254. fundur 16. nóvember 2023 kl. 16:30 - 19:37 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri sat fundin einnig.
Sveinn Ívarsson, arkitekt og Páll Harðarson koma inn á fund til kynningar á skipulagsbreytingu og framtíðaruppbyggingu.

1.Grund 2 - Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2311006Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og tillögu að nýju deiliskipulagi, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs gistiheimilis, tjaldsvæðis og aðstöðu fyrir ferðafólk á Grund 2 (L-196084). Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag verða unnin samhliða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.Jafnframt lagðir fram tveir skipulagsuppdrættir (merktir 1-15 og 1-13) sem sýna fyrirhugaða breytingu á Grund 2. Skipulagssvæðið er 55.793 m2 að flatarmáli, samsett úr 17.337 m2 lóð Grundar 2 og 38.456 m2 úr landi Grundar (L-136606). Fyrir liggur vottað samþykki eigenda Grundar.Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru Grund og Grund 2 skilgreind sem landbúnaðarland. Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun skipulagssvæðisins úr landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillagan er nánari útfærsla á því.Þann 30. september 2020 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við bæjarstjórn að landeiganda yrði veitt heimild til að vinna skipulagstillögurnar. Afgreiðsla nefndarinnar var samþykkt í bæjarstjórn 8. október 2020.

Páli Harðarsyni, landeiganda, og Sveini Ívarssyni, arkitekt, þökkuð kynningin á fyrirhugaðri uppbyggingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra skjalið í samræmi við umræður á fundinum.

Jafnframt samþykkir nefndin að vinnslutillögur aðalskipulagsbreytingarinnar og nýs deiliskipulags sbr. framlagðan uppdrátt merktan 1-15, verði kynntar í kjölfar auglýsingar skipulagslýsingarinnar, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og að því gefnu að engar athugasemdir berist á auglýsingartíma skipulagslýsingarinnar.

Berist engar athugasemdir við skipulagslýsinguna eða vinnslutillöguna, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár.Í gildi er deiliskipulag frá 1999 en gerðar hafa verið nokkrar breytingar á því. Fyrirhuguð heildarendurskoðun á svæðinu felur í sér endurskoðun á fyrirkomulagi lóða, gatna og byggingarreita með það að markmiði að tryggja hagkvæma nýtingu á landi og auka framboð á hagkvæmum lóðum fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi og uppfæra skilmála m.a. til að tryggja góða umgengni á svæðinu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi.Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E3) verði breytt í iðnaðarsvæði og efnistaka skilgreind sem landmótun fyrir nýjar lóðir/byggingarland.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Smáhýsi - umsókn um svæði fyrir smáhýsi

Málsnúmer 2309030Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Elvars Þórs Alfreðssonar og Arons Freys Ragnarssonar, f.h. Ölfushús ehf., um afnot af u.þ.b. 5000 m2 reit við Hellnafell (L-136614),sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að minnsta kosti fimm ára.Á reitnum er fyrirhugað að koma þar fyrir 6-8 litlum færanlegum frístundahúsum/smáhýsum sem leigð verða út í skammtímaleigu. Aðkomuleið verði frá útsýnisplani vestan við Hellnafell og þaðan að bílaplani við húsin. Fráveita verður útfærð með hreinsistöð. Síðar, þegar frístundabyggð ofan bæjarins er tilbúin, verði frísundahúsin/smáhýsin flutt þangað, verði gert ráð fyrir slíkri/slíkum lóðum.Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er umræddur reitur á svæði sem skilgreint er fyrir létta ferðaþjónustu og afþreyingarstarfsemi (AF-1). Í skipulagsskilmálum segir einnig að öll umgengni skuli vera til fyrirmyndar og snyrtilega gengið um svæðið, sem er mjög vel sýnilegt við innkomuna í þéttbýlið. Staðinn verði vörður um lífríki og landslag í fjörum og gönguleið meðfram strönd verði tryggð. Meta skuli umsóknir m.t.t. landnotkunar og nærliggjandi íbúðarhverfis.

Máli frestað.
Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum um heimildir til ráðstöfunar lands á umræddu svæði.

4.Önnur mál hjá umhverfis- og skipulagssviði

Málsnúmer 2009012Vakta málsnúmer

1. Deiliskipulag Framness - staða og næstu skref, en vinna er í fullum gangi.

2. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis - staða og næstu skref.

3. Önnur mál.
Skipulagsfulltrúi fór yfir deiliskipulagsferlið með nefndinni. Fundað var með lóðarhöfum á Framnesi þar sem farið var yfir ferlið og þeirra framtíðarsýn. Í ljósi óska einstakra lóðarhafa var fundað aftur með Þorgrími Kolbeinssyni v. Nesvegur 21 og T.Ark arkitektum v. Sólvellir 17.
Gengið er frá fundargerð í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:37.