276. fundur 23. nóvember 2023 kl. 16:30 - 19:23 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Rætt um fund um sameiningar sveitarfélaga sem haldinn var 6. nóvember sl. og bæjarfulltrúar sóttu. Í fundinum tóku þátt fulltrúar sveitarfélaga á Snæfellsnesi og í Dalabyggð. Vífill Karlsson frá SSV stýrði fundi. Á fundinum var ákveðið að sveitarfélögin tilnefndu fulltrúa til að draga fram hugmyndir að þeim valkostum í sameiningarmálum sem líklegir eru í stöðunni.

Allir tóku til máls.

Forseti fór yfir fundi og vinnu framundan:

27. nóvember: Vinnufundur um skipulagsmál, lóðir, framtíðarverkefni og tækifæri, m.a. í ljósi þeirra skipulagsverkefna sem nú er unnið að og þeirra sem fyrirhuguð eru.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd taka þátt. Í janúar nk. verður svo aftur framhaldsfundur.

27. nóvember: Fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi boðaðir til fundar um verkefnið Gott að eldast, en Vesturland var á meðal þeirra svæða sem valið var inn í verkefnið. Verkefnið snýst um samþættingu á öldrunarþjónustu. Á fundinum verður rætt um áfangaskiptingu verkefnisins og verklag. Ingveldur Eyþórsdóttir er fulltrúi Snæfellinga í vinnuhópi um verkefnið. Bæjarstjóri um sitja fundinn.

Í næstu viku er stefnt að bæjarráðsfundi.

14. desember: Bæjarstjórnarfundur

3.Bæjarráð - 612

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 612. fundar bæjarráðs.
  • 3.1 2302010 Greitt útsvar 2023
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2023.
    Bæjarráð - 612 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-september hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.

    Bæjarráð hefur áhyggjur af þróun útsvars og leggur til að útsvarstekjur og þróun þeirra verði sérstaklega tekin til skoðunar. Leitað verði til SSV um það, í byrjun næsta árs.

    Fjöldi íbúa í byrjun október var 866, en var 867 í september.

  • 3.2 2304026 Launaáætlun 2023
    Lagt fram yfirlit sem sýnir launaáætlun og rauntölur launa fyrstu níu mánuði ársins.

    Bæjarráð - 612
  • Umræða um rekstur og fjárfestingar 2024.
    Forstöðumenn og fleiri koma inn á fundinn til samtals.
    Bæjarráð - 612 Farið var yfir þær rekstraráætlanir sem fyrir liggja, sem og óskir forstöðumanna um viðhaldsverkefni, búnað og fjárfestingar á árinu 2024.

    Inná fundinn komu:

    Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri, kl. 8:50-9:30
    Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri, kl. 9:33-10:09.
    Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla, kl. 10:10-10:30
    Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóri og verkstjóri áhaldahúss, kl. 10:30-11:10.

    Kl. 11:10-11:40; Umræða um framkvæmdir og verkefni almennt, samninga við verktaka og verklag. Valgeir, Bergvin Sævar Guðmundsson eignaumsjón, Þuríður G. Jóhannesdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

    11:40-12:15; Sævar og Þurí vegna mannvirkja eignasjóðs, þ.e. húsnæði grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúss, leikskóla, samkomuhúss, íbúða Hrannarstíg 18 og 28-40, tjaldsvæðis.
    12:45 Óli og Sævar, v. tjaldsvæði, íþróttahús, spennistöð.

    Forstöðumönnum var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

    Ágústa Einarsdóttir vék af fundi kl. 10:10.
  • Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

    Bæjarráð - 612 Vegna hækkunar sem varð á fasteignamati fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn í lok árs 2022 að lækka lóðarleigu A úr 2% í 1,5% og fráveitugjald A úr 0,2% í 0,19% fyrir árið 2023. Fasteignamat 2024 stendur nánast í stað eða lækkar milli ára, eftir flokkum.

    Gjaldskrá vegna sorpgjalda er í vinnslu vegna nýrra laga um sorpflokkun og breytinga sem gerðar verða á næsta ári í samræmi við það, sbr. yfirstandandi vinnu við undirbúning á útboði sorpmála.

    Farið yfir framlagt yfirlit og rætt um álagningarprósentur. Áfram í vinnslu hjá bæjarráði.


