612. fundur 18. október 2023 kl. 08:30 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Vegna umræðu um fjárhagsáætlun bætast tveir bæjarfulltrúar við sem þátttakendur í fundinum (aukið bæjarráð).

1.Greitt útsvar 2023

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2023.

Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-september hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.

Bæjarráð hefur áhyggjur af þróun útsvars og leggur til að útsvarstekjur og þróun þeirra verði sérstaklega tekin til skoðunar. Leitað verði til SSV um það, í byrjun næsta árs.

Fjöldi íbúa í byrjun október var 866, en var 867 í september.

2.Launaáætlun 2023

Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir launaáætlun og rauntölur launa fyrstu níu mánuði ársins.3.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Umræða um rekstur og fjárfestingar 2024.

Forstöðumenn og fleiri koma inn á fundinn til samtals.

Farið var yfir þær rekstraráætlanir sem fyrir liggja, sem og óskir forstöðumanna um viðhaldsverkefni, búnað og fjárfestingar á árinu 2024.

Inná fundinn komu:

Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri, kl. 8:50-9:30
Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri, kl. 9:33-10:09.
Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla, kl. 10:10-10:30
Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóri og verkstjóri áhaldahúss, kl. 10:30-11:10.

Kl. 11:10-11:40; Umræða um framkvæmdir og verkefni almennt, samninga við verktaka og verklag. Valgeir, Bergvin Sævar Guðmundsson eignaumsjón, Þuríður G. Jóhannesdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

11:40-12:15; Sævar og Þurí vegna mannvirkja eignasjóðs, þ.e. húsnæði grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúss, leikskóla, samkomuhúss, íbúða Hrannarstíg 18 og 28-40, tjaldsvæðis.
12:45 Óli og Sævar, v. tjaldsvæði, íþróttahús, spennistöð.

Forstöðumönnum var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

Ágústa Einarsdóttir vék af fundi kl. 10:10.

4.Fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2309032Vakta málsnúmer

Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.Vegna hækkunar sem varð á fasteignamati fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn í lok árs 2022 að lækka lóðarleigu A úr 2% í 1,5% og fráveitugjald A úr 0,2% í 0,19% fyrir árið 2023. Fasteignamat 2024 stendur nánast í stað eða lækkar milli ára, eftir flokkum.

Gjaldskrá vegna sorpgjalda er í vinnslu vegna nýrra laga um sorpflokkun og breytinga sem gerðar verða á næsta ári í samræmi við það, sbr. yfirstandandi vinnu við undirbúning á útboði sorpmála.

Farið yfir framlagt yfirlit og rætt um álagningarprósentur. Áfram í vinnslu hjá bæjarráði.


5.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lagðar fram innkomnar styrkumsóknir vegna ársins 2024 ásamt fylgigögnum.

Umræðu um þær vísað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Alþingi - Til umsagnar 315. mál frá nefnda- og greiningarsviði

Málsnúmer 2310021Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.

Málið er birt í samráðsgátt og er frestur til að gera athugasemdir til 26. október nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum við þingsályktunartillöguna með aðgerðaáætlun, á sömu nótum og fyrri athugasemdir bæjarstjórnar og stjórnar SSV.

Samþykkt samhljóða.

7.SSV - Ráðstefna um málefni sveitarfélaga

Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ráðstefnuboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Efnt er til ráðstefnu um aðdráttarafl og sameiningar sveitarfélaga, miðvikudaginn 25. október nk. á Akranesi.Fylgiskjöl:
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:00.