Málsnúmer 2307004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 609
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí og janúar-ágúst 2023.

    Bæjarráð - 609 Skv. yfirlitinu janúar-ágúst hefur greitt útsvar hækkað um 9,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lagt fram sex mánaða uppgjör fyrir tímabilið janúar-júní 2023.
    Bæjarráð - 609 Skv. yfirlitinu eru fjármagnsgjöld hærri en áætlun, sem er í takt við hækkun á vísitölu neysluverðs. Á móti eru tekjur hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Í heildina er rekstur á pari við áætlun fyrstu sex mánuði ársins.
  • .4 2304026 Launaáætlun 2023
    Lögð fram yfirlit yfir áætluð og greidd laun jan.-júní 2023, jan.-júlí 2023 og jan.-ágúst 2023.
    Bæjarráð - 609 Skv. yfirliti jan.-ágúst 2023 eru raunlaun lítillega undir launaáætlun fyrir sama tímabil. Farið yfir niðurbrot niður á deildir.
  • Kynnt beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 28.885 kr.
    Bæjarráð - 609 Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 28.885 kr. auk vaxta.
  • Bæjarráð - 609 Lagt fram og farið yfir minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
  • Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
    Bæjarráð - 609 Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög sem verða unnin áfram.
  • Lagt fram fylgiskjal með tillögu um að 50% tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjaldi gildi út árið 2023 á tilteknum eldri íbúðarlóðum.

    Afsláttur skv. síðustu samþykkt bæjarstjórnar var 50% út júní 2023.

    Bæjarráð - 609 Tillaga um áframhaldandi tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum rædd.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum verði veittur út árið 2023 af tilteknum eldri íbúðarlóðum, sbr. framlagða tillögu.
  • Lögð fram jafnréttisáætlun sem gildir út árið 2023 og lögð fram drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun áranna 2024-2026.
    Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun áranna 2024-2026.
    Bókun fundar Drög að Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar 2024-2026 var send til Jafnréttisstofu til yfirlestrar. Unnið er að uppfærslu áætlunarinnar eftir ábendingar frá Jafnréttisstofu. Að þeirri uppfærslu lokinni verður áætlunin lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
  • Lagt fram minnisblað Gísla Guðmundssonar, jarðefnafræðings, dags. 17. ágúst sl. um vatnssýni úr borholum VD-01 og VD-07.
    Bæjarráð - 609 Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri (gegnum síma), og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

    Farið var yfir stöðuna á verkefni um borun á varmadæluholum og orkuskipti fyrir íþrótta- og skólamannvirki.

    Bæjarfulltrúar áttu fund með Sigurbjarti, verkefnastjóra, Hauki Jóhannessyni, jarðfræðingi og Gísla Guðmundssyni, jarðefnafræðingi í ágúst sl. Áhugaverðar niðurstöður liggja fyrir eftir rannsóknir á vatninu sem kom upp úr borholunum.

    Næstu skref í varmadæluverkefninu eru að koma lögnunum frá borholum inn í hús fyrir veturinn, samningsgerð við Rarik um hýsingu fyrir nýja spennistöð tengt verkefninu, undirbúningur fyrir breytingar innanhúss í íþróttahúsi, búnaðarkaup o.fl.

    Bæjarstjóri sagði frá að beðið sé eftir niðurstöðum úr tveimur sjóðum vegna styrkumsókna bæjarins í verkefnið.
  • .11 2301007 Framkvæmdir 2023
    Lagðar fram teikningar sem sýna breytta legu götunnar Hjallatúns, unnar af Eflu, sbr. umræður í bæjarráði sl. vor.
    Bæjarráð - 609 Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn gegnum síma undir þessum lið.

    Hún fór yfir stöðu deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi. Deiliskipulagsbreyting iðnaðarsvæðis við Kverná er í lokameðferð hjá Skipulagsstofnun, komin er tillaga að breyttri hæð í götunni Hjallatúni, deiliskipulag hafnarsvæðis er langt komið og deiliskipulag Framness er áfram í vinnslu.
  • .12 2309004 Snjómokstur
    Lagt fram yfirlit um kostnað við snjómokstur áranna 2011-2022.
    Bæjarráð - 609 Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inn á fundinn undir þessum lið gegnum síma. Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðustu tveggja vetra, en fyrirkomulagið var með þeim hætti að verktökum var boðið til samningsviðræðna um snjómokstur með mögulegri þátttöku allra að verkinu.

    Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um. Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðustu vetra.

    Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram gögn, sbr. umræðu í bæjarstjórn 11. maí sl.
    Bæjarráð - 609 Umræður um málið.

    Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II vegna þriggja íbúða að Grundargötu 12, en svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi.

    Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram kemur tillaga um grenndarkynningu.

    Fyrir liggja úttektir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

    Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir að gerð verði grenndarkynning vegna umsagnar bæjarins um framlagða umsókn í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa. Kynnt verði fyrir eigendum Grundargötu 10, 11, 13, 13a og 16, sem og eigendum íbúða í húsinu Grundargötu 12-14.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanni um breytingu á áður útgefnu rekstrarleyfi Bjarg apartment ehf, sem gildir nú aðeins fyrir íbúð á neðri hæð hússins.
    Bæjarráð - 609
  • Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Stykkishólms frá 21. ágúst sl. um ágang búfjár ásamt upplýsingum landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins frá 12. júlí sl.
    Bæjarráð - 609 Bæjarráð samþykkir að gögnin verði lögð fram til kynningar hjá skipulags- og umhverfisnefnd, sem fer með landbúnaðarmál.
  • Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) sem haldinn verður 22. september nk.
    Bæjarráð - 609 Bæjarstjóri mun sitja fundinn. Bæjarfulltrúum er sömuleiðis heimilt að sitja fundinn.
  • Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um haustþing SSV 2023 sem haldið verður 4. október nk.
    Bæjarráð - 609
  • Lögð fram til kynningar tilkynning fulltrúaráðs Eingarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um aðalfund sem haldinn verður 6. október nk.
    Bæjarráð - 609 Bæjarstjóri verður með erindi á þessum fundi.