 2023, en sambærilegir samningar hafa verið gerðir undanfarin ár.

 • Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.
  Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur við Mæstró ehf. vegna afnota af Sögumiðstöð sumarið 2023.
 • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar samningur við Þórunni Kristinsdóttur, landeiganda að Hálsi, um afnot af landi undir hundagerði sem standi hundaleyfishöfum í Grundarfirði til boða. Samningurinn er gerður til 6 mánaða, þ.e. út árið 2023, og verður þá metið hver sé reynslan og hvert framhaldið eigi að vera.

 • Bæjarráð - 606 Lagt fram bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 19. júní 2023, þar sem kynnt er að kjarasamningur Sambandsins og Kjalar, sem undirritaður var 10. júní sl., hafi verið samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu dagana 15. júní til 19. júní 2023, með 91,7 % greiddra atkvæða.
 • Bæjarráð - 606 Lagður fram tölvupóstur þar sem Víkingurinn 2023 tilkynnir að upptökur á Vestfjarðavíkingnum fari ekki fram á Snæfellsnesi í ár, en jafnramt er óskað eftir að samþykktur styrkur færist til næsta árs 2024.

  Bæjarráð samþykkir færslu á áður samþykktum styrk til þáttagerðar sem fram fari í Grundarfirði 2024.

 • Bæjarráð - 606 Lagðar fram til kynningar fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands af fundum nr. 180 frá 15. mars sl, nr. 182 frá 12. júní sl. og 183 frá 14. júní sl.
 • Bæjarráð - 606 Lögð fram til kynningar skýrsla avinnumálanefndar Dalabyggðar um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð vorið 2023. Skýrslan var staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 15. júní 2023 og send öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi til kynningar.
 • Bæjarráð - 606 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 925-930.
 • Bæjarráð - 606 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 13.04.2023, þar sem kynnt er breyting á boðun reglubundins eftirlits og ný gjaldskrá Umhverfisstofnunar, en nýtt fyrirkomulag hefur nú þegar tekið gildi. Einnig fylgdi kynning á nýjum gagnagrunni stofnunarinnar um mengaðan jarðveg og verður skjalið kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.

4.Bæjarráð - 607

Málsnúmer 2307001FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • 4.1 2302010 Greitt útsvar 2023
  Bæjarráð - 607 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2023.

  Útsvarstekjur bæjarins í júní 2023 eru 18,4% lægri en þær voru í júní 2022.

  Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-júní 2023 hækkað um 3,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun útsvars á landsvísu er 14,8% á sama tímabili.

 • 4.2 2307002F Hafnarstjórn - 7
  Bæjarráð - 607
 • 4.3 2301007 Framkvæmdir 2023
  Farið yfir helstu framkvæmdaverkefni bæjarins sem í gangi eru eða eru fyrirhuguð:
  Bæjarráð - 607 - Malbikun 2023:

  Malbikun Akureyrar verður með malbikunarstöð á Snæfellsnesi frá 23. júlí og fram að verslunarmannahelgi, og síðan aftur um miðjan ágúst.

  Lögð fram samantekt bæjarstjóra á fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum, sem hafa nú þegar verið ræddar í bæjarráði.

  Bæjarráð óskar eftir að bætt verði við malbikunarframkvæmdirnar gangstétt efst á Hrannarstíg, vestan megin í götunni. Með því næðist að ljúka tengingu gangstétta eftir öllum Hrannarstíg, sem skilgreindur er sem ein megingöngugata bæjarins og er í forgangi varðandi gangstéttarframkvæmdir.
  Um er að ræða gangstétt frá aðkomu inná lóð Fellaskjóls og að botnlanga að Hrannarstíg 28-40 og tengingu þaðan og að gangbraut við Ölkelduveg.
  Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á að hrinda þessu í framkvæmd, með undirvinnu og tilheyrandi frágangi.

  - Hrannarstígur; endurnýjuð/steypt gangstétt og tilheyrandi svæði:

  Lögð fram ný gögn frá Sif Hjaltdal Pálsdóttur hjá Landslagi, en bæjarráð hafði áður samþykkt að gera ráð fyrir steyptri, bogadreginni gangstétt og aðliggjandi gróðursvæði í samræmi við hönnun Landslags.
  Um er að ræða framkvæmd við kafla frá aðkomu að Kjörbúðinni, meðfram bílaþvottaplani og að horni leikskóla við Sólvelli, sem verði unnin sem heild. Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa/sviðsstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.

