9. fundur 11. október 2023 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Áslaug Stella Steinarsdóttir formaður
  • Sólveig Stefanía Bjarnadóttir
  • Telma Fanný Svavarsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fundinn.

1.Störf ungmennaráðs á kjörtímabilinu

Málsnúmer 2303015Vakta málsnúmer

Fjallað var um næstu verkefni ungmennaráðs.Ungmennaráð hélt ungmennakvöld í Sögumiðstöðinni í vor og stefnir ráðið að því að endurtaka það fljótlega.
Ungmennaráð tók vel í að vera með viðburð á Rökkurdögum. Íþróttafulltrúa var falið að kanna hvað væri í boði og koma með tillögu að viðburði.

2.Umboðsmaður barna - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 2201034Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um áhrif ákvarðana sveitarfélaga á börn.

3.Umboðsmaður barna - Barnaþing 17. nóvember 2023

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um dagskrá Barnaþings sem haldið verður 17. nóvember nk.
Ráðið kynnti sér efni bréfsins.

4.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir innleiðingaferli og hlutverk ungmennaráðs í verkefni um Barnvænt sveitarfélag.Ráðinu líst vel á að Grundarfjarðarbær sé þátttakandi í þessu verkefni og tók vel í að eiga fulltrúa í stýrihópi verkefnisins.

Ákveðið var að Telma og Sólveig yrðu fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundi Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu 2. nóvember nk.

Gengið er frá fundargerð að loknum fundi og verður hún samþykkt og undirrituð á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:30.