Málsnúmer 2310004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 612. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2023.
    Bæjarráð - 612 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-september hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.

    Bæjarráð hefur áhyggjur af þróun útsvars og leggur til að útsvarstekjur og þróun þeirra verði sérstaklega tekin til skoðunar. Leitað verði til SSV um það, í byrjun næsta árs.

    Fjöldi íbúa í byrjun október var 866, en var 867 í september.

  • .2 2304026 Launaáætlun 2023
    Lagt fram yfirlit sem sýnir launaáætlun og rauntölur launa fyrstu níu mánuði ársins.

    Bæjarráð - 612
  • Umræða um rekstur og fjárfestingar 2024.
    Forstöðumenn og fleiri koma inn á fundinn til samtals.
    Bæjarráð - 612 Farið var yfir þær rekstraráætlanir sem fyrir liggja, sem og óskir forstöðumanna um viðhaldsverkefni, búnað og fjárfestingar á árinu 2024.

    Inná fundinn komu:

    Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri, kl. 8:50-9:30
    Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri, kl. 9:33-10:09.
    Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla, kl. 10:10-10:30
    Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóri og verkstjóri áhaldahúss, kl. 10:30-11:10.

    Kl. 11:10-11:40; Umræða um framkvæmdir og verkefni almennt, samninga við verktaka og verklag. Valgeir, Bergvin Sævar Guðmundsson eignaumsjón, Þuríður G. Jóhannesdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

    11:40-12:15; Sævar og Þurí vegna mannvirkja eignasjóðs, þ.e. húsnæði grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúss, leikskóla, samkomuhúss, íbúða Hrannarstíg 18 og 28-40, tjaldsvæðis.
    12:45 Óli og Sævar, v. tjaldsvæði, íþróttahús, spennistöð.

    Forstöðumönnum var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

    Ágústa Einarsdóttir vék af fundi kl. 10:10.
  • Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

    Bæjarráð - 612 Vegna hækkunar sem varð á fasteignamati fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn í lok árs 2022 að lækka lóðarleigu A úr 2% í 1,5% og fráveitugjald A úr 0,2% í 0,19% fyrir árið 2023. Fasteignamat 2024 stendur nánast í stað eða lækkar milli ára, eftir flokkum.

    Gjaldskrá vegna sorpgjalda er í vinnslu vegna nýrra laga um sorpflokkun og breytinga sem gerðar verða á næsta ári í samræmi við það, sbr. yfirstandandi vinnu við undirbúning á útboði sorpmála.

    Farið yfir framlagt yfirlit og rætt um álagningarprósentur. Áfram í vinnslu hjá bæjarráði.


  • Bæjarráð - 612 Lagðar fram innkomnar styrkumsóknir vegna ársins 2024 ásamt fylgigögnum.

    Umræðu um þær vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram gögn frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.
    Málið er birt í samráðsgátt og er frestur til að gera athugasemdir til 26. október nk.
    Bæjarráð - 612 Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum við þingsályktunartillöguna með aðgerðaáætlun, á sömu nótum og fyrri athugasemdir bæjarstjórnar og stjórnar SSV.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar ráðstefnuboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
    Efnt er til ráðstefnu um aðdráttarafl og sameiningar sveitarfélaga, miðvikudaginn 25. október nk. á Akranesi.

    Bæjarráð - 612