-
Bæjarráð - 607
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2023.
Útsvarstekjur bæjarins í júní 2023 eru 18,4% lægri en þær voru í júní 2022.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-júní 2023 hækkað um 3,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun útsvars á landsvísu er 14,8% á sama tímabili.
-
Bæjarráð - 607
-
Bæjarráð - 607
- Malbikun 2023:
Malbikun Akureyrar verður með malbikunarstöð á Snæfellsnesi frá 23. júlí og fram að verslunarmannahelgi, og síðan aftur um miðjan ágúst.
Lögð fram samantekt bæjarstjóra á fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum, sem hafa nú þegar verið ræddar í bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir að bætt verði við malbikunarframkvæmdirnar gangstétt efst á Hrannarstíg, vestan megin í götunni. Með því næðist að ljúka tengingu gangstétta eftir öllum Hrannarstíg, sem skilgreindur er sem ein megingöngugata bæjarins og er í forgangi varðandi gangstéttarframkvæmdir.
Um er að ræða gangstétt frá aðkomu inná lóð Fellaskjóls og að botnlanga að Hrannarstíg 28-40 og tengingu þaðan og að gangbraut við Ölkelduveg.
Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á að hrinda þessu í framkvæmd, með undirvinnu og tilheyrandi frágangi.
- Hrannarstígur; endurnýjuð/steypt gangstétt og tilheyrandi svæði:
Lögð fram ný gögn frá Sif Hjaltdal Pálsdóttur hjá Landslagi, en bæjarráð hafði áður samþykkt að gera ráð fyrir steyptri, bogadreginni gangstétt og aðliggjandi gróðursvæði í samræmi við hönnun Landslags.
Um er að ræða framkvæmd við kafla frá aðkomu að Kjörbúðinni, meðfram bílaþvottaplani og að horni leikskóla við Sólvelli, sem verði unnin sem heild. Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa/sviðsstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.
- Skiltamál innanbæjar, áfangi 1 af fleirum:
Uppsetning leiðbeinandi merkinga innanbæjar er á döfinni. Settir verða upp vegprestar með skiltum og vegvitar með merkingum, sem vísa á helstu þjónustu og áningarstaði. Unnið hefur verið að undirbúningi í sumar og hefur Ríkey Konráðsdóttir, verkefnisstjóri/sumarstarfsmaður, haft umsjón með verkinu. Haft hefur verið samband við þjónustufyrirtæki í bænum, sem taka þátt í merkingunum. Stuðst er við handbók um skilti í náttúru Íslands, Vegrún - eða godarleidir.is, og útfært innanbæjar með bláa lógó-lit Grundarfjarðarbæjar sem grunnlit á skiltum. Uppsetning skiltanna fer fram í haust.
Annar áfangi er endurnýjun skiltanna tveggja við bæjarmörkin, þar sem sett verða tví- eða þrískipt þjónustu- og upplýsingaskilti, en einnig varúðarskilti (Kirkjufell). Verður það einnig gert í samræmi við skiltahandbókina Vegrún.
Endurnýjun fleiri skilta og merkinga verður skoðuð í framhaldi af fyrstu tveimur áföngunum.
- Leiksvæði innanbæjar:
Komið hafa fram óskir um að bæta úr aðstöðu fyrir mjög ung börn á leiksvæðum bæjarins, þ.e. að kallað er eftir fleiri leiktækjum fyrir yngstu börnin á leiksvæðum utan Leikskólans. Bæjarstjóri hefur m.a. átt fund og verið í sambandi við foreldra um þetta.
Æskilegt er að bæta við leiktækjum fyrir ung börn, einkum á Hjaltalínsholti og í Þríhyrningi. Á leiksvæði á Hjaltalínsholti þarf einnig að skipta út og/eða endurbæta hluta leiktækja. Bæjarstjóra falið að skoða valkosti.
-
Bæjarráð - 607
Farið var yfir stöðuna í verkefni um borun á varmadæluholum fyrir íþrótta- og skólamannvirki.
Búið er að bora 10 holur, eins og verksamningur við Borlausnir ehf. gerði ráð fyrir, sbr. útboð verksins.
Í einni holu var borun stöðvuð í rúmum 60 metrum, þar sem nokkurt hrun jarðvegs var í holunni.
Hluti af verkinu var að verktakinn setti niður varmasöfnunarlagnir og -vökva og var það sett í alls 7 holur að þessu sinni. Tvær holur verða nýttar með öðrum hætti. Við fóðringu á einni holu, undir lok verks, festist borinn og hefur tekið þó nokkurn tíma að losa hann. Nýr bor verður notaður til að setja fóðringu holunnar niður, en að því búnu fjarlægir verktakinn bor og búnað af verkstað.
