252. fundur 05. október 2023 kl. 16:30 - 19:10 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
    Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir liðum 2 og 3.

1.Prjónað á plani - umsókn um endurnýjun stöðuleyfis

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Prjónað á plani sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, þ.e. frá 1. október 2023 - 30. september 2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 30. september 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

2.Skerðingsstaðir Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra til Úrskurðarnefndar umhverfi og auðlindamála (ÚUA) frá landeigendum Mýrarhúsa vegna deiliskipulags Skerðingsstaða.
Lagt fram til kynningar

3.Deiliskipulag Framnes 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Á fundinum fara Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi, og Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, yfir verk- og tímaáætlun deiliskipulagsvinnunnar og frumtillögur að hóteli á Framnesi.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju fyrir góða yfirferð. Góðar umræður voru um viðfangsefni skipulagsins og uppbyggingu á svæðinu. Í næstu viku eru áætlaðir fundir með lóðarhöfum á Framnesi. Nefndin kemur saman til vinnufundar um málið að þeim loknum.

4.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Sviðstjóri gerir grein fyrir öðrum málum í vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.

1. Þórdísarstaðir - staða á byggingarleyfi

2. Drekahausinn á leiksvæðinu í þríhyrningi

3. Deiliskipulag hafnarsvæðis og breyting á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes verður auglýst í næstu viku

4. Deiliskipulag Iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár hefur tekið gildi

5. Aðalskipulagsbreyting á Þórdísarstöðum hefur tekið gildi

6. Önnur mál
Til kynningar
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:10.