  - Skiltamál innanbæjar, áfangi 1 af fleirum:

  Uppsetning leiðbeinandi merkinga innanbæjar er á döfinni. Settir verða upp vegprestar með skiltum og vegvitar með merkingum, sem vísa á helstu þjónustu og áningarstaði. Unnið hefur verið að undirbúningi í sumar og hefur Ríkey Konráðsdóttir, verkefnisstjóri/sumarstarfsmaður, haft umsjón með verkinu. Haft hefur verið samband við þjónustufyrirtæki í bænum, sem taka þátt í merkingunum. Stuðst er við handbók um skilti í náttúru Íslands, Vegrún - eða godarleidir.is, og útfært innanbæjar með bláa lógó-lit Grundarfjarðarbæjar sem grunnlit á skiltum. Uppsetning skiltanna fer fram í haust.

  Annar áfangi er endurnýjun skiltanna tveggja við bæjarmörkin, þar sem sett verða tví- eða þrískipt þjónustu- og upplýsingaskilti, en einnig varúðarskilti (Kirkjufell). Verður það einnig gert í samræmi við skiltahandbókina Vegrún.

  Endurnýjun fleiri skilta og merkinga verður skoðuð í framhaldi af fyrstu tveimur áföngunum.

  - Leiksvæði innanbæjar:

  Komið hafa fram óskir um að bæta úr aðstöðu fyrir mjög ung börn á leiksvæðum bæjarins, þ.e. að kallað er eftir fleiri leiktækjum fyrir yngstu börnin á leiksvæðum utan Leikskólans. Bæjarstjóri hefur m.a. átt fund og verið í sambandi við foreldra um þetta.
  Æskilegt er að bæta við leiktækjum fyrir ung börn, einkum á Hjaltalínsholti og í Þríhyrningi. Á leiksvæði á Hjaltalínsholti þarf einnig að skipta út og/eða endurbæta hluta leiktækja. Bæjarstjóra falið að skoða valkosti.
 • Sigurbjartur (Baddi) Loftsson, verkefnisstjóri orkuskiptaverkefnisins, situr fundinn í fjarfundi.
  Bæjarráð - 607 Farið var yfir stöðuna í verkefni um borun á varmadæluholum fyrir íþrótta- og skólamannvirki.

  Búið er að bora 10 holur, eins og verksamningur við Borlausnir ehf. gerði ráð fyrir, sbr. útboð verksins.
  Í einni holu var borun stöðvuð í rúmum 60 metrum, þar sem nokkurt hrun jarðvegs var í holunni.
  Hluti af verkinu var að verktakinn setti niður varmasöfnunarlagnir og -vökva og var það sett í alls 7 holur að þessu sinni. Tvær holur verða nýttar með öðrum hætti. Við fóðringu á einni holu, undir lok verks, festist borinn og hefur tekið þó nokkurn tíma að losa hann. Nýr bor verður notaður til að setja fóðringu holunnar niður, en að því búnu fjarlægir verktakinn bor og búnað af verkstað.

  Baddi rifjaði upp hver væri áætluð orkuþörf mannvirkjanna og sagði að væntingar væru um að holurnar myndu skila því magni af orku sem stefnt hefði verið að.

  Tekin höfðu verið vatnssýni og þau send í greiningu, að höfðu samráði við Hauk Jóhannesson jarðfræðing. Beðið er eftir niðurstöðum. Í framhaldi af þeim munum við heyra í eða hitta Hauk. Ennfremur verður búnaðarlisti endanlega ákveðinn þegar niðurstöður liggja fyrir úr vatnssýnum, þannig að við búnaðarkaupin sé höfð hliðsjón af efnisgæðum vatnsins.

  Sótt hefur verið um nýja rafmagnsheimtaug til RARIK og sagði Baddi frá samskiptum sínum við RARIK. Setja þarf upp litla spennistöð vegna nýju heimtaugarinnar.

  Unnið er að því að hanna og teikna upp lagnir og tengingar, frá borholum, inní íþróttahús þar sem tæknirýmið verður og svo áfram inní grunnskóla. Efla sér um þann hluta, í samráði við Badda og Grundarfjarðarbæ.

  Í samræmi við það sem rætt hefur verið á verkfundi með Eflu, leggur Baddi til að varmadælurnar verði fimm talsins, en ekki fjórar - til að tryggja öryggi kerfisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða.