  • Bæjarráð - 612 Lagðar fram innkomnar styrkumsóknir vegna ársins 2024 ásamt fylgigögnum.

    Umræðu um þær vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram gögn frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.
    Málið er birt í samráðsgátt og er frestur til að gera athugasemdir til 26. október nk.
    Bæjarráð - 612 Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum við þingsályktunartillöguna með aðgerðaáætlun, á sömu nótum og fyrri athugasemdir bæjarstjórnar og stjórnar SSV.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar ráðstefnuboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
    Efnt er til ráðstefnu um aðdráttarafl og sameiningar sveitarfélaga, miðvikudaginn 25. október nk. á Akranesi.

    Bæjarráð - 612

4.Bæjarráð - 613

Málsnúmer 2310005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 613. fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram lög um tekjustofna sveitarfélaga þar sem er að finna ákvæði um hámark A-, B- og C-flokks fasteignaskatta, sem og álagningarákvæði fasteignaskatta (gjaldskrá) bæjarins fyrir árið 2023.

    Einnig lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2024 og samanburður við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 613 Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um hækkun lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 1,5% í 2% og hækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,19% í 0,2%, sem er það álagningarhlutfall sem verið hefur í mörg ár. Á síðasta ári voru þessi hlutföll lækkuð vegna hækkunar á fasteignamati á yfirstandandi ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir svipuðu fasteignamati eða lægra, eftir flokkum.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.2 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hversu stóran hlut af heildarrekstrarkostnaði notendur greiða fyrir þjónustu.
    Bæjarráð - 613 Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Nokkrar tillögur eru áfram til skoðunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram tekjuáætlun ársins 2024 vegna A-hluta.
    Bæjarráð - 613 Farið yfir tekjuáætlun og fleira.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2024 ásamt gjaldskrá.

    Bæjarráð - 613 Fjárhagsáætlun HeV og gjaldskrá vegna ársins 2024 samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. október sl. um þátttöku og framlög sveitarfélaga til starfræns samstarfs árið 2024. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun við þátttökuna.
    Bæjarráð - 613 Kostnaðaráætlun Sambandsins vegna stafræns samstarfs sveitarfélaga samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram gögn og tillaga frá Sigurbjarti Loftssyni verkefnisstjóra um breytta staðsetningu nýs spennistöðvarhúss á vegum RARIK.

    Einnig lagðar fram teikningar sem sýna legu tímabundinna vatnslagna sem taka eiga við affallsvatni úr álagsdælingu úr holu nr. 7.

    Bæjarráð - 613 Bæjarráð samþykkir breytta legu væntanlegs spennistöðvarhúss, sbr. framlagða teikningu Sigurbjarts Loftssonar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram fyrirspurn eigenda húss og lóðar í Gröf 3 um endurbætur á fráveitumálum vegna hússins.
    Bæjarráð - 613 Bæjarráð leggur til að fráveitumál við fasteign í Gröf 3 verði leyst með rotþró.

    Verkstjóra áhaldahúss og bæjarstjóra falið að skoða nánar framkvæmdina í samræmi við umræður fundarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaða í flokki II fyrir 3 íbúðir að Grundargötu 12-14, neðri hæð. Um er að ræða húsnæði í íbúðarhverfi, skv. aðalskipulagi og var erindið því grenndarkynnt með fresti til 20. október sl. Tvær umsagnir bárust og fór bæjarráð yfir efni þeirra. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

    Málið er til afgreiðslu í bæjarráði samkvæmt umboði sem bæjarstjórn veitti bæjarráði á síðasta fundi.
    Bæjarráð - 613 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, en setur fyrirvara um breytingar á bílastæðum frá fyrirliggjandi teikningum. Lagt til að bílastæðum verði komið fyrir framan við hverja íbúð.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 18. október 2023 vegna úttektar á Leikskólanum Sólvöllum.

    Búið er að bæta úr þeim tveimur frávikum sem gerðar voru athugasemdir við.
    Bæjarráð - 613
  • Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga með uppgjöri vegna kostnaðar (hallareksturs) á skólaakstri á vorönn 2023.
    Kostnaðarhlutur Grundarfjarðarbæjar vegna hallareksturs á skólaakstri nemenda FSN á vorönn 2023 er að fjárhæð 792.263 kr.
    Bæjarráð - 613
  • Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 5. október sl. með tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Vatnabúðavegar (5707-01) af vegaskrá, þar sem ekki eru lengur íbúar með lögheimili eða atvinnurekstur á heimilisfanginu.

