Málsnúmer 2309011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 251. fundur - 19.09.2023

Lögð er fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar sem hluta af styrkumsókn íslenskra stjórnvalda í LIFE sjóð Evrópusambandsins (LIFE ICEWATER) en samtals standa 17 opinberar stofnanir og sveitarfélög að umsókninni.Umsóknin er leidd af Umhverfisstofnun og er markmiðið að flýta fyrir innleiðingu Vatnaáætlunar og veita tækifæri til nýsköpunar í tengslum við áætlunina þ.m.t. meðferð vatns og bætt vatnsgæði. LIFE sjóðurinn styrkir 60% af umsókninni á móti 40% mótframlagi hagaðilar. Umsóknin er í 2 þrepum; forumsókn sem skilað var 5. september 2023 og fullbúinni umsókn sem skila á 5. mars 2024 ef fyrri umsóknin fær jákvæðar viðtökur. Í forumsókninni var lögð fram gróf lýsing á verkefnum, kostnaðartölur og skipting fjármagns.Umsóknin inniheldur 7 vinnupakka sem innihalda 30 aðgerðir. Grundarfjörður er í 5. vinnupakka (coastal water).
Lagt fram til kynningar.