Málsnúmer 2309030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 254. fundur - 16.11.2023

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Elvars Þórs Alfreðssonar og Arons Freys Ragnarssonar, f.h. Ölfushús ehf., um afnot af u.þ.b. 5000 m2 reit við Hellnafell (L-136614),sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að minnsta kosti fimm ára.



Á reitnum er fyrirhugað að koma þar fyrir 6-8 litlum færanlegum frístundahúsum/smáhýsum sem leigð verða út í skammtímaleigu. Aðkomuleið verði frá útsýnisplani vestan við Hellnafell og þaðan að bílaplani við húsin. Fráveita verður útfærð með hreinsistöð. Síðar, þegar frístundabyggð ofan bæjarins er tilbúin, verði frísundahúsin/smáhýsin flutt þangað, verði gert ráð fyrir slíkri/slíkum lóðum.



Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er umræddur reitur á svæði sem skilgreint er fyrir létta ferðaþjónustu og afþreyingarstarfsemi (AF-1). Í skipulagsskilmálum segir einnig að öll umgengni skuli vera til fyrirmyndar og snyrtilega gengið um svæðið, sem er mjög vel sýnilegt við innkomuna í þéttbýlið. Staðinn verði vörður um lífríki og landslag í fjörum og gönguleið meðfram strönd verði tryggð. Meta skuli umsóknir m.t.t. landnotkunar og nærliggjandi íbúðarhverfis.

Máli frestað.
Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum um heimildir til ráðstöfunar lands á umræddu svæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Erindi áður tekið fyrir, en hefur verið til skoðunar í tengslum við heildarumræðu um skipulagsmál og um næstu skref í skipulagsvinnu sem tengist vesturhluta þéttbýlis.



Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki mælt með útleigu svæðis eða lóða úr landi Hellnafells fyrir bústaði/smáhýsi og telur að það samrýmist ekki stefnu í aðalskipulagi. Hugmyndir eru uppi um frekari íbúðabyggð vestan við vestustu húsin við Grundargötu og hefur bæjarstjórn þegar samþykkt að farið verði í skipulagsvinnu við það, þó ekki liggi ljóst fyrir hve langt verði farið til vesturs. Að auki telur nefndin að þess sé ekki langt að bíða að huga þurfi að heildarskipulagi fyrir uppbyggingu og þróun á þessu svæði.