    Bæjarráð - 613 Bæjarráð mótmælir fyrirhugaðri niðurfellingu Vatnabúðavegar af vegaskrá, þar sem enn er skráður fyrirtækjarekstur á staðnum. Því er lagt til að fyrirhugaðri ákvörðun verði frestað.

    Bæjarstjóra falið að koma mótmælum bæjarráðs á framfæri við Vegagerðina.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar uppgjör handverkshóps eldri borgara vegna ársins 2022.
    Bæjarráð - 613
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins dags. 2. október sl., ásamt bréfi frá Römpum upp Ísland um stöðuna á landsbyggðinni.
    Bæjarráð - 613
  • Lagt fram til kynningar bréf umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins dags. 26. september sl. til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.
    Bæjarráð - 613

5.Bæjarráð - 614

Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 614. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 614
  • 5.2 2302010 Greitt útsvar 2023
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2023.
    Bæjarráð - 614 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • 5.3 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat.
    Bæjarráð - 614 Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar til Fellaskjóls síðustu ár.
    Bæjarráð - 614 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027.
    Bæjarráð - 614 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2024-2027. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að útboðsgögnum.

    Í gögnunum felast helstu ákvarðanir sem rædd voru á kynningarfundi með bæjarfulltrúum í síðustu viku, s.s. um tunnufjölda, fyrirkomulag og tíðni sorphirðu ofl.
    Bæjarráð - 614 Til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn í næstu viku.
  • 5.7 2301007 Framkvæmdir 2023
    Farið yfir stöðu helstu framkvæmdaverkefna.
    Bæjarráð - 614 Bæjarstjóri sagði frá verkefnastöðu helstu framkvæmdaverkefna.
  • Til umræðu, úthlutun lóða sem unnar voru með breytingu á DSK Ölkeldudals og framkvæmdir þeim samhliða.
    Bæjarráð - 614 Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðir til úthlutunar sem unnar voru með breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals. Um er að ræða lóðirnar Hrannarstígur 42-54, sem verði úthlutað í einu lagi.

    Grundarfjarðarbær mun annast framkvæmd akfæran göngustíg og hefur fengið tilboð í hönnun hans frá Landslagi ehf.

    Einnig samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar nr. 39-45 við Ölkelduveg. Skilmálar deiliskipulags verði vandlega kynntir samhliða auglýsingu lóðanna, m.a. um færslu trjágróðurs, drenun lóða o.fl.

    Í samræmi við grein 1.1. í samþykktum um úthlutun lóða í Grundarfirði er bæjarstjóra falið að auglýsa lóðirnar með 3-4ra vikna auglýsingafresti og m.t.t. fundartíma skipulags- og umhverfisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. október sl., varðandi starfstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.
    Bæjarráð - 614 Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að sækja um þátttöku fyrir hönd bæjarins í samráði við skólastjórnendur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 13. október sl., varðandi ársreikning 2022. Í bréfinu er gerð athugasemd við það að rekstrarniðurstaða A-hluta sé 2% undir viðmiði árið 2022. Öll önnur viðmið EFS eru innan marka.

    Þess má geta að til ársins 2026 eru viðmið fjármálareglna sveitarstjórnarlaga "aftengd" sbr. lagabreytingu vegna áhrifa Covid-19.
    Bæjarráð - 614
  • Lagðir fram minnispunktar frá vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 þann 20. júní sl.
    Bæjarráð - 614 Bæjarstjóri sagði frá stöðu framkvæmda að Grundargötu 30 og að starfshópur um Grundargötu 30 muni hittast á næstunni.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV, dags. 30. október sl., varðandi vinnuhóp um velferðarmál. Jafnframt lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.
    Bæjarráð - 614 Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa tilnefnt Ingveldi Eyþórsdóttur hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga sem sinn fulltrúa í hópinn.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sem haldinn var 6. október sl., ásamt fleiri gögnum.
    Bæjarráð - 614
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samfés, dags. 19. október sl., varðandi þátttökuskráningu ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25. nóvember nk. Einnig lögð fram önnur gögn.
    Bæjarráð - 614
  • Lagt fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2022.
    Bæjarráð - 614
  • Lagt fram til kynningar ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði vegna 2022-2023.
    Bæjarráð - 614

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 253

Málsnúmer 2310006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn landeigenda að Mýrum um endurútgáfu á byggingarleyfi sem veitt hafði verið árið 2016 fyrir þremur gestahúsum. Búið er að byggja og gera öryggis- og lokaúttekt á tveimur gestahúsum.