Baddi rifjaði upp hver væri áætluð orkuþörf mannvirkjanna og sagði að væntingar væru um að holurnar myndu skila því magni af orku sem stefnt hefði verið að.
Tekin höfðu verið vatnssýni og þau send í greiningu, að höfðu samráði við Hauk Jóhannesson jarðfræðing. Beðið er eftir niðurstöðum. Í framhaldi af þeim munum við heyra í eða hitta Hauk. Ennfremur verður búnaðarlisti endanlega ákveðinn þegar niðurstöður liggja fyrir úr vatnssýnum, þannig að við búnaðarkaupin sé höfð hliðsjón af efnisgæðum vatnsins.
Sótt hefur verið um nýja rafmagnsheimtaug til RARIK og sagði Baddi frá samskiptum sínum við RARIK. Setja þarf upp litla spennistöð vegna nýju heimtaugarinnar.
Unnið er að því að hanna og teikna upp lagnir og tengingar, frá borholum, inní íþróttahús þar sem tæknirýmið verður og svo áfram inní grunnskóla. Efla sér um þann hluta, í samráði við Badda og Grundarfjarðarbæ.
Í samræmi við það sem rætt hefur verið á verkfundi með Eflu, leggur Baddi til að varmadælurnar verði fimm talsins, en ekki fjórar - til að tryggja öryggi kerfisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða.
Að loknum sumarleyfum, um miðjan ágúst, verður farið á fullt í að ljúka undirbúningi skv. framangreindu.
Badda var að lokum þakkað fyrir góðar upplýsingar.
-
Bæjarráð - 607
Rætt um stöðuna.
Bæjarráð ítrekar bókun sína frá síðasta bæjarráðsfundi og telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi sviðsins, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna 2021.
Bæjarráð dró upp fimm mögulega valkosti til útfærslu um samstarf sveitarfélaga á þessu sviði. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu, í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar
Þann 24. júlí sl. barst tölvupóstur frá bæjarráði Sveitarfélagsins Stykkishólms, þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið muni draga sig úr samstarfi um sameiginlegt svið umhverfis- og skipulagsmála. Frekara fyrirkomulag eða óskir varðandi úrsögn liggja ekki fyrir.
Bæjarstjóri hefur sent erindi til samstarfssveitarfélaganna og óskað eftir upplýsingum og viðræðum um næstu skref.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarráð fór yfir framlögð gögn, sérstaklega yfir áætlun um fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna á árunum 2024-2028.
Í júní 2022 skilaði hafnarstjórn/bæjarstjórn óskum sínum um framkvæmdir inní fimm ára aðgerðaáætlun.
Bæjarráð tekur undir með hafnarstjórn af fundi nr. 7, þann 18.07.2023, um þær viðbætur sem óskað er að verði hafðar með í áætluninni og byggjast á fyrri óskum.
Auk þess telur bæjarráð að koma eigi á framfæri í samráðsgátt, um samgönguáætlun, athugasemdum þeim sem felast í ályktunum bæjarstjórnar um þörf fyrir aukið viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi. Ekki síst því, að m.v. framvindu viðhaldsverkefna og stöðu, ætti að endurskoða fjárveitingar og flokkun verkefna á verstu vegarköflunum, þar sem viðhaldsleysi þeirra hafi orsakað þörf fyrir endurbyggingu. Stærstu og brýnustu viðhaldsverkefnin ættu að færast úr flokki viðhalds bundinna slitlaga yfir í nýframkvæmdir þar sem tryggja þyrfti sérstakar fjárveitingar í samgönguáætlun til nýbyggingar brýnustu vegarkaflanna.
Bæjarstjóra falið að setja þessi skilaboð í búning og koma þeim á framfæri.
Ennfremur leggur bæjarráð áherslu á að breikkun vega á Snæfellsnesi er afar brýn, af öryggisástæðum. Í svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026 er að finna stefnu um grunngerð og samgöngur, m.a. um að "vegir, stígar og nettengingar svæðisins þróist í samræmi við þarfir íbúa og fjölgun ferðamanna" (U25). Mikil þörf er á að endurbæta þjóðvegina á Snæfellsnesi þannig að þeir þjóni þeirri umferð sem um þá fer og séu öruggir fyrir akandi og hjólandi umferð, sem sífellt færist í vöxt. Endurbætur þarf að gera með hvorutveggja í huga.
-
Bæjarráð - 607
Borist hefur beiðni um endurupptöku máls sem snýst um stöðvun framkvæmda, sbr. framlagt bréf byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2023 þar að lútandi.
