Málsnúmer 2310006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn landeigenda að Mýrum um endurútgáfu á byggingarleyfi sem veitt hafði verið árið 2016 fyrir þremur gestahúsum. Búið er að byggja og gera öryggis- og lokaúttekt á tveimur gestahúsum.

    Þar sem áður útgefið byggingarleyfi er útrunnið, er óskað eftir endurútgáfu á leyfi svo hægt sé að byggja þriðja gestahúsið í samræmi við upphafleg áform.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 253 Byggingafulltrúi vísaði erindi til nefndar þar sem um ódeiliskipulagt svæði er að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurútgáfu á byggingarleyfi/heimild og felur byggingafulltrúa að ganga frá því, sbr. 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, m.s.br. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Vinnufundur um þróun og stöðu mála og næstu skref vegna deiliskipulag Framness.
    Í síðustu viku var fundað með lóðarhöfum á Framnesi og farið yfir þeirra óskir um framtíðaruppbyggingu á Framnesi, í tengslum við deiliskipulagsvinnuna sem nú stendur yfir.
    Einnig farið yfir fundarpunkta frá þeim fundum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 253