    Þar sem áður útgefið byggingarleyfi er útrunnið, er óskað eftir endurútgáfu á leyfi svo hægt sé að byggja þriðja gestahúsið í samræmi við upphafleg áform.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 253 Byggingafulltrúi vísaði erindi til nefndar þar sem um ódeiliskipulagt svæði er að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurútgáfu á byggingarleyfi/heimild og felur byggingafulltrúa að ganga frá því, sbr. 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, m.s.br. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Vinnufundur um þróun og stöðu mála og næstu skref vegna deiliskipulag Framness.
    Í síðustu viku var fundað með lóðarhöfum á Framnesi og farið yfir þeirra óskir um framtíðaruppbyggingu á Framnesi, í tengslum við deiliskipulagsvinnuna sem nú stendur yfir.
    Einnig farið yfir fundarpunkta frá þeim fundum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 253

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 254

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 254. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og tillögu að nýju deiliskipulagi, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs gistiheimilis, tjaldsvæðis og aðstöðu fyrir ferðafólk á Grund 2 (L-196084). Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag verða unnin samhliða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

    Jafnframt lagðir fram tveir skipulagsuppdrættir (merktir 1-15 og 1-13) sem sýna fyrirhugaða breytingu á Grund 2. Skipulagssvæðið er 55.793 m2 að flatarmáli, samsett úr 17.337 m2 lóð Grundar 2 og 38.456 m2 úr landi Grundar (L-136606). Fyrir liggur vottað samþykki eigenda Grundar.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru Grund og Grund 2 skilgreind sem landbúnaðarland. Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun skipulagssvæðisins úr landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillagan er nánari útfærsla á því.

    Þann 30. september 2020 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við bæjarstjórn að landeiganda yrði veitt heimild til að vinna skipulagstillögurnar. Afgreiðsla nefndarinnar var samþykkt í bæjarstjórn 8. október 2020.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Páli Harðarsyni, landeiganda, og Sveini Ívarssyni, arkitekt, þökkuð kynningin á fyrirhugaðri uppbyggingu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra skjalið í samræmi við umræður á fundinum.

    Jafnframt samþykkir nefndin að vinnslutillögur aðalskipulagsbreytingarinnar og nýs deiliskipulags sbr. framlagðan uppdrátt merktan 1-15, verði kynntar í kjölfar auglýsingar skipulagslýsingarinnar, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og að því gefnu að engar athugasemdir berist á auglýsingartíma skipulagslýsingarinnar.

    Berist engar athugasemdir við skipulagslýsinguna eða vinnslutillöguna, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár.

    Í gildi er deiliskipulag frá 1999 en gerðar hafa verið nokkrar breytingar á því. Fyrirhuguð heildarendurskoðun á svæðinu felur í sér endurskoðun á fyrirkomulagi lóða, gatna og byggingarreita með það að markmiði að tryggja hagkvæma nýtingu á landi og auka framboð á hagkvæmum lóðum fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi og uppfæra skilmála m.a. til að tryggja góða umgengni á svæðinu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi.

    Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E3) verði breytt í iðnaðarsvæði og efnistaka skilgreind sem landmótun fyrir nýjar lóðir/byggingarland.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Elvars Þórs Alfreðssonar og Arons Freys Ragnarssonar, f.h. Ölfushús ehf., um afnot af u.þ.b. 5000 m2 reit við Hellnafell (L-136614),sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að minnsta kosti fimm ára.

