610. fundur 28. september 2023 kl. 08:30 - 12:06 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

JÓK sat fundinn undir lið 1 og vék af fundi kl. 9:02, þá tók ÁE sæti á fundinum.

1.Skerðingsstaðir - tilkynning um kæru 112 2023

Málsnúmer 2309045Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA), dags. 22. september 2023. Einnig lagt fram kæruskjal Lex lögmannsstofu til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. september sl., fyrir hönd kærenda, ásamt fylgiskjölum.



Kærendur krefjast þess að ákvörðun Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja deiliskipulag fyrir hótel í landi Skerðingsstaða verði felld úr gildi. Einnig er þess krafist að úrskurðarnefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 130/2011.



ÚUA óskar eftir gögnum sem málið varða fyrir 29. september næstkomandi og er Grundarfjarðarbæ gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfuna til sama tíma. Frestur til að skila umsögn um efnisatriði kærunnar er hins vegar 15 dagar frá dagsetningu tilkynningar ÚUA.



Halldór Jónsson, hrl. hjá Juris, kom inn á fundinn undir þessum lið í gegnum síma.



Lögð fram drög Juris lögmannsstofu að svarbréfi Grundarfjarðarbæjar til ÚUA, hvað varðar stöðvunarkröfu kærunnar.



Efnisatriði kæru eru í meginatriðum þau sömu og fram komu í athugasemdum kærenda við auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn tóku til úrvinnslu og tóku afstöðu til á því stigi, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Afstaða í framlögðum drögum að svarbréfi staðfest. Vegna efnisatriða er bæjarstjóra falið að senda viðeigandi gögn og upplýsa um þau sjónarmið sem réðu ákvörðun á sínum tíma innan veitts frests.


--

JÓK vék af fundi eftir lok umræðna og ÁE tók þá sæti á fundinum, kl. 9:02.

Gestir

  • Halldór Jónsson hrl. - mæting: 08:46

2.Lausafjárstaða 2023

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

3.Álagning útsvars 2024

Málsnúmer 2309031Vakta málsnúmer

Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2024.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,74%.

Samþykkt samhljóða.

4.Fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2309032Vakta málsnúmer

Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga og samanburður á gjaldskrá vegna sorps í nokkrum sveitarfélögum.

Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024 kynnt, sem og samanburður. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

Breyting á sorpmálum, undirbúningur útboðs og endurskoðun sorpsamþykktar eru í vinnslu. Gjaldtaka verður skoðuð samhliða.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt gjaldskrá vegna ársins 2023.



Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023 og áætlaða breytingu árið 2024.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2023 vegna fjárhagsáætlunargerðar.



Aukið bæjarráð mun vinna að gerð fjárhagsáætlunar á næstu vikum.
Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 11. október nk.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

7.Sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2011052Vakta málsnúmer

Lögð fram bréfaskipti við samstarfssveitarfélögin, Sveitarfélagið Stykkishólm og Eyja- og Miklaholtshrepp, um sameiginlegt svið og embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.



Einnig lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Þorleifsdóttur, skipulagsfulltrúa, um starf sitt í ljósi breytinga á samstarfi sveitarfélaganna. Þar kemur fram að hún hefur tekið boði Sveitarfélagsins Stykkishólms um starf fyrir sveitarfélagið.

Bæjarstjóri upplýsti að samstarfssveitarfélögin hefðu rætt um að stefna að óbreyttri starfsemi út árið, þó með þeirri breytingu að KÞ verði starfsmaður Sveitarfélagsins Stykkishólms en vinni fyrir Grundarfjarðarbæ í sama hlutfalli og verið hefur.

Ennfremur lagðar fram starfsreglur bæjarstjórnar við ráðningar starfsfólks frá 2021. Í 2. grein kemur fram að sveitarfélagið ráði skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa í samræmi við samstarfssamning við nágrannasveitarfélögin.

Í ljósi framangreinds felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa starf skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð leggur jafnframt til að bæjarstjórn geri breytingu á síðari hluta 2. greinar í starfsreglum um ráðningar, í takt við framangreindar boðaðar breytingar á samstarfssamningi sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.



Á 274. fundi bæjarstjórnar, þann 14. september sl., veitti bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis til auglýsingar, en skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi tillöguna til auglýsingar á 251. fundi sínum þann 19. september sl.



Lögð fram skipulagsgögn frá Eflu, með minniháttar lagfæringum frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.



