Prjónað á plani sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, þ.e. frá 1. október 2023 - 30. september 2024.Skipulags- og umhverfisnefnd - 252Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 30. september 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram til kynningar kæra til Úrskurðarnefndar umhverfi og auðlindamála (ÚUA) frá landeigendum Mýrarhúsa vegna deiliskipulags Skerðingsstaða.Skipulags- og umhverfisnefnd - 252Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Á fundinum fara Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi, og Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, yfir verk- og tímaáætlun deiliskipulagsvinnunnar og frumtillögur að hóteli á Framnesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 252Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju fyrir góða yfirferð. Góðar umræður voru um viðfangsefni skipulagsins og uppbyggingu á svæðinu. Í næstu viku eru áætlaðir fundir með lóðarhöfum á Framnesi. Nefndin kemur saman til vinnufundar um málið að þeim loknum.
Sviðstjóri gerir grein fyrir öðrum málum í vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.
1. Þórdísarstaðir - staða á byggingarleyfi
2. Drekahausinn á leiksvæðinu í þríhyrningi
3. Deiliskipulag hafnarsvæðis og breyting á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes verður auglýst í næstu viku
4. Deiliskipulag Iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár hefur tekið gildi
5. Aðalskipulagsbreyting á Þórdísarstöðum hefur tekið gildi
6. Önnur málSkipulags- og umhverfisnefnd - 252Til kynningar