    Á reitnum er fyrirhugað að koma þar fyrir 6-8 litlum færanlegum frístundahúsum/smáhýsum sem leigð verða út í skammtímaleigu. Aðkomuleið verði frá útsýnisplani vestan við Hellnafell og þaðan að bílaplani við húsin. Fráveita verður útfærð með hreinsistöð. Síðar, þegar frístundabyggð ofan bæjarins er tilbúin, verði frísundahúsin/smáhýsin flutt þangað, verði gert ráð fyrir slíkri/slíkum lóðum.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er umræddur reitur á svæði sem skilgreint er fyrir létta ferðaþjónustu og afþreyingarstarfsemi (AF-1). Í skipulagsskilmálum segir einnig að öll umgengni skuli vera til fyrirmyndar og snyrtilega gengið um svæðið, sem er mjög vel sýnilegt við innkomuna í þéttbýlið. Staðinn verði vörður um lífríki og landslag í fjörum og gönguleið meðfram strönd verði tryggð. Meta skuli umsóknir m.t.t. landnotkunar og nærliggjandi íbúðarhverfis.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Máli frestað.
    Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum um heimildir til ráðstöfunar lands á umræddu svæði.
  • 1. Deiliskipulag Framness - staða og næstu skref, en vinna er í fullum gangi.
    2. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis - staða og næstu skref.
    3. Önnur mál.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Skipulagsfulltrúi fór yfir deiliskipulagsferlið með nefndinni. Fundað var með lóðarhöfum á Framnesi þar sem farið var yfir ferlið og þeirra framtíðarsýn. Í ljósi óska einstakra lóðarhafa var fundað aftur með Þorgrími Kolbeinssyni v. Nesvegur 21 og T.Ark arkitektum v. Sólvellir 17.

8.Skólanefnd - 170

Málsnúmer 2310008FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 170. fundar skólanefndar.
  • 8.1 2207023 Skólastefna
    Lögð fram drög að nýrri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028.

    Ráðgjafar Ásgarðs hafa unnið að mótun stefnunnar með stýrihópi, skólanefnd og öðrum fulltrúum bæjarins.
    Skólanefnd - 170 Gunnþór fór yfir kynningu menntastefnunnar. Rætt var um gerð aðgerðaáætlunar á grunni hennar og um innleiðingu/framkvæmd stefnunnar.

    Næstu skref eru þessi:
    - setja stefnuna upp og birta hana á sérstakri vefsíðu sem verður tengd við vef Grundarfjarðarbæjar og skólanna með "menntastefnuhnappi". Vefsíðan fer nú í lokavinnslu auk þeirra gæðaviðmiða sem verða nýtt við að innleiða stefnuna og marka þær aðgerðir sem skólarnir vinna að við innleiðinguna.
    - kynna stefnuna fyrir öllum í skólasamfélaginu í janúarbyrjun, innleiðing hefst í kjölfarið samkvæmt aðgerðaáætlun.
    - aðgerðaáætlun menntastefnu verður metin árlega með það að markmiði að meta gildi hennar, gæði og hvort hún uppfylli þær kröfur sem gilda hverju sinni.

    Stjórnendur eru faglegir leiðtogar og bera ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt menntastefnunni. Ábyrgð á innleiðingu og mati á framgangi menntastefnunnar ber skólanefnd í umboði bæjarstjórnar.

    Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að nýrri menntastefnu og mælir með að hún verði samþykkt af bæjarstjórn.

    Skólanefnd þakkar stýrihópi, starfsfólki og öðrum sem tóku þátt í mótun stefnunnar fyrir sitt framlag.
  • Margrét Sif og Gunnþór eru áfram gestir fundarins, undir þessum lið.

    Lagt fram skóladagatal Leikskólans Sólvalla og skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra (sbr. næsta dagskrárlið) fyrir skólaárið 2023-2024, en við afgreiðslu þeirra á 169. fundi skólanefndar þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað:

    "Dagatalið er samþykkt af skólanefnd en þó með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars [2024]. Tillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði lokaður þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks, á sama hátt og lagt er til vegna Eldhamra.
    Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.
    Umræða varð um hugmyndafræði styttingar ("Betri vinnutími") og útfærslu hennar, eins og hún birtist í skólastarfi, ekki síst í leikskóla, þar sem stytting í skólastarfinu er veruleg áskorun."

    Sambærileg bókun var gerð á fundinum um skóladagatal Eldhamra.


    Skólanefnd - 170 Góð umræða varð um ástæður þess að skólar eru nú í auknum mæli að fara þá leið að samræma lokunardaga leikskóla við grunnskóla. Þetta er hluti af umræðu og aðgerðum til þess að bæta starfsaðstæður á leikskólum, mæta styttingu vinnuviku og mönnunarvanda leikskólastigsins.