Samhliða breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðis verður auglýst breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 en tillaga um það var afgreidd af skipulags- og umhverfisnefnd á 249. fundi nefndarinnar þann 5. júní sl. og af bæjarstjórn á 273. fundi sínum þann 8. júní sl.



Bæjarráð samþykkir samhljóða að framlögð tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis norður sbr. uppdrátt (lokadrög dags. 27.09.2023) og greinargerð (lokadrög dags. 15.09.2023) verði auglýst samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 1 . mgr. 41. gr. og 1. mgr.31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 10:32

9.Deiliskipulag Framnes 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.



Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á Framnesi, rætt um verklag og efnisatriði vinnunnar.

Tekið verður saman, fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn, yfirlit um stöðu og framgang deiliskipulagsvinnu Framness, ferilblað sem er fylgigagn allra stærri skipulagsverkefna og er uppfært jafnóðum. Ennfremur uppfærð tímaáætlun verkefnisins, fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.




Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 10:40

10.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir og sagði frá því að í dag taki gildi deiliskipulagsbreyting á svæðinu, sem unnið hefur verið að. Heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir allt hverfið er ennfremur í vinnslu.

Skipulagsfulltrúi sagði einnig frá hönnunarvinnu Eflu vegna breytinga á götuhæð í Hjallatúni, sem er að ljúka.

Rætt um framboð lóða á svæðinu og er vísað til ákvörðunar bæjarráðs (liður 2.6.) á 606. fundi þann 28. júní sl.

Hér vék Kristín af fundi og var henni þakkað fyrir upplýsingarnar.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 11:20

11.Innviðaráðuneytið - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

Málsnúmer 2309020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um mótun málstefnu.

Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs.



Bæjarráð fór yfir erindið.

Fjárhagsáætlunargerð er framundan og vinna við ýmis stór verkefni. Bæjarráð leggur til að málið verði tekið fyrir á nýju ári.

Samþykkt samhljóða.

12.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Lagðir fram nýir aðaluppdrættir vegna breytinga innanhúss á Grundargötu 35, í samræmi við þegar samþykkt áform.



Einnig lagður fram tölvupóstur með athugasemdum byggingarfulltrúa og tillögu um að láta vinna brunahönnun samhliða til samþykktar, ásamt tölvupósti brunahönnuðar með mati á hólfun rýmis og tilboði um frágang brunahönnunar v. teikninga hússins.



Bæjarráð staðfestir framlagðar teikningar hússins (aðaluppdráttur) og samþykkir að láta fara fram brunahönnun, sbr. framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða.

13.Logos - Uppsögn á afnotum af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri

Málsnúmer 2206014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Logos lögmannsþjónustu, dags. 11. september 2023, til Framkvæmdasýslu Ríkiseigna. Málið varðar samskipti í kjölfar uppsagnar Ríkiseigna á afnotum ábúenda af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri miðað við núverandi afmörkun jarðarinnar, sbr. framlagt bréf á 560. fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022. Afrit bréfsins var sent Grundarfjarðarbæ til upplýsinga.

14.Umhverfisstofnun - Ársfundur náttúruverndarnefnda 12. okt. - Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður á Ísafirði 12. október nk.

15.Nýsköpunarnet Vesturlands - Nývest verkefni framundan

Málsnúmer 2309041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar NýVest sem haldinn var 28. ágúst sl., ásamt skýrslu stjórnar NýVest 2023.

16.Vegagerðin - Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu

Málsnúmer 2309042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar, dags. 14. september sl., um samráðsfundi vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Fundur fyrir Vesturland verður í Stykkishólmi 6. okt. nk.



Fulltrúar munu fara frá Grundarfjarðarbæ á fundinn.

17.SSV - Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi

Málsnúmer 2309037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla SSV, dags. í september 2023, um viðhorf Íslendinga til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga og SSSFS - Námsferð til Eistlands

Málsnúmer 2309046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna námsferðar til Eistlands 28.-30. ágúst sl. á vegum Félags samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS), stafræns umbreytingarteymis Sambandsins (SUT), stafræns ráðs sveitarfélaga og faghóps um stafræna umbreytingu.

19.Skógræktarfélag Íslands - Ályktun - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 2309038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 13. september sl., til stjórna sveitarfélaga á Íslandi, með ályktun félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.

Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt skipulags- og umhverfisnefnd.

20.Vegagerðin - Hæðarlínur vegna jarðskorpuhreyfinga og sjávarstöðu

Málsnúmer 2309012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 8. september sl., um hæðarlínur vegna jarðskorpuhreyfinga og sjávarstöðu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:06.