  Að loknum sumarleyfum, um miðjan ágúst, verður farið á fullt í að ljúka undirbúningi skv. framangreindu.

  Badda var að lokum þakkað fyrir góðar upplýsingar.
 • Farið var yfir stöðuna á samstarfsverkefni Grundarfjarðarbæjar, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Eyja- og Miklaholtshrepps um umhverfis- og skipulagssvið, sbr. samning frá 2021.

  Þann 30. júní sl. fóru bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Bjarni og Signý til fundar í Stykkishólmi með fulltrúum samstarfssveitarfélaganna, til viðræðna um samstarfið og mögulegar breytingar á því.

  Bæjarráð - 607 Rætt um stöðuna.

  Bæjarráð ítrekar bókun sína frá síðasta bæjarráðsfundi og telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi sviðsins, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna 2021.

  Bæjarráð dró upp fimm mögulega valkosti til útfærslu um samstarf sveitarfélaga á þessu sviði. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu, í samræmi við umræður fundarins.

  Bókun fundar Þann 24. júlí sl. barst tölvupóstur frá bæjarráði Sveitarfélagsins Stykkishólms, þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið muni draga sig úr samstarfi um sameiginlegt svið umhverfis- og skipulagsmála. Frekara fyrirkomulag eða óskir varðandi úrsögn liggja ekki fyrir.

  Bæjarstjóri hefur sent erindi til samstarfssveitarfélaganna og óskað eftir upplýsingum og viðræðum um næstu skref.
 • Lögð fram tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda út júlímánuð.

  Bæjarráð - 607 Bæjarráð fór yfir framlögð gögn, sérstaklega yfir áætlun um fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna á árunum 2024-2028.

  Í júní 2022 skilaði hafnarstjórn/bæjarstjórn óskum sínum um framkvæmdir inní fimm ára aðgerðaáætlun.

  Bæjarráð tekur undir með hafnarstjórn af fundi nr. 7, þann 18.07.2023, um þær viðbætur sem óskað er að verði hafðar með í áætluninni og byggjast á fyrri óskum.

  Auk þess telur bæjarráð að koma eigi á framfæri í samráðsgátt, um samgönguáætlun, athugasemdum þeim sem felast í ályktunum bæjarstjórnar um þörf fyrir aukið viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi. Ekki síst því, að m.v. framvindu viðhaldsverkefna og stöðu, ætti að endurskoða fjárveitingar og flokkun verkefna á verstu vegarköflunum, þar sem viðhaldsleysi þeirra hafi orsakað þörf fyrir endurbyggingu. Stærstu og brýnustu viðhaldsverkefnin ættu að færast úr flokki viðhalds bundinna slitlaga yfir í nýframkvæmdir þar sem tryggja þyrfti sérstakar fjárveitingar í samgönguáætlun til nýbyggingar brýnustu vegarkaflanna.

  Bæjarstjóra falið að setja þessi skilaboð í búning og koma þeim á framfæri.

  Ennfremur leggur bæjarráð áherslu á að breikkun vega á Snæfellsnesi er afar brýn, af öryggisástæðum. Í svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026 er að finna stefnu um grunngerð og samgöngur, m.a. um að "vegir, stígar og nettengingar svæðisins þróist í samræmi við þarfir íbúa og fjölgun ferðamanna" (U25). Mikil þörf er á að endurbæta þjóðvegina á Snæfellsnesi þannig að þeir þjóni þeirri umferð sem um þá fer og séu öruggir fyrir akandi og hjólandi umferð, sem sífellt færist í vöxt. Endurbætur þarf að gera með hvorutveggja í huga.
 • Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, situr fundinn undir þessum lið, að ósk bæjarráðs.
  Bæjarráð - 607 Borist hefur beiðni um endurupptöku máls sem snýst um stöðvun framkvæmda, sbr. framlagt bréf byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2023 þar að lútandi.

  Byggingarfulltrúi fór yfir málið eins og það liggur fyrir, sbr. fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa.

  Erindið er til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfissviði og sér bæjarráð ekki ástæðu til að taka ákvörðun í málinu á þessu stigi.
 • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 22. júní 2023 um umsögn við umsókn Radims Radimssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, sem rekinn verður sem Mosadalur, staðsetning: Háls 2 og Háls 3.

  Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.
  Bæjarráð - 607 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt. Samþykkt samhljóða.
 • 4.9 2307006 Spjör - Ágangsfé
  Lagt er fram erindi með tölvupósti frá Jóhannesi Finni Halldórssyni, f.h. jarðareigenda Spjarar í Eyrarsveit, dags. 29. júní 2023, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið smali ágangsfé úr landi Spjarar, sem sé skógræktarjörð.

  Lagt fram álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047 sem snerist um beiðni um smölun sveitarfélags á ágangsfé og minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2023, um ágang búfjár.

  Í áliti innviðaráðuneytisins var eldra mál varðandi ágang búfjár tekið fyrir að nýju og fyrri leiðbeiningar ráðuneytisins um skyldur sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé (útg. júní 2021) felldar úr gildi, í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis (útg. október 2022). Minnisblað Sambandsins frá 3. febrúar sl. byggði ekki á þessu nýja áliti innviðaráðuneytis.

  Í áliti innviðaráðuneytisins er bent á að ekki sé samræmi í framkvæmd á milli ákvæða laga um búfjárhald og laga um afréttarmálefni, því í lögum um búfjárhald sé lausaganga búfjár skilgreind á þann veg að um sé að ræða lausagöngu þegar búfé gengur á annars manns lands í óleyfi og jafnframt að þörf sé á sérstakri friðun lands til að umgangur búfjár sé þar bannaður. Ákvæði laga um afréttamálefni kveði hins vegar á um að umgangur búfjár í annarra manna landi sé almennt bannaður. Því taldi ráðuneytið mikilvægt að ákvæði framangreindra laga yrðu endurskoðuð sem fyrst og sendi málið til matvælaráðuneytisins til að vekja athygli á þessu misræmi í lagaframkvæmd. Gerð leiðbeininga um ákvæði laga um afréttarmálefni var ennfremur vísað til matvælaráðuneytis.

  Í áliti innviðaráðuneytis sagði síðan að ákvarðanir um smölun á ágangsfé, og eftir atvikum ákvörðun um að leggja á kostnað vegna slíkrar smölunar á búfjáreiganda, séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Sveitarfélög þurfi því, við meðferð slíkra mála, að gæta að grundvallarreglum stjórnsýslulaga, svo sem að mál sé nægilega vel upplýst.

  Í álitinu kom einnig fram að það kynni þó „að vera heppilegt að mati ráðuneytisins, í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er um framkvæmd umræddra ákvæða laga um afréttarmálefni, að sveitarfélög móti sér verklagsreglur um samræmda framkvæmd þessara mála, eftir atvikum með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga.“

  Í umsögn viðkomandi sveitarfélags um það mál sem til skoðunar var í áliti innviðaráðuneytis, sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, kom fram að sveitarfélög landsins telji afar brýnt að fá skýrar leiðbeiningar með ákvæðum 31. og 33. gr. laga um afréttarmálefni.

  Á 919. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr á árinu samþykkti stjórnin að sambandið myndi eiga frumkvæði að því að koma á fundi milli fulltrúa innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, bændasamtakanna og Sambandsins, til þess að koma á samráðshópi um heildarendurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf.

  Á fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt um þetta viðfangsefni með fulltrúum sveitarfélaga þann 18. júlí sl. kom fram að löggjöf sé óljós og misvísandi, og úr því þurfi að bæta, og að fulltrúar Sambandsins muni eiga fund með matvælaráðuneytinu í ágústmánuði til að fara yfir þetta viðfangsefni.

  Bæjarráð - 607 Bæjarráð telur brýnt að álit matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna, sem og að Alþingi hefji nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða óboðlegri réttaróvissu við túlkun laga um búfjárhald og laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er varðar skilgreiningar og leiðbeiningar á mikilvægum atriðum. Á það t.d. við um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár, hvernig kostnaðarskipting skuli vera, hverjir teljist aðilar máls samkvæmt stjórnsýslulögum og fleiri veigamikil atriði þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um rannsóknarskyldu, meðalhóf, og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar, áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu.

  Bæjarráð áréttar, með hliðsjón af áliti innviðaráðuneytisins frá í júní sl., að hafa þurfi í huga ólíka stöðu landssvæða að því leytinu hvort afréttir séu í sveitarfélagi eða ekki, eins og hagar til á Snæfellsnesi. Í Eyrarsveit og á Snæfellsnesinu öllu eru einungis lönd í einkaeigu/heimalönd, auk takmarkaðra svæða sem nýlega voru skilgreind sem þjóðlendur, en engir afréttir.