Byggingarfulltrúi fór yfir málið eins og það liggur fyrir, sbr. fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa.
Erindið er til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfissviði og sér bæjarráð ekki ástæðu til að taka ákvörðun í málinu á þessu stigi.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt. Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarráð telur brýnt að álit matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna, sem og að Alþingi hefji nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða óboðlegri réttaróvissu við túlkun laga um búfjárhald og laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er varðar skilgreiningar og leiðbeiningar á mikilvægum atriðum. Á það t.d. við um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár, hvernig kostnaðarskipting skuli vera, hverjir teljist aðilar máls samkvæmt stjórnsýslulögum og fleiri veigamikil atriði þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um rannsóknarskyldu, meðalhóf, og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar, áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu.
Bæjarráð áréttar, með hliðsjón af áliti innviðaráðuneytisins frá í júní sl., að hafa þurfi í huga ólíka stöðu landssvæða að því leytinu hvort afréttir séu í sveitarfélagi eða ekki, eins og hagar til á Snæfellsnesi. Í Eyrarsveit og á Snæfellsnesinu öllu eru einungis lönd í einkaeigu/heimalönd, auk takmarkaðra svæða sem nýlega voru skilgreind sem þjóðlendur, en engir afréttir.
Með vísan til framangreindrar réttaróvissu og til álits innviðaráðuneytisins frá í júní sl., um að viðhafa þurfi vandaða stjórnsýsluhætti við afgreiðslu slíkra mála, telur bæjarráð rétt að fresta afgreiðslu einstakra erinda um beiðni um smölun á ágangsfé þar til leiðbeinandi reglur ráðuneytis/ráðuneyta verði gefnar út eða þar til endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. hefur farið fram. Verði töf á því eða skýrar bendingar komi fram um að einstök sveitarfélög verði að leysa úr óvissunni, án þess að lagagrunnur verði styrktur eða leiðbeiningar ráðuneytis komi fram, þá komi til greina að sveitarfélagið vinni eigin verklagsreglur. Er bæjarstjóra falið að fylgjast með niðurstöðu úr samtali Sambands íslenskra sveitarfélaga við ráðuneyti um þetta, sbr. framanritað.
Bæjarráð telur að ennfremur kunni að vera þörf á að ræða túlkun og mögulega endurskoðun fjallskilasamþykktar Snæfellsness við nágrannasveitarfélög og felur bæjarstjóra að taka það upp við fulltrúa nágrannasveitarfélaganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins og framangreinda bókun.
Bæjarráð frestar afgreiðslu framlagðrar beiðni um smölun ágangsfjár og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarstjóri sagði frá því helsta sem fram kom í samtali við fulltrúa Veitna, á fundi í Grundarfirði í gær, 18. júlí, en það snerist einkum um Vatnsveitu Grundarfjarðar.
Bæjarstjóri mun taka saman minnispunkta um samtalið.
-
Bæjarráð - 607
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 14. júlí 2023 og minnisblað sem unnið var um mögulegan starfsmann fyrir almannavarnanefnd Vesturlands. Í póstinum kemur fram að boðað verði til fundar í ágúst um efnið.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarstjóri sagði frá því að myndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði sé komið í loftið. Íþrótta- og tómstundanefnd, núverandi og sú síðasta, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, létu vinna myndbandið, en það er Tómas Freyr Kristjánsson sem það vann.
Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=LAoqpct1ENQ&t=10s
Ennfremur hefur Stöð 2, í samvinnu við GVG - Golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði, tekið upp þátt um golf í Grundarfirði, sem sýna á fljótlega á Stöð 2. Tekið var upp efni um Grundarfjörð í leiðinni.
-
Bæjarráð - 607
Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu á vegum Mílu í samræmi við áætlun fyrirtækisins um lagningu á árinu 2023. Þar með verða 110 heimili í viðbót tengd ljósleiðara.
Frekari frágangur er í vinnslu á vegum verktaka fyrir Mílu og tengingar fyrir íbúa fara fram í ágúst.
Sjá frétt á vef bæjarins: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/110-heimili-i-vidbot-tengd-ljosleidara
-
Bæjarráð - 607
Tilkynnt var í lok júní um 4 milljón króna styrk til Grundarfjarðarbæjar vegna umsóknar til Vegagerðarinnar (Styrkvegasjóður) og verður honum varið á þessu ári til endurbóta/viðhalds á vegi um Kolgrafafjörð og vegi fyrir Eyrarfjall.
-
Bæjarráð - 607
Lögð fram til kynningar fundargerð 184. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 11. júlí sl.
-
Bæjarráð - 607
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga af 931. fundi sem haldinn var 22. júní sl.