Málsnúmer 2310007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 614. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 614
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2023.
    Bæjarráð - 614 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • .3 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat.
    Bæjarráð - 614 Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar til Fellaskjóls síðustu ár.
    Bæjarráð - 614 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027.
    Bæjarráð - 614 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2024-2027. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að útboðsgögnum.

    Í gögnunum felast helstu ákvarðanir sem rædd voru á kynningarfundi með bæjarfulltrúum í síðustu viku, s.s. um tunnufjölda, fyrirkomulag og tíðni sorphirðu ofl.
    Bæjarráð - 614 Til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn í næstu viku.
  • .7 2301007 Framkvæmdir 2023
    Farið yfir stöðu helstu framkvæmdaverkefna.
    Bæjarráð - 614 Bæjarstjóri sagði frá verkefnastöðu helstu framkvæmdaverkefna.
  • Til umræðu, úthlutun lóða sem unnar voru með breytingu á DSK Ölkeldudals og framkvæmdir þeim samhliða.
    Bæjarráð - 614 Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðir til úthlutunar sem unnar voru með breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals. Um er að ræða lóðirnar Hrannarstígur 42-54, sem verði úthlutað í einu lagi.

    Grundarfjarðarbær mun annast framkvæmd akfæran göngustíg og hefur fengið tilboð í hönnun hans frá Landslagi ehf.

    Einnig samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar nr. 39-45 við Ölkelduveg. Skilmálar deiliskipulags verði vandlega kynntir samhliða auglýsingu lóðanna, m.a. um færslu trjágróðurs, drenun lóða o.fl.

    Í samræmi við grein 1.1. í samþykktum um úthlutun lóða í Grundarfirði er bæjarstjóra falið að auglýsa lóðirnar með 3-4ra vikna auglýsingafresti og m.t.t. fundartíma skipulags- og umhverfisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. október sl., varðandi starfstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.
    Bæjarráð - 614 Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að sækja um þátttöku fyrir hönd bæjarins í samráði við skólastjórnendur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 13. október sl., varðandi ársreikning 2022. Í bréfinu er gerð athugasemd við það að rekstrarniðurstaða A-hluta sé 2% undir viðmiði árið 2022. Öll önnur viðmið EFS eru innan marka.

    Þess má geta að til ársins 2026 eru viðmið fjármálareglna sveitarstjórnarlaga "aftengd" sbr. lagabreytingu vegna áhrifa Covid-19.
    Bæjarráð - 614
  • Lagðir fram minnispunktar frá vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 þann 20. júní sl.
    Bæjarráð - 614 Bæjarstjóri sagði frá stöðu framkvæmda að Grundargötu 30 og að starfshópur um Grundargötu 30 muni hittast á næstunni.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV, dags. 30. október sl., varðandi vinnuhóp um velferðarmál. Jafnframt lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.
    Bæjarráð - 614 Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa tilnefnt Ingveldi Eyþórsdóttur hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga sem sinn fulltrúa í hópinn.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sem haldinn var 6. október sl., ásamt fleiri gögnum.
    Bæjarráð - 614
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samfés, dags. 19. október sl., varðandi þátttökuskráningu ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25. nóvember nk. Einnig lögð fram önnur gögn.
    Bæjarráð - 614
  • Lagt fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2022.
    Bæjarráð - 614
  • Lagt fram til kynningar ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði vegna 2022-2023.
    Bæjarráð - 614