  Með vísan til framangreindrar réttaróvissu og til álits innviðaráðuneytisins frá í júní sl., um að viðhafa þurfi vandaða stjórnsýsluhætti við afgreiðslu slíkra mála, telur bæjarráð rétt að fresta afgreiðslu einstakra erinda um beiðni um smölun á ágangsfé þar til leiðbeinandi reglur ráðuneytis/ráðuneyta verði gefnar út eða þar til endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. hefur farið fram. Verði töf á því eða skýrar bendingar komi fram um að einstök sveitarfélög verði að leysa úr óvissunni, án þess að lagagrunnur verði styrktur eða leiðbeiningar ráðuneytis komi fram, þá komi til greina að sveitarfélagið vinni eigin verklagsreglur. Er bæjarstjóra falið að fylgjast með niðurstöðu úr samtali Sambands íslenskra sveitarfélaga við ráðuneyti um þetta, sbr. framanritað.

  Bæjarráð telur að ennfremur kunni að vera þörf á að ræða túlkun og mögulega endurskoðun fjallskilasamþykktar Snæfellsness við nágrannasveitarfélög og felur bæjarstjóra að taka það upp við fulltrúa nágrannasveitarfélaganna.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins og framangreinda bókun.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu framlagðrar beiðni um smölun ágangsfjár og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
 • Bæjarstjóri sagði frá því að lögmaður Veitna og fulltrúi Veitna í teymi um lóðir og lendur hafi komið og fundað með fulltrúum bæjarins í gær, þann 18. júlí.

  Bæjarráð - 607 Bæjarstjóri sagði frá því helsta sem fram kom í samtali við fulltrúa Veitna, á fundi í Grundarfirði í gær, 18. júlí, en það snerist einkum um Vatnsveitu Grundarfjarðar.

  Bæjarstjóri mun taka saman minnispunkta um samtalið.
 • Bæjarráð - 607 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 14. júlí 2023 og minnisblað sem unnið var um mögulegan starfsmann fyrir almannavarnanefnd Vesturlands. Í póstinum kemur fram að boðað verði til fundar í ágúst um efnið.
 • Bæjarráð - 607 Bæjarstjóri sagði frá því að myndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði sé komið í loftið. Íþrótta- og tómstundanefnd, núverandi og sú síðasta, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, létu vinna myndbandið, en það er Tómas Freyr Kristjánsson sem það vann.
  Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=LAoqpct1ENQ&t=10s

  Ennfremur hefur Stöð 2, í samvinnu við GVG - Golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði, tekið upp þátt um golf í Grundarfirði, sem sýna á fljótlega á Stöð 2. Tekið var upp efni um Grundarfjörð í leiðinni.

 • Bæjarráð - 607 Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu á vegum Mílu í samræmi við áætlun fyrirtækisins um lagningu á árinu 2023. Þar með verða 110 heimili í viðbót tengd ljósleiðara.
  Frekari frágangur er í vinnslu á vegum verktaka fyrir Mílu og tengingar fyrir íbúa fara fram í ágúst.

  Sjá frétt á vef bæjarins: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/110-heimili-i-vidbot-tengd-ljosleidara
 • Sótt var um styrk til Vegagerðarinnar í styrkvegasjóð. Þann 26. júní sl. var Grundarfjarðarbæ úthlutað fjórum milljónum í styrk. Bæjarráð - 607 Tilkynnt var í lok júní um 4 milljón króna styrk til Grundarfjarðarbæjar vegna umsóknar til Vegagerðarinnar (Styrkvegasjóður) og verður honum varið á þessu ári til endurbóta/viðhalds á vegi um Kolgrafafjörð og vegi fyrir Eyrarfjall.

 • Bæjarráð - 607 Lögð fram til kynningar fundargerð 184. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 11. júlí sl.
 • Bæjarráð - 607 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga af 931. fundi sem haldinn var 22. júní sl.

5.Bæjarráð - 608

Málsnúmer 2308002FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • Byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar til útgáfu byggingarheimildar í samræmi við bókun afgreiðslufundar nr. 2. Bæjarráð - 608
  Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu og ósk byggingarfulltrúa og staðfestir heimild hans til útgáfu byggingarheimildar í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 greinar í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

6.Bæjarráð - 609

Málsnúmer 2307004FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  Bæjarráð - 609
 • 6.2 2302010 Greitt útsvar 2023
  Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí og janúar-ágúst 2023.

