Málsnúmer 2307007

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 7. fundur - 18.07.2023

Lögð fram tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Drögin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.



Hafnarstjórn fór yfir framlögð gögn, áætlun um fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna á árunum 2024-2028.

Í júní 2022 skilaði hafnarstjórn/bæjarstjórn óskum sínum um framkvæmdir inní fimm ára aðgerðaáætlun.

Eftirfarandi eru viðbætur sem hafnarstjórn óskar eftir að tekin verði inní áætlunina og byggjast á fyrri óskum:

Norðurgarður og Miðgarður:

- Vinna við matsgerð vegna töku á efni úr sjónámu og landnámu, þ.e. undirbúningur vegna efnistöku í sjó og landnámu vegna landgerðar, það er vinna við umhverfismat (atriði nr. 5 í upphaflegum óskum hafnarstjórnar).

- Viðgerð (atriði nr. 6 í upphaflegum óskum hafnarstjórnar), þ.e. að setja annóður á Miðgarð og Norðurgarð, til að koma í veg fyrir tæringu á stáli í hafnarmannvirkjum.

- Lenging Miðgarðs um 30 metra, 80 m stálþil og fylling og raflögn, vatn og þekja.

Sjóvarnir:

- Bæta við sjóvörnum við Kirkjufell vegna landbrots.


Formanni/bæjarstjóra falið að koma þessum atriðum fram, við tillöguna.


Hér þurfti Arnar að yfirgefa fundinn.

Bæjarráð - 607. fundur - 19.07.2023

Lögð fram tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda út júlímánuð.



Bæjarráð fór yfir framlögð gögn, sérstaklega yfir áætlun um fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna á árunum 2024-2028.

Í júní 2022 skilaði hafnarstjórn/bæjarstjórn óskum sínum um framkvæmdir inní fimm ára aðgerðaáætlun.

Bæjarráð tekur undir með hafnarstjórn af fundi nr. 7, þann 18.07.2023, um þær viðbætur sem óskað er að verði hafðar með í áætluninni og byggjast á fyrri óskum.

Auk þess telur bæjarráð að koma eigi á framfæri í samráðsgátt, um samgönguáætlun, athugasemdum þeim sem felast í ályktunum bæjarstjórnar um þörf fyrir aukið viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi. Ekki síst því, að m.v. framvindu viðhaldsverkefna og stöðu, ætti að endurskoða fjárveitingar og flokkun verkefna á verstu vegarköflunum, þar sem viðhaldsleysi þeirra hafi orsakað þörf fyrir endurbyggingu. Stærstu og brýnustu viðhaldsverkefnin ættu að færast úr flokki viðhalds bundinna slitlaga yfir í nýframkvæmdir þar sem tryggja þyrfti sérstakar fjárveitingar í samgönguáætlun til nýbyggingar brýnustu vegarkaflanna.

Bæjarstjóra falið að setja þessi skilaboð í búning og koma þeim á framfæri.

Ennfremur leggur bæjarráð áherslu á að breikkun vega á Snæfellsnesi er afar brýn, af öryggisástæðum. Í svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026 er að finna stefnu um grunngerð og samgöngur, m.a. um að "vegir, stígar og nettengingar svæðisins þróist í samræmi við þarfir íbúa og fjölgun ferðamanna" (U25). Mikil þörf er á að endurbæta þjóðvegina á Snæfellsnesi þannig að þeir þjóni þeirri umferð sem um þá fer og séu öruggir fyrir akandi og hjólandi umferð, sem sífellt færist í vöxt. Endurbætur þarf að gera með hvorutveggja í huga.