    Í kjarasamningum 2020 var samið um 30 daga orlof allra starfsmanna sveitarfélaga, styttingu vinnutíma og fjölgun undirbúningstíma í leikskólum. Ljóst er að leikskólar hafa átt mjög erfitt með að mæta þörf fyrir aukna mönnun sem þessar breytingar hafa óneitanlega haft í för með sér.

    Niðurstaða skólanefndar var sú að ekki væri nóg að samþykkja aukna lokun leikskóla í Dymbilviku, það myndi eitt og sér ekki leysa úr þörf sem til er komin af framangreindum ástæðum, auk þess sem skoða þyrfti í hvaða skrefum breytingar væru gerðar.

    Skólanefnd óskar eftir því að Ásgarður taki saman minnisblað um það sem önnur sveitarfélög hafa verið að gera til að mæta framangreindri stöðu, en mismunandi leiðir hafa verið farna. Auk þess er leikskólastjóra og bæjarstjóra falið að leggja fyrir könnun meðal foreldra sem dragi fram þarfir fjölskyldna og hvernig best sé að mæta þeim, m.t.t. framangreinds.

    Afgreiðslu á mögulegum breytingum á skóladagatali frestað þar til niðurstöður framangreindrar skoðunar liggja fyrir.
  • Lagt fram skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra fyrir skólaárið 2023-2024, sjá bókun og afgreiðslu undir næsta dagskrárlið á undan.

    Skólanefnd - 170
  • Lögð fram kynning um málþing um skólamál sem fram fór í gær, 30. okt. 2023.

    Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga árið 1996.
    Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhugaðar breytingar á sviði skólamála.

    Erindum var streymt og eru þau ásamt kynningarglærum fyrirlesara aðgengileg á vef Sambandsins, hér:
    https://www.samband.is/frettir/reynslunni-rikari-vel-heppnad-malthing-um-skolamal/

    Skólanefnd - 170
  • Lögð fram gögn frá Námsgagnasjóði um úthlutun haust 2023, ásamt bréfi til skóla og rekstraraðila.
    Skólanefnd - 170

9.Ungmennaráð - 9

Málsnúmer 2310003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 9. fundar ungmennaráðs.
  • Fjallað var um næstu verkefni ungmennaráðs.

    Ungmennaráð - 9 Ungmennaráð hélt ungmennakvöld í Sögumiðstöðinni í vor og stefnir ráðið að því að endurtaka það fljótlega.
    Ungmennaráð tók vel í að vera með viðburð á Rökkurdögum. Íþróttafulltrúa var falið að kanna hvað væri í boði og koma með tillögu að viðburði.
  • Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um áhrif ákvarðana sveitarfélaga á börn.
    Ungmennaráð - 9
  • Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um dagskrá Barnaþings sem haldið verður 17. nóvember nk. Ungmennaráð - 9 Ráðið kynnti sér efni bréfsins.
  • Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir innleiðingaferli og hlutverk ungmennaráðs í verkefni um Barnvænt sveitarfélag.

    Ungmennaráð - 9 Ráðinu líst vel á að Grundarfjarðarbær sé þátttakandi í þessu verkefni og tók vel í að eiga fulltrúa í stýrihópi verkefnisins.

    Ákveðið var að Telma og Sólveig yrðu fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundi Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu 2. nóvember nk.

10.Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 1

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023.



Einnig lagt fram skýringarskjal með viðauka við fjárhagsáætlun 2023, sem sýnir stöðu fjárfestinga þann 16.11.2023 í einstökum verkefnum m.v. áætlun 2023.



Gert er ráð fyrir hækkun skatttekna og framlaga Jöfnunarsjóðs á árinu 2023 og öðrum hærri tekjum á móti fjármagnsgjöldum umfram áætlun vegna hárrar verðbólgu, auk annarra breytinga.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 kynntur.

Áætluð lántaka ársins 2023 er lækkuð úr 200 í 100 millj. kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða fer úr 14,8 millj. kr. í 6,2 millj. kr. í A- og B-hluta.

Áætlaðar fjárfestingar A og B hluta fara úr 224,4 í 205,2 millj. kr.

Áætlað sjóðssteymi fer úr 45,5 millj. kr. í 48,5 millj. kr.

Allir tóku til máls.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 samþykktur samhljóða.

11.Fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2309032Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög, með tillögu bæjarráðs á álagningarprósentum fasteignagjalda 2024.



Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um hækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 1,5% í 2% og hækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,19% í 0,2%, en hvort tveggja var lækkað vegna ársins 2023 þegar fasteignamat hafði hækkað töluvert milli ára.

Bæjarráð gerir tillögu að hækkun 2024 þar sem fasteignamat nánast stendur í stað eða lækkar milli ára.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2023 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hlutfall kostnaðar foreldra við skólavist barna.



Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2024 fela í sér að meðaltali 7,5% hækkun frá árinu 2023, en hækkunin hefur verið hófleg í mörg ár og undir raunbreytingum á vísitölu neysluverðs.



Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024, að undanskildum sorpgjöldum sem verða nánar rýnd í bæjarráði og síðan afgreidd við aðra umræðu um fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2024, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.



Stefnt er að því að á árinu 2024 verði opnað fyrir umsóknir úr sérstökum styrktarsjóði sem ætlaður er fyrir uppbyggingarverkefni á sviði menningar- og íþróttamála, en bæjarstjórn hefur lagt til hliðar fjármagn til myndunar sjóðsins árin 2022 og 2023, og svo bætist 2024 við.



Allir tóku til máls.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2024 samþykktar samhljóða og vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að undirbúa viðmið/reglur fyrir sjóðinn.

14.Fjárhagsáætlun 2024 - fyrri umræða

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2024 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025-2027, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2023 og 2024. Sömuleiðis fjárfestingaáætlun fyrir 2024 til fyrri umræðu.



Einnig lagt fram minnisblað Sambandsins með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu.



Til hliðsjónar fyrir bæjarfulltrúa er einnig lögð fram samantekt Haraldar Líndal Haraldssonar úr úttekt fyrir Grundarfjarðarbæ sem unnin var 2020 á fjármálum og stjórnsýslu (fjármálakaflinn). Þar er að finna tillögur sem unnið hefur verið eftir við fjármálastjórn og í starfsemi bæjarins.





Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlunin verður tekin til umræðu í bæjarráði áður en að síðari umræðu kemur.

Samþykkt samhljóða.

15.Sorpmál - breytingar 2023

Málsnúmer 2212021Vakta málsnúmer

Gögn vegna sorpútboðs lögð fram til samþykktar.



Um er að ræða útdrátt úr útboðslýsingu og drög að nýrri sorpsamþykkt.



Allir tóku til máls.

Fyrir tveimur vikum var haldinn kynningarfundur bæjarfulltrúa með ráðgjöfum vegna sorpútboðsins. Helstu atriði í nýju fyrirkomulagi sorpmála eru:

- Fjórar tunnur við heimili séu meginreglan, en að heimili geti óskað eftir þremur tunnum (tvískipt tunna, og möguleikum á 140 L tunnu í stað 240 L)
- Sorphirðutíðni breytist þannig að grænar tunnur (pappi annars vegar og plast hinsvegar) verða losaðar á sex vikna fresti.
- Grenndarstöðvar verði settar upp á tveimur stöðum í dreifbýli og á einum stað í þéttbýli.
- Útboð fer fram með Snæfellsbæ skv. fyrirliggjandi skilmálum.
- Samningstími verði fimm ár með möguleika á framlengingu um tvö ár og síðan eitt ár í senn, að hámarki níu ár.
- Hætt verði með klippikort á söfnunarstöð og því munu einstaklingar og fyrirtæki greiða sérstaklega fyrir að losa sorp á söfnunarstöð.

Framlagðar tillögur samþykktar samhljóða og bæjarstjóra veitt áframhaldandi umboð til framkvæmdar á útboði sorpmála skv. framlögðum skilmálum.

Lögð fram drög að samþykkt Grundarfjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs, en í lögum og reglugerð um meðhöndlun úrgangs segir að í samþykkt skuli sveitarstjórn ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu. Þar skuli tilgreind atriði um meðhöndlun úrgangs umfram það sem greinir í lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Í sorpsamþykkt sé heimilt að kveða á um fyrirkomulag sorphirðu, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, stærð, gerð, staðsetningu og merkingu sorpíláta og sambærileg atriði.

Framlögð tillaga að nýrri sorpsamþykkt fyrir Grundarfjarðarbæ er samþykkt með fyrirvara um minniháttar lagfæringar skv. fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra.