  Bæjarráð - 609 Skv. yfirlitinu janúar-ágúst hefur greitt útsvar hækkað um 9,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • Lagt fram sex mánaða uppgjör fyrir tímabilið janúar-júní 2023.
  Bæjarráð - 609 Skv. yfirlitinu eru fjármagnsgjöld hærri en áætlun, sem er í takt við hækkun á vísitölu neysluverðs. Á móti eru tekjur hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Í heildina er rekstur á pari við áætlun fyrstu sex mánuði ársins.
 • 6.4 2304026 Launaáætlun 2023
  Lögð fram yfirlit yfir áætluð og greidd laun jan.-júní 2023, jan.-júlí 2023 og jan.-ágúst 2023.
  Bæjarráð - 609 Skv. yfirliti jan.-ágúst 2023 eru raunlaun lítillega undir launaáætlun fyrir sama tímabil. Farið yfir niðurbrot niður á deildir.
 • Kynnt beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 28.885 kr.
  Bæjarráð - 609 Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 28.885 kr. auk vaxta.
 • Bæjarráð - 609 Lagt fram og farið yfir minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
 • Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
  Bæjarráð - 609 Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög sem verða unnin áfram.
 • Lagt fram fylgiskjal með tillögu um að 50% tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjaldi gildi út árið 2023 á tilteknum eldri íbúðarlóðum.

  Afsláttur skv. síðustu samþykkt bæjarstjórnar var 50% út júní 2023.

  Bæjarráð - 609 Tillaga um áframhaldandi tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum rædd.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum verði veittur út árið 2023 af tilteknum eldri íbúðarlóðum, sbr. framlagða tillögu.
 • Lögð fram jafnréttisáætlun sem gildir út árið 2023 og lögð fram drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun áranna 2024-2026.
  Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun áranna 2024-2026.
  Bókun fundar Drög að Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar 2024-2026 var send til Jafnréttisstofu til yfirlestrar. Unnið er að uppfærslu áætlunarinnar eftir ábendingar frá Jafnréttisstofu. Að þeirri uppfærslu lokinni verður áætlunin lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
 • Lagt fram minnisblað Gísla Guðmundssonar, jarðefnafræðings, dags. 17. ágúst sl. um vatnssýni úr borholum VD-01 og VD-07.
  Bæjarráð - 609 Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri (gegnum síma), og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

  Farið var yfir stöðuna á verkefni um borun á varmadæluholum og orkuskipti fyrir íþrótta- og skólamannvirki.

  Bæjarfulltrúar áttu fund með Sigurbjarti, verkefnastjóra, Hauki Jóhannessyni, jarðfræðingi og Gísla Guðmundssyni, jarðefnafræðingi í ágúst sl. Áhugaverðar niðurstöður liggja fyrir eftir rannsóknir á vatninu sem kom upp úr borholunum.

  Næstu skref í varmadæluverkefninu eru að koma lögnunum frá borholum inn í hús fyrir veturinn, samningsgerð við Rarik um hýsingu fyrir nýja spennistöð tengt verkefninu, undirbúningur fyrir breytingar innanhúss í íþróttahúsi, búnaðarkaup o.fl.

  Bæjarstjóri sagði frá að beðið sé eftir niðurstöðum úr tveimur sjóðum vegna styrkumsókna bæjarins í verkefnið.
 • 6.11 2301007 Framkvæmdir 2023
  Lagðar fram teikningar sem sýna breytta legu götunnar Hjallatúns, unnar af Eflu, sbr. umræður í bæjarráði sl. vor.
  Bæjarráð - 609 Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn gegnum síma undir þessum lið.

  Hún fór yfir stöðu deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi. Deiliskipulagsbreyting iðnaðarsvæðis við Kverná er í lokameðferð hjá Skipulagsstofnun, komin er tillaga að breyttri hæð í götunni Hjallatúni, deiliskipulag hafnarsvæðis er langt komið og deiliskipulag Framness er áfram í vinnslu.
 • 6.12 2309004 Snjómokstur
  Lagt fram yfirlit um kostnað við snjómokstur áranna 2011-2022.
  Bæjarráð - 609 Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inn á fundinn undir þessum lið gegnum síma. Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðustu tveggja vetra, en fyrirkomulagið var með þeim hætti að verktökum var boðið til samningsviðræðna um snjómokstur með mögulegri þátttöku allra að verkinu.

  Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um. Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðustu vetra.

  Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram gögn, sbr. umræðu í bæjarstjórn 11. maí sl.
  Bæjarráð - 609 Umræður um málið.

  Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II vegna þriggja íbúða að Grundargötu 12, en svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi.

  Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram kemur tillaga um grenndarkynningu.

  Fyrir liggja úttektir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

  Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir að gerð verði grenndarkynning vegna umsagnar bæjarins um framlagða umsókn í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa. Kynnt verði fyrir eigendum Grundargötu 10, 11, 13, 13a og 16, sem og eigendum íbúða í húsinu Grundargötu 12-14.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanni um breytingu á áður útgefnu rekstrarleyfi Bjarg apartment ehf, sem gildir nú aðeins fyrir íbúð á neðri hæð hússins.
  Bæjarráð - 609
 • Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Stykkishólms frá 21. ágúst sl. um ágang búfjár ásamt upplýsingum landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins frá 12. júlí sl.
  Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir að gögnin verði lögð fram til kynningar hjá skipulags- og umhverfisnefnd, sem fer með landbúnaðarmál.
 • Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) sem haldinn verður 22. september nk.
  Bæjarráð - 609 Bæjarstjóri mun sitja fundinn. Bæjarfulltrúum er sömuleiðis heimilt að sitja fundinn.
 • Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um haustþing SSV 2023 sem haldið verður 4. október nk.
  Bæjarráð - 609
 • Lögð fram til kynningar tilkynning fulltrúaráðs Eingarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um aðalfund sem haldinn verður 6. október nk.
  Bæjarráð - 609 Bæjarstjóri verður með erindi á þessum fundi.

7.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram tímaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2024-2027.Jafnframt lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

Farið yfir tímaáætlun og forsendur.

8.Gjaldskrá - Námur Grundarfjarðarbæjar, efnistaka

Málsnúmer 2208004Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11. maí sl. Fyrir liggur tillaga um minniháttar breytingar með vísun í nýtingaráætlun fyrir námur í Hrafnsá o.fl.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lagt til að tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Vinnu er að ljúka við að útbúa deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið, sem síðan verður sett í auglýsingu og athugasemdaferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd mun funda 19. september nk. og m.a. afgreiða deiliskipulagstillögu að hafnarsvæði til auglýsingar. Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn 12. október nk.

Lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til að afgreiða deiliskipulagstillöguna á fundi sínum í lok september, svo unnt sé að koma henni fyrr í auglýsingu.

Samþykkt samhljóða.

10.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti styrkveitingu úr Orkusjóði að fjárhæð 16,4 millj. kr. til orkuskiptaverkefnisins, en úthlutun fór fram þann 7. september sl. Áður hafði Grundarfjarðarbær fengið 10 og 7 milljónir í styrki til verkefnisins, auk þess andvirði einnar varmadæluholu.Lagðir fram fundarpunktar bæjarstjóra af verkfundi 8. september sl. og ný tímaáætlun framkvæmda.Í fundarpunktunum felast tvær tillögur til bæjarstjórnar.Annars vegar tillaga um að fram fari prufudælingar vatns í holum VD-01 og VD-07 og hins vegar tillaga um að óskað verði eftir því við dr. Hauk Jóhannesson jarðfræðing, að hann setji saman minnisblað um stöðu borunar, í ljósi niðurstaðna sem nú liggja fyrir eftir borun og eftir efnagreiningu vatns úr holunum. Er þetta gert með frekari nýtingu jarðhita til orkuöflunar í framtíðinni í huga.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingu til verkefnisins.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að láta fara fram prufudælingu úr tveimur borholum, á næstu vikum, til að staðreyna vatnsmagn og hegðun vatns í holunum, sbr. tillögu af verkfundi 8. september sl. og umræður á fundi með Hauki Jóhannessyni jarðfræðingi þann 24. ágúst sl. Í því felst að keypt verði dæla og viðeigandi lagnir lagðar að henni.

Einnig samþykkir bæjarstjórn samhljóða að óska eftir því við Hauk, að hann taki saman minnisblað fyrir bæjarstjórn, um stöðu og tækifæri til frekari borunar og nýtingar jarðhita sem orkugjafa, í ljósi þeirra niðurstaðna sem liggja fyrir eftir borun sumarsins og efnagreiningu borholuvatns, sbr. minnisblað Gísla Guðmundssonar jarðefnafræðings dags. 17. ágúst 2023.

