Málsnúmer 2310003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 9. fundar ungmennaráðs.
  • Fjallað var um næstu verkefni ungmennaráðs.

    Ungmennaráð - 9 Ungmennaráð hélt ungmennakvöld í Sögumiðstöðinni í vor og stefnir ráðið að því að endurtaka það fljótlega.
    Ungmennaráð tók vel í að vera með viðburð á Rökkurdögum. Íþróttafulltrúa var falið að kanna hvað væri í boði og koma með tillögu að viðburði.
  • Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um áhrif ákvarðana sveitarfélaga á börn.
    Ungmennaráð - 9
  • Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um dagskrá Barnaþings sem haldið verður 17. nóvember nk. Ungmennaráð - 9 Ráðið kynnti sér efni bréfsins.
  • Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir innleiðingaferli og hlutverk ungmennaráðs í verkefni um Barnvænt sveitarfélag.

    Ungmennaráð - 9 Ráðinu líst vel á að Grundarfjarðarbær sé þátttakandi í þessu verkefni og tók vel í að eiga fulltrúa í stýrihópi verkefnisins.

    Ákveðið var að Telma og Sólveig yrðu fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundi Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu 2. nóvember nk.