7. fundur 18. júlí 2023 kl. 12:30 - 14:03 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2209025Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga hafnarstjóra að breytingum á gjaldskrá og á opnunartíma hafnar.Lögð til breyting á gjaldskrá, skv. tillögu hafnarstjóra og eftir umræður hafnarstjórnar, sem hér segir:

- Fyrirsögn 12. gr. breytist úr "Leigugjöld, gámavellir" í "Leigugjöld".

- Nýir gjaldskrárliðir bætist við 12. gr.:
45.000 kr. Leiga á sérstökum fríholtum (fenders) til skipa, gjald fyrir hverja komu (eða hverjar byrjaðar 24 klst.)
28.000 kr. Leiga á landgangi til skipa, gjald fyrir hverja komu (eða hverjar byrjaðar 24 klst.)

- Lagfæring verði gerð á orðalagi 6. gr. í samræmi við tillögu (ekki efnisleg breyting).

Framangreindar breytingar samþykktar samhljóða.

---

Lögð til breyting á opnunartíma hafnar, skv. tillögu hafnarstjóra og eftir umræður hafnarstjórnar, sem hér segir:

Opnunartími kl. 08-19 virka daga, nema 08-17 á föstudögum, og frá kl. 13-17 á sunnudögum. Bakvakt er til staðar utan framangreinds tíma og þjónusta hafnarinnar skv. beiðni.

Samþykkt samhljóða.

---

Rætt um útfærslur á því að veita afslátt til eldri borgara af bryggjugjöldum smærri báta í þeirra eigu, sem ekki eru í útgerð.
Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að vinna útfærslu sem komi til afgreiðslu við gerð gjaldskrár ársins 2024.

2.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir ársins og þær sem í gangi eru núna.

- Viðgerð á elsta hluta stálþils á Norðurgarði er lokið, en Köfunarþjónustan vann verkið, í samræmi við boð skv. verðkönnun sem fram fór.

- Búið er að steypa um 1000 m2 vegna viðgerðar á þekju Norðurgarðs. Eftir er að steypa um 320 m2, frammi við ísverksmiðjuna, og verður það unnið samhliða lagnavinnu á því svæði.

- Áður var lokið við endurnýjun á kanttré á nýju lengingunni á Norðurgarði, en galli var í timbrinu og var því þess vegna skipt út og brúnir rúnnaðar af, sbr. umræður á síðasta fundi hafnarstjórnar.

- Í vor var komið upp þjónustuhúsi með salernum, sunnan við vigtarhús, fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Um er að ræða 20 feta gámaeiningu sem leigð er yfir sumarið.

- Ný hafnarvog var sett upp í júní.

- Höfnin keypti og hefur tekið í notkun (maí sl.) stóra fríholtabelgi (big fenders), notaðir sem fríholt fyrir skemmtiferðaskip.

- Verið er að skipta út öllum eldri bryggjuljósum (lömpum) og setja Led-lýsingu í staðinn, alls 12 lampa. Í nýju ljósin/lampana á Norðurgarði var áður búið að setja upp Led-lýsingu.

- Fyrr á árinu var unnið að endurbótum á aðstöðu starfsmanna (skrifstofa) í hafnarhúsi.

- Unnið hefur verið að því að mála og sinna ýmsum öðrum viðhaldsverkefnum.

3.Samgönguáætlun 2024-2038, drög í samráðsgátt

Málsnúmer 2307007Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Drögin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.Hafnarstjórn fór yfir framlögð gögn, áætlun um fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna á árunum 2024-2028.

Í júní 2022 skilaði hafnarstjórn/bæjarstjórn óskum sínum um framkvæmdir inní fimm ára aðgerðaáætlun.

Eftirfarandi eru viðbætur sem hafnarstjórn óskar eftir að tekin verði inní áætlunina og byggjast á fyrri óskum:

Norðurgarður og Miðgarður:

- Vinna við matsgerð vegna töku á efni úr sjónámu og landnámu, þ.e. undirbúningur vegna efnistöku í sjó og landnámu vegna landgerðar, það er vinna við umhverfismat (atriði nr. 5 í upphaflegum óskum hafnarstjórnar).

- Viðgerð (atriði nr. 6 í upphaflegum óskum hafnarstjórnar), þ.e. að setja annóður á Miðgarð og Norðurgarð, til að koma í veg fyrir tæringu á stáli í hafnarmannvirkjum.

- Lenging Miðgarðs um 30 metra, 80 m stálþil og fylling og raflögn, vatn og þekja.

Sjóvarnir:

- Bæta við sjóvörnum við Kirkjufell vegna landbrots.


Formanni/bæjarstjóra falið að koma þessum atriðum fram, við tillöguna.


Hér þurfti Arnar að yfirgefa fundinn.

4.Deiliskipulag hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Rætt um breytingu aðalskipulags vegna hafnarsvæðis og um deiliskipulag hafnarsvæðis norður.Formaður fór yfir stöðu skipulagsvinnu á hafnarsvæði.

AÐALSKIPULAG - breyting:

Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð/athugun á tillögu á vinnslustigi, skv. 3. mgr. 30. gr., að breytingu aðalskipulags á hafnarsvæði og Framnesi. Tillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 8. júní sl.

Í tillögunni felst, hvað varðar hafnarsvæðið, stækkun á hafnarsvæði H-2 með landfyllingum ásamt breyttum skipulagsákvæðum hafnarsvæða H-2 og H-1. Mörk svæðis til sérstakra nota (SN-1) eru löguð að landfyllingum.

Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við þremur atriðum (en ekkert þeirra er efnisleg athugasemd).

Farið var yfir tillögu Eflu um viðbrögð og samþykkir hafnarstjórn þau fyrir sitt leyti, hvað varðar hafnarsvæðið.

DEILISKIPULAG, hafnarsvæði norður - tillaga til auglýsingar:

Hafnarstjóri og formaður sögðu frá helstu atriðum sem nú er verið að ganga frá v. tillögunnar, en í þeim felast ekki efnisleg atriði sem krefjast samþykkis hafnarstjórnar frá því við síðustu umfjöllun hafnarstjórnar. Lokatillaga verður þó kynnt fulltrúum í hafnarstjórn áður en hún verður auglýst.

5.Cohn&Wolfe Íslandi - Skemmtiferðaskipið Sky Princess

Málsnúmer 2306023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn og upplýsingar úr heimsókn fulltrúa bæjar og hafnar um borð í skemmtiferðaskipið Sky Princess þann 12. júní 2023.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2301025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af 453. fundi, sem haldinn var 17. maí 2023, og af 454. fundi, sem haldinn var 13. júní 2023.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af 453. fundi, sem haldinn var 17. maí 2023, og af 454. fundi, sem haldinn var 13. júní 2023.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá hafnarstjórnarmönnum.

Fundi slitið - kl. 14:03.