11.Persónuverndaryfirlýsing

Málsnúmer 2309025Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar persónuverndaryfirlýsing sem tekur við af persónuverndarstefnu sem samþykkt var árið 2018. Persónuverndaryfirlýsingin innifelur nákvæmari skilgreiningar á persónuvernd.Jafnframt lögð fram til kynningar ýmis persónuverndargögn, verklagsreglur o.fl. sem eru í vinnslu.

Persónuverndaryfirlýsing Grundarfjarðarbæjar samþykkt samhljóða.

12.Guðrún Lilja Magnúsdóttir o.fl. - Bókasafnið okkar

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Lilju Magnúsdóttur og fleirum um að efla starfsemi Bókasafns Grundarfjarðar sem almenningsbókasafns og að útvíkka hlutverk þess í Sögumiðstöðinni.

Öll tóku til máls.

Bréfriturum er þakkað fyrir erindið.

Farið yfir bréfið og lagt til að það verði sent til umfjöllunar í menningarnefnd og starfshópi um málefni bókasafns.

Samþykkt samhljóða.

13.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 3.-6. fundar starfshóps um skólastefnu, sem eru fjórir fundir frá því bæjarstjórn fór í sumarleyfi, auk hluta úr vinnuskjali stýrihóps þar sem fram kemur tímaáætlun verkefnisvinnunnar.

14.Umhverfisvottun Snæfellsness - EarthCheck vottun, 14. skiptið

Málsnúmer 2309016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar EarthCheck vottun fyrir Snæfellsnes, en samstarfsaðilar hafa nú fengið vottun í 14. sinn.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fagnar þessum ánægjulega áfanga og þakkar verkefnisstjóra fyrir vel unna vinnu.

15.Jeratún ehf. - Fundargerð 67 og árshlutareikningur

Málsnúmer 2309013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 67. stjórnarfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 25. ágúst sl., ásamt árshlutareikningi jan.-júní 2023.

16.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 215. fundar sem haldinn var 16. maí sl. og fundargerð 216. fundar sem haldinn var 15. ágúst sl.

17.SSV - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV; fundargerð 175. fundar sem haldinn var 7. júní sl. og fundargerð 176. fundar sem haldinn var 23. ágúst sl.

18.Íslandsstofa - Boð á vinnustofu um útflutningstækifæri á Vesturlandi - 19. september á Hótel Hamri Borgarnesi

Málsnúmer 2309019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð Íslandsstofu á vinnustofu um útflutningstækifæri á Vesturlandi, sem haldin verður 19. september nk. í Borgarnesi.

19.Norska húsið

Málsnúmer 2309022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boðskort Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla á opnun á nýrri grunnsýningu safnsins í Norska húsinu, Stykkishólmi, þann 23. september nk.

Fylgiskjöl:

20.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Ársfundur 2023

Málsnúmer 2309023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 31. ágúst sl., um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 20. september nk.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.

21.EBÍ - Aðalfundarboð-Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 6. október nk.

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands (EBÍ) sem haldinn verður 6. október nk.Bæjarstjóri verður með erindi á fundinum og mun sækja hann.22.SSV - Fundur um samgöngumál

Málsnúmer 2309018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar glærukynning SSV af fundi um samgönguáætlun, sem haldinn var með sveitarstjórnarfólki af Vesturlandi og þingmönnum kjördæmisins þann 7. sept. sl.

23.Innviðaráðuneytið - Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september sl., um framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024.

Fram kemur að gerð hefur verið breyting á reglugerð nr. 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.

24.Innviðaráðuneytið - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

Málsnúmer 2309020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september sl., með hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu.

Í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011 er tekið fram að sveitarstjórn skuli móta sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd. Íslensk málnefnd hefur tekið saman leiðbeiningar um mótun málstefnu fyrir sveitarfélög, skóla og stofnanir.

Leiðbeiningarnar má finna á vefsíðu Íslenskrar málnefndar: www.islenskan.is/leidbeiningar-um-motun-malstefnu/.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar og vinnslu í bæjarráði.

25.HMS - Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 2309015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS þar sem fram kemur að innan tíðar verði opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Einnig fylgja leiðbeiningar um aðgang að stofnframlagakerfi HMS.26.Leikskólinn Sólvellir - Bréf til bæjarstjórnar

Málsnúmer 2309026Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf leikskólastjóra með þökkum til bæjarstjórnar og annarra fyrir framkvæmdir á leikskólanum í sumar.

Bæjarstjórn þakkar leikskólastjóra fyrir bréfið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:22.