Málsnúmer 2309020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september sl., með hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu.

Í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011 er tekið fram að sveitarstjórn skuli móta sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd. Íslensk málnefnd hefur tekið saman leiðbeiningar um mótun málstefnu fyrir sveitarfélög, skóla og stofnanir.

Leiðbeiningarnar má finna á vefsíðu Íslenskrar málnefndar: www.islenskan.is/leidbeiningar-um-motun-malstefnu/.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar og vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um mótun málstefnu.

Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs.



Bæjarráð fór yfir erindið.

Fjárhagsáætlunargerð er framundan og vinna við ýmis stór verkefni. Bæjarráð leggur til að málið verði tekið fyrir á nýju ári.

Samþykkt samhljóða.