Bæjarstjóra falið að óska eftir umsögn heilbrigðisnefndar um samþykktardrögin og að því loknu kemur samþykktin til lokaafgreiðslu hjá bæjarstjórn og verður síðan send til ráðherra til staðfestingar og að lokum birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

16.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýrri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028 til samþykktar. Skólanefnd hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti.

Menntastefna Grundarfjarðarbæjar 2023-2028 samþykkt samhljóða.

Næstu skref, eftir samþykkt stefnunnar, eru að stefnan verður sett upp og birt á sérstakri opinni vefsíðu, Ásgarður undirbýr gæðaviðmið og ákveður tíma strax í byrjun janúar með skólunum til að kynna og hefja innleiðingu stefnunnar.

Bæjarstjórn þakkar stýrihópi um gerð menntastefnu kærlega fyrir sín störf, sem og öðrum sem að komu og tóku þátt í vinnunni.

17.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar bæjarstjóra af verkfundum 17., 24. og 31. október, 17. og 18. nóvember sl.

Bæjarstjóri sagði frá því að vinna sé að hefjast við að tengja borholurnar inn í íþróttahús. Hún sagði frá því að Baddi verkefnisstjóri sé í samskiptum við RARIK sem mun sjá um að hús yfir nýja spennistöð verði sett upp neðan við bílastæðin suðaustan við íþróttahús. Ætlunin er að húsið verði tilbúið í febrúar nk.

18.Umsókn um styrk úr Orkusjóði

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn vegna umsóknar um styrk úr Orkusjóði.



Úr þessum sjóði (nýju átaki til jarðhitaleitar) fékk Grundafjarðarbær 34 millj. kr. styrkloforð, einn af átta styrkþegum, sbr. frétt á vef stjr.is og vef bæjarins 17. nóv. sl.

Bæjarstjórn fagnar þessu styrkloforði sem skiptir miklu máli fyrir orkuskiptin í Grundarfirði.

19.FSS - Drög að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaganna; fatlaðir, aldraðir

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga fyrir fatlaða og aldraða, sem Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hefur sent. Stjórn FSS á eftir að taka drögin til umræðu og afgreiðslu.

20.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Aðalfundargerð og ályktun fundarins

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ýmis gögn varðandi tillögu ráðherra um sameiningu heilbrigðiseftirlits og stofnana, og að ríkið taki málaflokkinn yfir.

Bæjarstjórn óskar eftir því að tillaga starfshóps ráðherra verði tekin upp á vettvangi SSV.

Samþykkt samhljóða.

21.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 186. fundar

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 186. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 6. nóvember sl.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 935. fundar sem haldinn var 16. október sl., fundargerð 936. fundar sem haldinn var 27. október sl. og fundargerð 937. fundar sem haldinn var 12. nóvember sl.

23.Unicef - Fundir með bæjarstjórum, tengiliðum og ungmennaráðum

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ýmis gögn vegna funda og vinnu við innleiðingu verkefnisins Barnvæn sveitarfélög.



Þann 2. nóvember sl. sat bæjarstjóri fund bæjarstjóra barnvænna sveitarfélaga með mennta- og barnamálaráðherra og starfsfólki Unicef á Íslandi um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Þann sama dag fóru íþrótta- og tómstundafulltrúi og tveir fulltrúar úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar á fund ungmenna með Unicef og ráðherra um verkefnið.



Bæjarstjóri sagði frá fundinum sem hún sat. Fundurinn var mjög góður og mikill hugur í fundarfólki um að vinna vel að verkefninu.

Bæjarstjórn þakkar fulltrúum úr ungmennaráði, þeim Sólveigu Stefaníu Bjarnadóttur og Telmu Fanný Svavarsdóttur, fyrir þátttökuna í fundi ungmenna um verkefnið.

Bæjarstjóri sagði frá því að unnið hafi verið eftir viðmiðum og gildum Barnvænna sveitarfélaga, að verkefnum og í starfsemi bæjarins frá því samningur var undirritaður 2022 um að bærinn gerðist barnvænt sveitarfélag. Formlegt starf stýrihóps verkefnisins hafi verið í undirbúningi og verður fyrsti fundur verkefnisstjórnar Grundarfjarðarbæjar um Barnvænt sveitarfélag haldinn 4. desember nk.

24.Alþingi - Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. nóvember 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál 2023



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0526.html
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:23.